Óásættanlegt fyrir nemendur að sögn skólastjóra Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2018 12:30 Nemendur í Hagaskóla í prófi. Mikil gremja ríkir með framkvæmd Menntamálastofnunar vegna prófs í morgun en þar fór allt handaskolum. visir/anton brink Gríðarlegur urgur er meðal nemenda og foreldra vegna vandkvæða sem fram komu í tengslum við könnunarpróf í íslensku í morgun. Skólastjóri Hagaskóla deilir þeirri gremju með nemendum sínum og foreldrum og hefur nú sent frá sér harðort bréf til forráðamanna; foreldra nemenda í 9. bekk Hagaskóla.Óásættanlegar aðstæður í morgun „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ segir S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla í bréfinu.Arnar Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Búið er að senda hann til skólastjóra.Hún bendir á að Menntamálastofnun sé ábyrgðaraðili þessara prófa. „Sumir nemendur Hagaskóla náðu að ljúka prófi, aðrir ekki og á ákveðnum tímapunkti í morgun hættum við að sýna þá biðlund sem við vorum frá því snemma í morgun beðin um að sýna.“Ekki vitað hvenær prófið verður endurtekið Ingibjörg greinir frá því að Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar hafi lýst því yfir að allir nemendur sem tóku prófið við óviðunandi aðstæður fái að taka það aftur. „Ég tel alla nemendur Hagaskóla hafa búið við óviðunandi aðstæður í morgun, líka [þeir] nemendur sem náðu að klára prófið, því það var mikið ónæði í öllum stofum í morgun. Á þessari stundu veit ég ekki hvenær prófið verður endurtekið.“ Skólastjórinn tilkynnir foreldrum það að hún hafi lagt á það ríka áherslu við Arnþór og Menntamálastofnun að ekki verði farið af stað í fleiri próf fyrr en tryggt verði að börnin geti tekið prófið við viðunandi aðstæður. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru níu klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Gríðarlegur urgur er meðal nemenda og foreldra vegna vandkvæða sem fram komu í tengslum við könnunarpróf í íslensku í morgun. Skólastjóri Hagaskóla deilir þeirri gremju með nemendum sínum og foreldrum og hefur nú sent frá sér harðort bréf til forráðamanna; foreldra nemenda í 9. bekk Hagaskóla.Óásættanlegar aðstæður í morgun „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ segir S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla í bréfinu.Arnar Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Búið er að senda hann til skólastjóra.Hún bendir á að Menntamálastofnun sé ábyrgðaraðili þessara prófa. „Sumir nemendur Hagaskóla náðu að ljúka prófi, aðrir ekki og á ákveðnum tímapunkti í morgun hættum við að sýna þá biðlund sem við vorum frá því snemma í morgun beðin um að sýna.“Ekki vitað hvenær prófið verður endurtekið Ingibjörg greinir frá því að Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar hafi lýst því yfir að allir nemendur sem tóku prófið við óviðunandi aðstæður fái að taka það aftur. „Ég tel alla nemendur Hagaskóla hafa búið við óviðunandi aðstæður í morgun, líka [þeir] nemendur sem náðu að klára prófið, því það var mikið ónæði í öllum stofum í morgun. Á þessari stundu veit ég ekki hvenær prófið verður endurtekið.“ Skólastjórinn tilkynnir foreldrum það að hún hafi lagt á það ríka áherslu við Arnþór og Menntamálastofnun að ekki verði farið af stað í fleiri próf fyrr en tryggt verði að börnin geti tekið prófið við viðunandi aðstæður.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru níu klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33