Bardaginn á milli Finn og Captain Phasma í Star Wars: The Last Jedi virðist hafa verið hugsaður allt öðruvísi á einhverjum tímapunkti en sá bardagi sem við fengum að sjá í myndinni sjálfri. Bardagi sem tekinn var upp og eytt var í dag birtur í Star Wars þætti LucasFilm á Youtube.
Í þessu atriði má sjá hvernig Finn notar þá staðreynd að Phasma lúffaði fyrir honum í Force Awakens til að láta hana líta illa út í augum annarra hermanna Fyrstu Reglunnar.
Það verður að segjast að þetta atriði er trúverðugra en það að Phasma, sem var mögulega bestir hermaður Fyrstu Reglunnar, hafi tapað fyrir ræstitækninum Finn í skylmingum.
Svíþjóð
Ísland