Koma með einkaskilaboð frá Kim til Bandaríkjastjórnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/afp Sendinefnd suðurkóreskra erindreka mun koma einkaskilaboðum frá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til Bandaríkjastjórnar þegar sendinefndin ferðast til höfuðborgarinnar Washington síðar í vikunni. Kim afhenti erindrekunum skilaboðin á fundi þeirra í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang en óljóst er hvort erindrekarnir fundi með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sjálfum. „Við getum ekki sagt fjölmiðlum frá öllu en við fengum upplýsingar um ýmsar skoðanir og viðhorf Norður-Kóreumanna sem við munum upplýsa Bandaríkjamenn um í heimsókn okkar,“ sagði Chung Eui-yong erindreki við suðurkóreska miðilinn Yonhap. Á fundinum í Pjongjang sagðist Kim reiðubúinn að styðja afvopnun á Kóreuskaga gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Trump sagði á samskiptamiðlinum Twitter að mögulega væri árangur að nást í því að losa um spennuna á Kóreuskaga í fyrsta skipti í mörg ár. Hins vegar gæti verið um falsvonir að ræða. „En Bandaríkin eru tilbúin að beita sér af hörku, hvernig sem fer.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að þótt viss árangur væri nú að nást yrði ekki slakað á viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu áður en leiðtogar ríkjanna funda á landamærunum í apríl. „Miðað við það sem ég sé á Twitter virðist Trump jákvæður eftir heimsóknina. En þar sem þetta er bara upphafið held ég að það sé ótímabært að vera bjartsýnn,“ sagði Monn Jae-in í gær. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03 Breytt staða á Kóreuskaga Forseti Suður-Kóreu og einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, munu eiga sinn fyrsta fund í apríl. Beinni línu á milli leiðtoganna verður komið á. 7. mars 2018 11:00 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Sendinefnd suðurkóreskra erindreka mun koma einkaskilaboðum frá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til Bandaríkjastjórnar þegar sendinefndin ferðast til höfuðborgarinnar Washington síðar í vikunni. Kim afhenti erindrekunum skilaboðin á fundi þeirra í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang en óljóst er hvort erindrekarnir fundi með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sjálfum. „Við getum ekki sagt fjölmiðlum frá öllu en við fengum upplýsingar um ýmsar skoðanir og viðhorf Norður-Kóreumanna sem við munum upplýsa Bandaríkjamenn um í heimsókn okkar,“ sagði Chung Eui-yong erindreki við suðurkóreska miðilinn Yonhap. Á fundinum í Pjongjang sagðist Kim reiðubúinn að styðja afvopnun á Kóreuskaga gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Trump sagði á samskiptamiðlinum Twitter að mögulega væri árangur að nást í því að losa um spennuna á Kóreuskaga í fyrsta skipti í mörg ár. Hins vegar gæti verið um falsvonir að ræða. „En Bandaríkin eru tilbúin að beita sér af hörku, hvernig sem fer.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að þótt viss árangur væri nú að nást yrði ekki slakað á viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu áður en leiðtogar ríkjanna funda á landamærunum í apríl. „Miðað við það sem ég sé á Twitter virðist Trump jákvæður eftir heimsóknina. En þar sem þetta er bara upphafið held ég að það sé ótímabært að vera bjartsýnn,“ sagði Monn Jae-in í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03 Breytt staða á Kóreuskaga Forseti Suður-Kóreu og einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, munu eiga sinn fyrsta fund í apríl. Beinni línu á milli leiðtoganna verður komið á. 7. mars 2018 11:00 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03
Breytt staða á Kóreuskaga Forseti Suður-Kóreu og einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, munu eiga sinn fyrsta fund í apríl. Beinni línu á milli leiðtoganna verður komið á. 7. mars 2018 11:00