Kvartar til umboðsmanns og óskar rökstuðnings ráðherra Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. mars 2018 14:00 Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur síðan þá starfað sem lögmaður. vísir/anton brink Hæstaréttarlögmaður og fyrrum héraðsdómari með um 20 ára dómarareynslu hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðherra vegna nýlegrar skipunar í Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða sérstakrar hæfisnefndar, sem hann telur ómálefnaleg. Hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson var einn umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík sem auglýst var í nóvember. Jónas hefur um 20 ára reynslu af dómstörfum við héraðsdómstóla víða um land, og var m.a. dómstjóri um tíma. Jónas hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum sérstakrar dómnefndar um umsækjendur, heldur var Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn einn metinn hæfastur. Í bréfi sínu til ráðherra ítrekar Jónas að hann efist ekki um hæfi Arnaldar, sem á m.a. glæstan náms- og starfsferil að baki innan lands sem utan. Hann bendir aftur á móti á að Arnaldur hafi aðeins setið sem settur héraðsdómari í um þrjá mánuði fyrir nokkru síðan, á móti um 20 ára reynslu Jónasar.Hæfari en tveir dómarar við Landsrétt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gengur fram hjá Jónasi, en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur um síðustu áramót var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins.Frétt Vísis: Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndarÍ mati nefndarinnar var m.a. tíundað að minna tillit skyldi taka til dómstarfa hans í ljósi þess að nokkur ár væru liðin síðan hann söðlaði um og fór í lögmennsku. Þá voru lögmannsstörf hans metin minna en annarra þar sem hann hefði að hluta til unnið í fjarvinnu frá Brussel, auk þess sem hann hefði gjarnan sætt mál frekar en að reka þau fyrir dómstólum. Við umdeilda skipun fimmtán dómara í Landsrétt í fyrra var Jónas enn fremur talinn tuttugasti hæfasti umsækjandinn af alls 33. Þegar Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vék frá mati dómnefndar um fimmtán hæfustu og valdi sjálf fjóra umsækjendur í störfin valdi hún hins vegar m.a. þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Finnbjörnsson, sem voru númer 23 og 30 á listanum, aftar en Jónas.Frétt Vísis: Úr fallsæti hjá hæfisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraJónas óskar því ítarlegs rökstuðnings frá Sigríði um hvernig hann geti talist hæfari en tveir skipaðir landsréttardómarar, en samt ekki hæfastur í héraðsdómaraembættið sem Arnaldur var valinn í. Hann hefur einnig sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar útreiðar sem hann hefur fengið hjá hæfisnefndinni. Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður og fyrrum héraðsdómari með um 20 ára dómarareynslu hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðherra vegna nýlegrar skipunar í Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða sérstakrar hæfisnefndar, sem hann telur ómálefnaleg. Hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson var einn umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík sem auglýst var í nóvember. Jónas hefur um 20 ára reynslu af dómstörfum við héraðsdómstóla víða um land, og var m.a. dómstjóri um tíma. Jónas hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum sérstakrar dómnefndar um umsækjendur, heldur var Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn einn metinn hæfastur. Í bréfi sínu til ráðherra ítrekar Jónas að hann efist ekki um hæfi Arnaldar, sem á m.a. glæstan náms- og starfsferil að baki innan lands sem utan. Hann bendir aftur á móti á að Arnaldur hafi aðeins setið sem settur héraðsdómari í um þrjá mánuði fyrir nokkru síðan, á móti um 20 ára reynslu Jónasar.Hæfari en tveir dómarar við Landsrétt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gengur fram hjá Jónasi, en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur um síðustu áramót var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins.Frétt Vísis: Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndarÍ mati nefndarinnar var m.a. tíundað að minna tillit skyldi taka til dómstarfa hans í ljósi þess að nokkur ár væru liðin síðan hann söðlaði um og fór í lögmennsku. Þá voru lögmannsstörf hans metin minna en annarra þar sem hann hefði að hluta til unnið í fjarvinnu frá Brussel, auk þess sem hann hefði gjarnan sætt mál frekar en að reka þau fyrir dómstólum. Við umdeilda skipun fimmtán dómara í Landsrétt í fyrra var Jónas enn fremur talinn tuttugasti hæfasti umsækjandinn af alls 33. Þegar Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vék frá mati dómnefndar um fimmtán hæfustu og valdi sjálf fjóra umsækjendur í störfin valdi hún hins vegar m.a. þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Finnbjörnsson, sem voru númer 23 og 30 á listanum, aftar en Jónas.Frétt Vísis: Úr fallsæti hjá hæfisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraJónas óskar því ítarlegs rökstuðnings frá Sigríði um hvernig hann geti talist hæfari en tveir skipaðir landsréttardómarar, en samt ekki hæfastur í héraðsdómaraembættið sem Arnaldur var valinn í. Hann hefur einnig sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar útreiðar sem hann hefur fengið hjá hæfisnefndinni.
Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent