Segist hafa mætt andstöðu Matvælastofnunar varðandi breytingar á einangrunarvist dýra Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 3. mars 2018 13:43 Frá hundagöngu í Reykjavík. Vísir/Valli Dæmi eru um að íslendingar sem hyggja á búferlaflutninga heim til Íslands með gæludýr hafi lent í vandræðum vegna biðtíma fyrir dýrin í einangrunarvist. Formaður Hundaræktarfélags Íslands segist hafa mætt andstöðu Matvælastofnunar vegna hugmynda um breytingar á einangrunarvist dýranna. Einangrun hunda og katta fer fram á einum stað á Íslandi, einangrunarstöðinni á Reykjanesi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er biðtími eftir plássi sjö til átta mánuðir og segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands það hafa gert íslendingum sem hyggja á búferlaflutninga heim með gæludýr erfitt fyrir sem og ræktendum. „Biðtíminn er langur. Þetta er staða sem íslensk stjórnvöld þurfa að fara taka fastari tökum og átta sig á að er vandamál.“Þarf að fara fram endurskoðunEinangrunartími dýranna hér á landi er fjórar vikur en í löndum sem Ísland hefur borið sig saman við erum tímann jafvel aðeins tíu dagar, eins og í Ástralínu og Nýja-Sjálandi þar sem dýralíf er talið mjög viðkvæmt. „Við erum mjög ströng og í rauninni þarf að fara fram gagnger endurskoðun á þessum málum hér á landi.“Er einangrunarvist dýra hér á landi með þeim lengstu í heiminum? „Já, ég leyfi mér að fullyrða það,“ segir Herdís.Fá ekki að vitja dýranna á einangrunartímanumBretland hafði áður svipaða einangrunvistun og Ísland en aflétti henni og tók um svokallað gæludýravegabréf með góðum árangri. „Gæludýravegabréf er í raun heilbrigðisvottorð hundsins. Í gæludýravegabréfinu eru upplýsingar um að dýrir sé með allar bólusetningar og hafi undirgengist allar meðferðir sem þarf til að það sé lítil sem engin hætta á að dýrið sé sýkt eða veikt,“ segir Herdís. Í samanburðarlöndunum fá eigendur dýranna að vita þeirra á einangrunartímanum en svo er ekki hér sem getur farið illa með dýrin. „Sem betur fer þá er rekstur einangurnarstöðvarinnar í höndum góðs fólks. Hins vegar leggst svona einangrunarvistun mjög misjafnlega í dýr. Sumum þykir þessi einangrunarvist mjög þungbær,“ segir Herdís. Finnur ekki fyrir vilja til breytingaHerdís segist ekki hafa fundið vilja hjá Matvælastofnun til að breyta reglum um einangrunarvist gæludýra með velferð þeirra í huga. „Við höfum fundið fyrir andstöðu þaðan, því miður þá er ekki hægt að orða það öðruvísi, en við treystum því og trúum að þarna innandyra hljóti að starfa fagmenn. Þeim er jú líka ætlað að gæta að velferð dýranna.“ Dýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Dæmi eru um að íslendingar sem hyggja á búferlaflutninga heim til Íslands með gæludýr hafi lent í vandræðum vegna biðtíma fyrir dýrin í einangrunarvist. Formaður Hundaræktarfélags Íslands segist hafa mætt andstöðu Matvælastofnunar vegna hugmynda um breytingar á einangrunarvist dýranna. Einangrun hunda og katta fer fram á einum stað á Íslandi, einangrunarstöðinni á Reykjanesi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er biðtími eftir plássi sjö til átta mánuðir og segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands það hafa gert íslendingum sem hyggja á búferlaflutninga heim með gæludýr erfitt fyrir sem og ræktendum. „Biðtíminn er langur. Þetta er staða sem íslensk stjórnvöld þurfa að fara taka fastari tökum og átta sig á að er vandamál.“Þarf að fara fram endurskoðunEinangrunartími dýranna hér á landi er fjórar vikur en í löndum sem Ísland hefur borið sig saman við erum tímann jafvel aðeins tíu dagar, eins og í Ástralínu og Nýja-Sjálandi þar sem dýralíf er talið mjög viðkvæmt. „Við erum mjög ströng og í rauninni þarf að fara fram gagnger endurskoðun á þessum málum hér á landi.“Er einangrunarvist dýra hér á landi með þeim lengstu í heiminum? „Já, ég leyfi mér að fullyrða það,“ segir Herdís.Fá ekki að vitja dýranna á einangrunartímanumBretland hafði áður svipaða einangrunvistun og Ísland en aflétti henni og tók um svokallað gæludýravegabréf með góðum árangri. „Gæludýravegabréf er í raun heilbrigðisvottorð hundsins. Í gæludýravegabréfinu eru upplýsingar um að dýrir sé með allar bólusetningar og hafi undirgengist allar meðferðir sem þarf til að það sé lítil sem engin hætta á að dýrið sé sýkt eða veikt,“ segir Herdís. Í samanburðarlöndunum fá eigendur dýranna að vita þeirra á einangrunartímanum en svo er ekki hér sem getur farið illa með dýrin. „Sem betur fer þá er rekstur einangurnarstöðvarinnar í höndum góðs fólks. Hins vegar leggst svona einangrunarvistun mjög misjafnlega í dýr. Sumum þykir þessi einangrunarvist mjög þungbær,“ segir Herdís. Finnur ekki fyrir vilja til breytingaHerdís segist ekki hafa fundið vilja hjá Matvælastofnun til að breyta reglum um einangrunarvist gæludýra með velferð þeirra í huga. „Við höfum fundið fyrir andstöðu þaðan, því miður þá er ekki hægt að orða það öðruvísi, en við treystum því og trúum að þarna innandyra hljóti að starfa fagmenn. Þeim er jú líka ætlað að gæta að velferð dýranna.“
Dýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira