Breytt staða á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. mars 2018 11:00 Kim einræðisherra tók vel á móti sendinefndinni. Vísir/AFp Svo virðist sem fundur suðurkóreskrar sendinefndar með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í vikunni hafi borið árangur. Við heimkomuna í gær greindu erindrekarnir frá því að Kim væri opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopn sín og hætta vinnu við kjarnorkuáætlunina. Jafnframt var ákveðið að Kim fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, á landamærum ríkjanna í apríl. Samskipti ríkjanna hafa batnað mikið undanfarna mánuði. Hefur neyðarlína verið opnuð á ný á milli ríkjanna, norðrið sendi keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang og tveir fundir hafa verið haldnir. Fundur aprílmánaðar verður sá þriðji og sá fyrsti þar sem Moon og Kim hittast. Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Yonhap kemur tilkynningin um leiðtogafundinn á óvart. „Norðrið og suðrið hafa ákveðið að opna beina línu á milli leiðtoga ríkjanna til þess að auðvelda bein samskipti og draga úr togstreitu á Kóreuskaga. Þá hefur einnig verið ákveðið að þeir muni eiga sitt fyrsta símtal og munu þeir tala saman fyrir fundinn í apríl,“ sagði Chung Eui-yong erindreki á blaðamannafundi í gær. Chung sagði jafnframt frá afstöðu Kim gagnvart því að afvopnast. „Norðrið sagði á afgerandi hátt að það væri fylgjandi afvopnun á Kóreuskaga. Sagði ríkisstjórnin að hún sæi enga ástæðu til þess að búa yfir kjarnorkuvopnum ef öryggi stjórnarinnar yrði tryggt og hernaðarógnir sem steðjuðu að Norður-Kóreu fjarlægðar,“ sagði Chung enn fremur. Að sögn erindrekans tjáði einræðisstjórnin einnig einlægan vilja sinn til að halda hreinskilnislegar viðræður við fulltrúa Bandaríkjanna um hvernig væri hægt að standa að afvopnun á Kóreuskaga sem og um hvernig væri hægt að færa samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf. „Kim formaður sagði sjálfur að afvopnun mætti ræða við Bandaríkin. Það sem við þurfum að veita sérstaka athygli er það að hann sagði skýrt að fyrirmæli um afvopnun Kóreuskaga hefðu komið frá fyrirrennara hans og að slíkum fyrirmælum mætti ekki breyta eða hundsa,“ sagði Chung. Fyrirrennarinn var Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, sem lést árið 2011. Í frétt norðurkóreska ríkissjónvarpsins, KCNA, segir að Kim hafi boðið sendinefndinni til kvöldverðar í Pjongjang. Þar hafi einræðisherrann og eiginkona hans, Ri Sol Ju, tekið vel á móti sendinefndinni og rætt hafi verið um að leysa úr togstreitunni á Kóreuskaga. Opnað hafi verið fyrir frekari samskipti og samstarf. KCNA greindi aukinheldur frá því að það væri einlægur vilji einræðisherrans að styrkja samband ríkjanna tveggja og sækjast eftir sameiningu með tíð og tíma. „Eftir að hafa heyrt af vilja Moon forseta um leiðtogafund skiptust Kim og sendinefndin á skoðunum og komust að góðri niðurstöðu,“ sagði í frétt KCNA. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Svo virðist sem fundur suðurkóreskrar sendinefndar með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í vikunni hafi borið árangur. Við heimkomuna í gær greindu erindrekarnir frá því að Kim væri opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopn sín og hætta vinnu við kjarnorkuáætlunina. Jafnframt var ákveðið að Kim fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, á landamærum ríkjanna í apríl. Samskipti ríkjanna hafa batnað mikið undanfarna mánuði. Hefur neyðarlína verið opnuð á ný á milli ríkjanna, norðrið sendi keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang og tveir fundir hafa verið haldnir. Fundur aprílmánaðar verður sá þriðji og sá fyrsti þar sem Moon og Kim hittast. Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Yonhap kemur tilkynningin um leiðtogafundinn á óvart. „Norðrið og suðrið hafa ákveðið að opna beina línu á milli leiðtoga ríkjanna til þess að auðvelda bein samskipti og draga úr togstreitu á Kóreuskaga. Þá hefur einnig verið ákveðið að þeir muni eiga sitt fyrsta símtal og munu þeir tala saman fyrir fundinn í apríl,“ sagði Chung Eui-yong erindreki á blaðamannafundi í gær. Chung sagði jafnframt frá afstöðu Kim gagnvart því að afvopnast. „Norðrið sagði á afgerandi hátt að það væri fylgjandi afvopnun á Kóreuskaga. Sagði ríkisstjórnin að hún sæi enga ástæðu til þess að búa yfir kjarnorkuvopnum ef öryggi stjórnarinnar yrði tryggt og hernaðarógnir sem steðjuðu að Norður-Kóreu fjarlægðar,“ sagði Chung enn fremur. Að sögn erindrekans tjáði einræðisstjórnin einnig einlægan vilja sinn til að halda hreinskilnislegar viðræður við fulltrúa Bandaríkjanna um hvernig væri hægt að standa að afvopnun á Kóreuskaga sem og um hvernig væri hægt að færa samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf. „Kim formaður sagði sjálfur að afvopnun mætti ræða við Bandaríkin. Það sem við þurfum að veita sérstaka athygli er það að hann sagði skýrt að fyrirmæli um afvopnun Kóreuskaga hefðu komið frá fyrirrennara hans og að slíkum fyrirmælum mætti ekki breyta eða hundsa,“ sagði Chung. Fyrirrennarinn var Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, sem lést árið 2011. Í frétt norðurkóreska ríkissjónvarpsins, KCNA, segir að Kim hafi boðið sendinefndinni til kvöldverðar í Pjongjang. Þar hafi einræðisherrann og eiginkona hans, Ri Sol Ju, tekið vel á móti sendinefndinni og rætt hafi verið um að leysa úr togstreitunni á Kóreuskaga. Opnað hafi verið fyrir frekari samskipti og samstarf. KCNA greindi aukinheldur frá því að það væri einlægur vilji einræðisherrans að styrkja samband ríkjanna tveggja og sækjast eftir sameiningu með tíð og tíma. „Eftir að hafa heyrt af vilja Moon forseta um leiðtogafund skiptust Kim og sendinefndin á skoðunum og komust að góðri niðurstöðu,“ sagði í frétt KCNA.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira