Ómerktu dóm vegna ökklabrots Vigdísar Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2018 15:41 Vigdís Grímsdóttir er 64 ára og margverðlaunaður rithöfundur. Héraðsdómur vegna ökklabrots rithöfundarins Vigdísar Grímsdóttur hefur verið ómerktur og vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju. Vigdís höfðaði mál gegn Mosfellsbakarí og Hermanni Bridde vegna slyss sem Vigdís varð fyrir í útibúi Mosfellsbakarís við Háaleitisbraut árið 2014. Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á Vigdísi með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði illa. Vigdís hafði betur í héraðsdómi en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar. Áður en málið var höfðað hafði Vigdís aflað minnisblaðs tveggja sérfræðinga hjá Eflu verkfræðistofu um aðstæður í inngangi bakarísins. Í dómi Hæstaréttar kom fram að Vigdís hefði ekki aflað matsgerðar samkvæmt lögum í þeim tilgangi að færa sönnur á staðhæfingar sínar um að umrædd hurðarpumpa hefði ekki virkað sem skyldi ellegar verið vanbúin með öðrum hætti. Hæstiréttur mat það svo að Vigdís hefði aflað umrædds minnisblaðs einhliða og án þess að Mosfellsbakarí og Hermann Bridde, eiganda þessa hluta fasteignarinnar, ættu þess kost að gæta hagsmuna sinna og koma sjónarmiðum sínum á framfæri við gerð þess. Var minnisblaðið ekki talið hafa þýðingu við úrlausn málsins og varð dómur ekki á því byggður. Þá kom fram að eins og málið lá þá fyrir héraðsdómi, og án þess að fram hefði farið fullnægjandi öflun sönnunargagna um ástand, virkni og mögulega hættueiginleika hurðarpumpunnar hefði héraðsdómara verið ókleift að fjalla um málsástæður sem uppi hefðu verið hafðar um þann þátt málsins á grundvelli almennrar þekkingar og menntunar eða lagakunnáttu. Hefði því verið þörf á sérkunnáttu og hefði héraðsdómara borið að kveðja til meðdómsmenn samkvæmt lögum. Þar sem það hefði ekki verið gert var héraðsdómur ómerktur og málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju. Tengdar fréttir Ökklabrotið í bakaríinu fer fyrir Hæstarétt Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir slasaðist alvarlega á leið sinni út úr Mosfellsbakarí árið 2014. 19. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Héraðsdómur vegna ökklabrots rithöfundarins Vigdísar Grímsdóttur hefur verið ómerktur og vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju. Vigdís höfðaði mál gegn Mosfellsbakarí og Hermanni Bridde vegna slyss sem Vigdís varð fyrir í útibúi Mosfellsbakarís við Háaleitisbraut árið 2014. Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á Vigdísi með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði illa. Vigdís hafði betur í héraðsdómi en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar. Áður en málið var höfðað hafði Vigdís aflað minnisblaðs tveggja sérfræðinga hjá Eflu verkfræðistofu um aðstæður í inngangi bakarísins. Í dómi Hæstaréttar kom fram að Vigdís hefði ekki aflað matsgerðar samkvæmt lögum í þeim tilgangi að færa sönnur á staðhæfingar sínar um að umrædd hurðarpumpa hefði ekki virkað sem skyldi ellegar verið vanbúin með öðrum hætti. Hæstiréttur mat það svo að Vigdís hefði aflað umrædds minnisblaðs einhliða og án þess að Mosfellsbakarí og Hermann Bridde, eiganda þessa hluta fasteignarinnar, ættu þess kost að gæta hagsmuna sinna og koma sjónarmiðum sínum á framfæri við gerð þess. Var minnisblaðið ekki talið hafa þýðingu við úrlausn málsins og varð dómur ekki á því byggður. Þá kom fram að eins og málið lá þá fyrir héraðsdómi, og án þess að fram hefði farið fullnægjandi öflun sönnunargagna um ástand, virkni og mögulega hættueiginleika hurðarpumpunnar hefði héraðsdómara verið ókleift að fjalla um málsástæður sem uppi hefðu verið hafðar um þann þátt málsins á grundvelli almennrar þekkingar og menntunar eða lagakunnáttu. Hefði því verið þörf á sérkunnáttu og hefði héraðsdómara borið að kveðja til meðdómsmenn samkvæmt lögum. Þar sem það hefði ekki verið gert var héraðsdómur ómerktur og málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju.
Tengdar fréttir Ökklabrotið í bakaríinu fer fyrir Hæstarétt Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir slasaðist alvarlega á leið sinni út úr Mosfellsbakarí árið 2014. 19. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ökklabrotið í bakaríinu fer fyrir Hæstarétt Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir slasaðist alvarlega á leið sinni út úr Mosfellsbakarí árið 2014. 19. febrúar 2018 13:00