102 ný ofbeldismál í Bjarkarhlíð á fyrstu tveimur mánuðum ársins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. mars 2018 23:30 Þær Hafdís Inga Hinriksdóttir (t.v) og Ragna Björg Guðbrandsdóttir (t.h) hafa tekið á móti fólki í Bjarkarhlíð. Á morgun er þar opið hús. vísir/stefán Yfir hundrað ný ofbeldismál hafa komið upp á borð Bjarkarhlíðar á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Hafdís Inga Hinriksdóttir sérfræðingur hjá Bjarkahlíð segir að #MeToo byltingin og umræðan í samfélaginu hafi gefið fleirum kjark til þess að stíga fram. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni níu aðila sem allir hafa mikla og langa reynslu af því að starfa í ofbeldismálum. „Við veitum þolendum ofbeldis, af öllum kynjum, aðstoð sem byggist á því að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni, allt sem við gerum gerum við á forsendum þeirra sem til okkar leita. Við leggjum mikla áherslu á að þjónustuþegar séu við stjórn en veitum ráðgjöf og stuðning eftir þörfum,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. Sinna öllum birtingarmyndum ofbeldis Í Bjarkarhlíð starfa tveir félagsráðgjafar og lögreglukona daglega og að auki koma í hverri viku ráðgjafar frá samstarfsaðilum þeirra, Stígamótum, Kvennaathvarfinu, Drekaslóð, Kvennaráðgjöfinni og Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Til Bjarkarhlíðar leita einstaklingar sem hafa upplifað ofbeldi, hvert á sinn hátt. Við sinnum öllum birtingarmyndum ofbeldis og leggjum áherslu á upplifun þeirra sem til okkar leita. Einstaklingar sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánum samböndum er sá hópur sem er stærstur hjá okkur. Þá er kynferðisofbeldi einnig stór hópur. Við erum að sinna öllum, sama hvernig fólk skilgreinir sig, og eins og ég segi þá mætum við þolendum þar sem þeir eru staddir hverju sinni.“ Á morgun, 2. mars, er komið eitt ár frá því að Bjarkarhlíð hóf starfsemi sína. Í tilefni af ársafmælinu er opið hús í Bjarkarhlíð á morgun frá klukkan 12 til klukkan 16. Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur ávarp, Stígamót býður upp á Sjúk ást fyrirlestur og svo verða einnig tónlistaratriði, léttar veitingar og allir eru velkomnir. Í Bjarkahlíð leita einstaklingar sem hafa upplifað ofbeldi.Vísir/StefánUmræðan hefur skilað sérHafdís segir að á þessu ári hafi verið algjör sprenging í nýjum málum. „Í janúar og febrúar voru ný mál 102 í heildina, sem er auðvitað mjög há tala.“ Hún er sannfærð um að umræðan sem hefur verið í gangi undanfarið ár sé að skila sér. „Fólk er að fá kjarkinn til að opna sig, segja frá og leita sér aðstoðar. Flestir sem til okkar leita heyra af okkur frá vinum eða fjölskyldumeðlimum þannig að Bjarkarhlíð virðist vera að komast inn á kortið sem úrræði sem fólk veit af ef það þarf á aðstoð að halda. Ég vona svo sannarlega að múrar hafi verið teknir niður í þeim byltingum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og að fólk sé að átta sig á því að það er engin skömm fólgin í því að leita sér hjálpar og horfast í augu við það ofbeldi sem það hefur verið beitt.“Valdeflandi að segja frá Í Bjarkahlíð finnur Hafdís fyrir mjög augljósri aukningu vegna #MeToo byltingarinnar. „Og það eru ansi margir sem hafa sagt okkur það að #MeToo hafi veitt þeim hugrekki og þor til að stíga fram og segja frá, og svo í kjölfarið að leita sér aðstoðar. Það er virkilega mikil valdefling fólgin í byltingum eins og #MeToo, þolendur sjá og finna að þeir eru ekki einir og að þau megi segja frá. Ég held að fólk sé farið að átta sig á því að það þarf virkilegt hugrekki og styrk til að opna sig og horfast í augu við ofbeldið, kannski þvert á það sem var sagt hér fyrir einhverjum árum síðan þegar ekki mátti tala um vandamálin því það þótti veikleikamerki. Það að horfast í augu við þetta, segja frá og vinna úr reynslunni er gríðarlega valdeflandi og má segja að þolendur geti með því tekið valdið til baka til sín.“ MeToo Tengdar fréttir Um 40 prósenta aukning tilkynntra kynferðisbrota milli ára Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. 15. desember 2017 20:04 Fleiri hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins vegna kynferðisofbeldis og sjálfsvígshugsana Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. 1. mars 2018 20:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Um 300 þolendur ofbeldis hafa leitað til Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg síðan miðstöðin var opnuð í mars. Mikið sótt í nóvember en síðasta vikan fyrir jól var róleg. "Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast.“ 27. desember 2017 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Yfir hundrað ný ofbeldismál hafa komið upp á borð Bjarkarhlíðar á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Hafdís Inga Hinriksdóttir sérfræðingur hjá Bjarkahlíð segir að #MeToo byltingin og umræðan í samfélaginu hafi gefið fleirum kjark til þess að stíga fram. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni níu aðila sem allir hafa mikla og langa reynslu af því að starfa í ofbeldismálum. „Við veitum þolendum ofbeldis, af öllum kynjum, aðstoð sem byggist á því að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni, allt sem við gerum gerum við á forsendum þeirra sem til okkar leita. Við leggjum mikla áherslu á að þjónustuþegar séu við stjórn en veitum ráðgjöf og stuðning eftir þörfum,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. Sinna öllum birtingarmyndum ofbeldis Í Bjarkarhlíð starfa tveir félagsráðgjafar og lögreglukona daglega og að auki koma í hverri viku ráðgjafar frá samstarfsaðilum þeirra, Stígamótum, Kvennaathvarfinu, Drekaslóð, Kvennaráðgjöfinni og Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Til Bjarkarhlíðar leita einstaklingar sem hafa upplifað ofbeldi, hvert á sinn hátt. Við sinnum öllum birtingarmyndum ofbeldis og leggjum áherslu á upplifun þeirra sem til okkar leita. Einstaklingar sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánum samböndum er sá hópur sem er stærstur hjá okkur. Þá er kynferðisofbeldi einnig stór hópur. Við erum að sinna öllum, sama hvernig fólk skilgreinir sig, og eins og ég segi þá mætum við þolendum þar sem þeir eru staddir hverju sinni.“ Á morgun, 2. mars, er komið eitt ár frá því að Bjarkarhlíð hóf starfsemi sína. Í tilefni af ársafmælinu er opið hús í Bjarkarhlíð á morgun frá klukkan 12 til klukkan 16. Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur ávarp, Stígamót býður upp á Sjúk ást fyrirlestur og svo verða einnig tónlistaratriði, léttar veitingar og allir eru velkomnir. Í Bjarkahlíð leita einstaklingar sem hafa upplifað ofbeldi.Vísir/StefánUmræðan hefur skilað sérHafdís segir að á þessu ári hafi verið algjör sprenging í nýjum málum. „Í janúar og febrúar voru ný mál 102 í heildina, sem er auðvitað mjög há tala.“ Hún er sannfærð um að umræðan sem hefur verið í gangi undanfarið ár sé að skila sér. „Fólk er að fá kjarkinn til að opna sig, segja frá og leita sér aðstoðar. Flestir sem til okkar leita heyra af okkur frá vinum eða fjölskyldumeðlimum þannig að Bjarkarhlíð virðist vera að komast inn á kortið sem úrræði sem fólk veit af ef það þarf á aðstoð að halda. Ég vona svo sannarlega að múrar hafi verið teknir niður í þeim byltingum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og að fólk sé að átta sig á því að það er engin skömm fólgin í því að leita sér hjálpar og horfast í augu við það ofbeldi sem það hefur verið beitt.“Valdeflandi að segja frá Í Bjarkahlíð finnur Hafdís fyrir mjög augljósri aukningu vegna #MeToo byltingarinnar. „Og það eru ansi margir sem hafa sagt okkur það að #MeToo hafi veitt þeim hugrekki og þor til að stíga fram og segja frá, og svo í kjölfarið að leita sér aðstoðar. Það er virkilega mikil valdefling fólgin í byltingum eins og #MeToo, þolendur sjá og finna að þeir eru ekki einir og að þau megi segja frá. Ég held að fólk sé farið að átta sig á því að það þarf virkilegt hugrekki og styrk til að opna sig og horfast í augu við ofbeldið, kannski þvert á það sem var sagt hér fyrir einhverjum árum síðan þegar ekki mátti tala um vandamálin því það þótti veikleikamerki. Það að horfast í augu við þetta, segja frá og vinna úr reynslunni er gríðarlega valdeflandi og má segja að þolendur geti með því tekið valdið til baka til sín.“
MeToo Tengdar fréttir Um 40 prósenta aukning tilkynntra kynferðisbrota milli ára Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. 15. desember 2017 20:04 Fleiri hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins vegna kynferðisofbeldis og sjálfsvígshugsana Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. 1. mars 2018 20:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Um 300 þolendur ofbeldis hafa leitað til Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg síðan miðstöðin var opnuð í mars. Mikið sótt í nóvember en síðasta vikan fyrir jól var róleg. "Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast.“ 27. desember 2017 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Um 40 prósenta aukning tilkynntra kynferðisbrota milli ára Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. 15. desember 2017 20:04
Fleiri hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins vegna kynferðisofbeldis og sjálfsvígshugsana Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. 1. mars 2018 20:00
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Um 300 þolendur ofbeldis hafa leitað til Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg síðan miðstöðin var opnuð í mars. Mikið sótt í nóvember en síðasta vikan fyrir jól var róleg. "Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast.“ 27. desember 2017 06:00