Lag sem var bara „væb“ Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. mars 2018 08:00 Lagið Önnur tilfinning er fyrsti síngúll af komandi mixteipi með Rari Boys og hellingur í burðarliðnum. Vísir/eyþór Rari Boys hópurinn gaf út lagið Önnur tilfinning með stórglæsilegu tónlistarmyndbandi í gær. Rari Boys vilja ekki kalla sig hljómsveit og segjast heldur vera hópur tónlistarmanna með svipaðar hugmyndir sem vinna undir sama hatti. „Rari Boys eru ég – Ísleifur Eldur [IZLEIFUR], Andri Gunnarsson eða HLANDRI – við tveir erum svona að pródúsera alla heildina. Svo eru það Gabríel – Icy G og Funi sem rappar í Önnur tilfinning, en hann kallar sig Bleachekid. Loks eru það Máni og Dagur,“ segir hinn nítján ára Ísleifur Eldur Illugason, eða IZLEIFUR eins og hann kallar sig, en hann er að snúa tökkum fyrir Rari Boys. Hópurinn stefnir á að senda frá sér mixteip núna bráðlega og Önnur tilfinning er fyrsti „singúll“ þess. „Þetta hefur verið svona ár í mótun, en síðan í september varð þetta svona alvöru. Við spiluðum tvisvar sinnum á síðasta Airwaves á Hressó, sem var eiginlega fyrsta alvöru spilamennskan og var auðvitað alveg geðveikt.“ Myndbandið við lagið hefur vakið sérstaklega mikla athygli en það er í litríkum teiknimyndastíl og er leikstýrt af Ágústi Elí, en hann hefur komið nálægt ansi mörgum íslenskum tónlistarmyndböndum sem hafa vakið athygli eins og I’d Love með Auði, Fullir vasar og Enginn mórall með Aroni Can auk þess að sjá reglulega um myndefni á tónleikum hjá Herra Hnetusmjöri og fleirum. „Þetta gerðist bara, þetta lag var bara væb. Lagið sjálft er gamalt en Ágúst Elí heyrði það svo bara á Soundcloud og vildi gera myndband við það því að honum fannst það svo gott. Myndbandið er bara einhver stemming sem er lýsandi fyrir textann – bara væb.“Ísleifur hefur verið að leika sér heima hjá við að gera takta í „hálfgerðu flippi“ eins og hann orðar það, en það hafi bara verið svo gaman að hann hafi ákveðið að fara lengra með það. Hann á tónlistarhæfileikana ekki langt að sækja en hann er bróðir Gísla Galdurs Þorgeirssonar tónlistarmanns. „Eftir að ég byrjaði að gera tónlist hefur hann hjálpað mér – gefið álit á hinu og þessu og er alltaf til í að hjálpa mér. Svo er það líka bara tilfinningin – það er eins og ég hafi þetta í blóðinu, hafi einhverja tilfinningu fyrir þessu.“ Rari Boys mixteipið er eins og áður segir á leiðinni og mun innihalda einhver sjö til átta lög sem er verið að fínpússa um þessar mundir og stefnan að senda það út á tónlistarveitur sem fyrst. Aðspurður um hvort einhver fleiri tónlistarmyndbönd séu í burðarliðnum segist hann ekki vera alveg viss en það geti vel verið. „Við erum bara með puttann á púlsinum og til í að fara af stað ef eitthvað gerist. Við reyndum fyrst að plana allt rosalega mikið en það gengur eiginlega ekki og þá sérstaklega ekki með svona stóran hóp.“ Ísleifur segist hafa fengið nokkur skilaboð með beiðnum um að spila á tónleikum síðan lagið hafi farið í loftið, því sé töluverð spilamennska fram undan hjá Rari Boys og ætlunin sé raunar að spila eins mikið og hægt er. Það er því óhætt að fullyrða að við munum sjá meira af þessum ungu piltum á næstunni. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rari Boys hópurinn gaf út lagið Önnur tilfinning með stórglæsilegu tónlistarmyndbandi í gær. Rari Boys vilja ekki kalla sig hljómsveit og segjast heldur vera hópur tónlistarmanna með svipaðar hugmyndir sem vinna undir sama hatti. „Rari Boys eru ég – Ísleifur Eldur [IZLEIFUR], Andri Gunnarsson eða HLANDRI – við tveir erum svona að pródúsera alla heildina. Svo eru það Gabríel – Icy G og Funi sem rappar í Önnur tilfinning, en hann kallar sig Bleachekid. Loks eru það Máni og Dagur,“ segir hinn nítján ára Ísleifur Eldur Illugason, eða IZLEIFUR eins og hann kallar sig, en hann er að snúa tökkum fyrir Rari Boys. Hópurinn stefnir á að senda frá sér mixteip núna bráðlega og Önnur tilfinning er fyrsti „singúll“ þess. „Þetta hefur verið svona ár í mótun, en síðan í september varð þetta svona alvöru. Við spiluðum tvisvar sinnum á síðasta Airwaves á Hressó, sem var eiginlega fyrsta alvöru spilamennskan og var auðvitað alveg geðveikt.“ Myndbandið við lagið hefur vakið sérstaklega mikla athygli en það er í litríkum teiknimyndastíl og er leikstýrt af Ágústi Elí, en hann hefur komið nálægt ansi mörgum íslenskum tónlistarmyndböndum sem hafa vakið athygli eins og I’d Love með Auði, Fullir vasar og Enginn mórall með Aroni Can auk þess að sjá reglulega um myndefni á tónleikum hjá Herra Hnetusmjöri og fleirum. „Þetta gerðist bara, þetta lag var bara væb. Lagið sjálft er gamalt en Ágúst Elí heyrði það svo bara á Soundcloud og vildi gera myndband við það því að honum fannst það svo gott. Myndbandið er bara einhver stemming sem er lýsandi fyrir textann – bara væb.“Ísleifur hefur verið að leika sér heima hjá við að gera takta í „hálfgerðu flippi“ eins og hann orðar það, en það hafi bara verið svo gaman að hann hafi ákveðið að fara lengra með það. Hann á tónlistarhæfileikana ekki langt að sækja en hann er bróðir Gísla Galdurs Þorgeirssonar tónlistarmanns. „Eftir að ég byrjaði að gera tónlist hefur hann hjálpað mér – gefið álit á hinu og þessu og er alltaf til í að hjálpa mér. Svo er það líka bara tilfinningin – það er eins og ég hafi þetta í blóðinu, hafi einhverja tilfinningu fyrir þessu.“ Rari Boys mixteipið er eins og áður segir á leiðinni og mun innihalda einhver sjö til átta lög sem er verið að fínpússa um þessar mundir og stefnan að senda það út á tónlistarveitur sem fyrst. Aðspurður um hvort einhver fleiri tónlistarmyndbönd séu í burðarliðnum segist hann ekki vera alveg viss en það geti vel verið. „Við erum bara með puttann á púlsinum og til í að fara af stað ef eitthvað gerist. Við reyndum fyrst að plana allt rosalega mikið en það gengur eiginlega ekki og þá sérstaklega ekki með svona stóran hóp.“ Ísleifur segist hafa fengið nokkur skilaboð með beiðnum um að spila á tónleikum síðan lagið hafi farið í loftið, því sé töluverð spilamennska fram undan hjá Rari Boys og ætlunin sé raunar að spila eins mikið og hægt er. Það er því óhætt að fullyrða að við munum sjá meira af þessum ungu piltum á næstunni.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira