Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 19:37 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er sett í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. Dæmi eru um að fólk í slíku úrræði náð að skaða sig illa. Umræðan um geðheilbrigðismál fanga hefur verið áberandi að undanförnu en margir telja geðheilbrigðisþjónustu á þessu sviði í rúst. Í Fréttablaðinu í dag segir að Ríkisendurskoðun komi til með að skila skýrslu til Alþingis í lok mánaðarins um geðheilbrigðisþjónustu fanga en stofnunin ákvað í haust að hefja aðalúttekt um þjónustuna. Í þessum málum er um að ræða fanga sem eru að taka út sinn dóm í fangelsum. Algjört úrræðaleysi er hins vegar fyrir einstaklinga sem lögreglan þarf að takast á við og jafnvel vista til skamms tíma í fangaklefa. „Lögregla er oft einn af fyrstu aðilunum sem að er með snertiflöt við fólk sem að er í geðrofi,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eiga þessir einstaklingar heima í fangaklefa? „Að mati lögreglunnar er svo ekki og við reynum að gera allt sem að í okkar valdi stendur til að leysa verkefnin á anna hátt,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa komið upp í það minnst þrjú alvarleg tilfelli á síðasta mánuði, í skammtímavistun einstaklinga í fangaklefa, sem hafa reynt og jafnvel náð að skaða sig illa. Ásgeir segir að um sé að ræða fólk sem átti ekkert erindi í fangaklefa. Í nær öllum tilfellum fæst einstaklingur sem er í geðrofi og er einnig undir áhrifum vímuefna ekki vistun á heilbrigðisstofnun og endar því í fangaklefa. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki erindi að vera hjá okkur,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að stundum verði árekstrar í samskiptum lögreglu og heilbrigðisyfirvalda þegar báðir aðilar telja sig ekki eiga sinna fólki í þessu ástandi. „Við getum leitað til geðdeildarinnar milli klukkan tólf á daginn og sjö á kvöldin. Ef að við erum með einstakling sem að við teljum að þurfi á geðlæknisþjónustu að halda, þá þurfum við að fara með hann á sjúkrahús hérna á höfuðborgarsvæðinu í gegnum bráðamóttöku,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir lögregluna reyna takast á við þessi tilfelli og sinna fólki í geðrofi er stjórnvöl verði að bregðast við. „Það eru til kerfi erlendis, þar sem að er vafi um hvort að einstaklingur ætti að vera hjá lögreglu eða innan heilbrigðiskerfisins að þá kemur starfsmaður heilbrigðiskerfisins á lögreglustöð, og ef að hann metur svo að þessi einstaklingur eigi heima inna heilbrigðiskerfisins á þá jafnvel hefur kerfið þrjátíu mínútur til þess að búa til úrræði,“ segir Ásgeir. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er sett í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. Dæmi eru um að fólk í slíku úrræði náð að skaða sig illa. Umræðan um geðheilbrigðismál fanga hefur verið áberandi að undanförnu en margir telja geðheilbrigðisþjónustu á þessu sviði í rúst. Í Fréttablaðinu í dag segir að Ríkisendurskoðun komi til með að skila skýrslu til Alþingis í lok mánaðarins um geðheilbrigðisþjónustu fanga en stofnunin ákvað í haust að hefja aðalúttekt um þjónustuna. Í þessum málum er um að ræða fanga sem eru að taka út sinn dóm í fangelsum. Algjört úrræðaleysi er hins vegar fyrir einstaklinga sem lögreglan þarf að takast á við og jafnvel vista til skamms tíma í fangaklefa. „Lögregla er oft einn af fyrstu aðilunum sem að er með snertiflöt við fólk sem að er í geðrofi,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eiga þessir einstaklingar heima í fangaklefa? „Að mati lögreglunnar er svo ekki og við reynum að gera allt sem að í okkar valdi stendur til að leysa verkefnin á anna hátt,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa komið upp í það minnst þrjú alvarleg tilfelli á síðasta mánuði, í skammtímavistun einstaklinga í fangaklefa, sem hafa reynt og jafnvel náð að skaða sig illa. Ásgeir segir að um sé að ræða fólk sem átti ekkert erindi í fangaklefa. Í nær öllum tilfellum fæst einstaklingur sem er í geðrofi og er einnig undir áhrifum vímuefna ekki vistun á heilbrigðisstofnun og endar því í fangaklefa. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki erindi að vera hjá okkur,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að stundum verði árekstrar í samskiptum lögreglu og heilbrigðisyfirvalda þegar báðir aðilar telja sig ekki eiga sinna fólki í þessu ástandi. „Við getum leitað til geðdeildarinnar milli klukkan tólf á daginn og sjö á kvöldin. Ef að við erum með einstakling sem að við teljum að þurfi á geðlæknisþjónustu að halda, þá þurfum við að fara með hann á sjúkrahús hérna á höfuðborgarsvæðinu í gegnum bráðamóttöku,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir lögregluna reyna takast á við þessi tilfelli og sinna fólki í geðrofi er stjórnvöl verði að bregðast við. „Það eru til kerfi erlendis, þar sem að er vafi um hvort að einstaklingur ætti að vera hjá lögreglu eða innan heilbrigðiskerfisins að þá kemur starfsmaður heilbrigðiskerfisins á lögreglustöð, og ef að hann metur svo að þessi einstaklingur eigi heima inna heilbrigðiskerfisins á þá jafnvel hefur kerfið þrjátíu mínútur til þess að búa til úrræði,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira