Sigurður hlýtur virt jarðfræðiverðlaun Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2018 08:40 Sigurður Reynir Gíslason Kristinn Ingvarsson Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, fær Clair C. Patterson-verðlaun Bandarísku jarðefnafræðisamtakanna (Geochemical Society) árið 2018. Verðlaunin eru ein af virtustu viðurkenningum sem veittar eru á sviði jarðefnafræði. Sigurður hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir á bindingu koltvíoxíðs í bergi annars vegar og á áhrifum eldgosa á umhverfið hins vegar. Fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands að Clair C. Patterson-verðlaunin séu veitt fyrir tímamótarannsóknir í jarðefnafræði sem eru mikilvægar fyrir umhverfi og samfélag manna á jörðinni. Rannsóknirnar þurfa að hafa birst í einni vísindagrein eða safni greina í alþjóðlegum vísindaritum á síðastliðnum áratug. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Sigurður hafi í rúman áratug verið formaður Vísindaráðs CarbFix-verkefnisins svokallaða sem snýst um að binda koltvíoxíð (kotvísýring) í basaltjarðlögum. Að verkefninu hafa komið, auk Háskóla Íslands, Orkuveita Reykjavíkur, Columbia-háskóli í Bandaríkjunum og Rannsóknarráð Frakklands. Fjöldi vísindamanna hefur tekið þátt verkefninu auk íslenskra og erlendra doktorsnema og hefur það vakið heimsathygli. Tilraunir rannsóknahópsins með bindingu koltvíoxíðs með niðurdælingu við Hellisheiðarvirkjun hafa gefið góða raun og binst koltvíoxíðið berginu á um tveimur árum en áður var talið að það tæki mörg þúsund ár. Væntingar eru um að aðferðin geti í framtíðinni nýst í baráttunni við hnattræna hlýnun en koltvíoxíð er einn helsti orsakavaldur hnattrænnar hlýnunar.Ellefu milljón tonn af brennisteinstvíoxíði Sigurður hefur enn fremur rannsakað áhrif eldgosa á umhverfi á Íslandi, nú síðast gossins í Holuhrauni. Gosið spúði eitruðu brennisteinstvíoxíði yfir Ísland og stór svæði í Evrópu og reyndist magn þess á gostímanum um ellefu milljónir tonna. Styrkur brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti fór langt yfir heilsufarsmörk dögum og vikum saman á Íslandi en það var lán í óláni að mengunarinnar gætti mest á svæðum sem ekki eru í byggð. Þá leiddi tímasetning gossins, sem stóð að mestu að mestu að vetri til, til þess að brennisteinsmökkurinn barst hratt frá landinu, styrkur brennisteinstvíoxíðs lækkaði í andrúmslofti við dreifinguna og lítill hluti brennisteinstvíoxíðsins oxaðist í brennisteinssýru vegna takmarkaðrar birtu og raka mánuðina sem gosið stóð yfir. Sigurður lauk BS-gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og doktorsprófi í jarðefnafræði frá Johns Hopkins University í Bandaríkjunum árið 1985. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem fræðimaður og síðar vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Sigurður tekur við verðlaunum Geochemical Society á árlegri ráðstefnu jarðefnafræðisamtaka Bandaríkjanna og Evrópu sem haldin verður í Boston í Bandaríkjunum 12.-17. ágúst næstkomandi Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, fær Clair C. Patterson-verðlaun Bandarísku jarðefnafræðisamtakanna (Geochemical Society) árið 2018. Verðlaunin eru ein af virtustu viðurkenningum sem veittar eru á sviði jarðefnafræði. Sigurður hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir á bindingu koltvíoxíðs í bergi annars vegar og á áhrifum eldgosa á umhverfið hins vegar. Fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands að Clair C. Patterson-verðlaunin séu veitt fyrir tímamótarannsóknir í jarðefnafræði sem eru mikilvægar fyrir umhverfi og samfélag manna á jörðinni. Rannsóknirnar þurfa að hafa birst í einni vísindagrein eða safni greina í alþjóðlegum vísindaritum á síðastliðnum áratug. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Sigurður hafi í rúman áratug verið formaður Vísindaráðs CarbFix-verkefnisins svokallaða sem snýst um að binda koltvíoxíð (kotvísýring) í basaltjarðlögum. Að verkefninu hafa komið, auk Háskóla Íslands, Orkuveita Reykjavíkur, Columbia-háskóli í Bandaríkjunum og Rannsóknarráð Frakklands. Fjöldi vísindamanna hefur tekið þátt verkefninu auk íslenskra og erlendra doktorsnema og hefur það vakið heimsathygli. Tilraunir rannsóknahópsins með bindingu koltvíoxíðs með niðurdælingu við Hellisheiðarvirkjun hafa gefið góða raun og binst koltvíoxíðið berginu á um tveimur árum en áður var talið að það tæki mörg þúsund ár. Væntingar eru um að aðferðin geti í framtíðinni nýst í baráttunni við hnattræna hlýnun en koltvíoxíð er einn helsti orsakavaldur hnattrænnar hlýnunar.Ellefu milljón tonn af brennisteinstvíoxíði Sigurður hefur enn fremur rannsakað áhrif eldgosa á umhverfi á Íslandi, nú síðast gossins í Holuhrauni. Gosið spúði eitruðu brennisteinstvíoxíði yfir Ísland og stór svæði í Evrópu og reyndist magn þess á gostímanum um ellefu milljónir tonna. Styrkur brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti fór langt yfir heilsufarsmörk dögum og vikum saman á Íslandi en það var lán í óláni að mengunarinnar gætti mest á svæðum sem ekki eru í byggð. Þá leiddi tímasetning gossins, sem stóð að mestu að mestu að vetri til, til þess að brennisteinsmökkurinn barst hratt frá landinu, styrkur brennisteinstvíoxíðs lækkaði í andrúmslofti við dreifinguna og lítill hluti brennisteinstvíoxíðsins oxaðist í brennisteinssýru vegna takmarkaðrar birtu og raka mánuðina sem gosið stóð yfir. Sigurður lauk BS-gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og doktorsprófi í jarðefnafræði frá Johns Hopkins University í Bandaríkjunum árið 1985. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem fræðimaður og síðar vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Sigurður tekur við verðlaunum Geochemical Society á árlegri ráðstefnu jarðefnafræðisamtaka Bandaríkjanna og Evrópu sem haldin verður í Boston í Bandaríkjunum 12.-17. ágúst næstkomandi
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira