Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík haldin í fimmta sinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. mars 2018 07:00 Börnunum leiðist ekki á Barnakvikmyndhátíð í Reykjavík. Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst þann 5. apríl næstkomandi og verður þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Eins og venjulega verður haldin glæsileg opnunarhátíð þar sem verður mikið um dýrðir – Villi vísindamaður og fleiri góðir gestir sjá um að halda uppi stuðinu þar. Opnunarmynd hátíðarinnar í þetta sinn er norska barnamyndin Doktor Proktor og tímabaðkarið. Myndin er byggð á barnabók eftir Jo Nesbø. Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir. Hátíðin verður þó ekki bara bíó – boðið verður upp á námskeið fyrir krakka, algjörlega ókeypis. Um er að ræða í fyrsta lagi námskeið í sketsaskrifum fyrir 13 til 15 ára krakka en það er Dóra Jóhannsdóttir leikkona, leikstjóri og handritshöfundur sem mun kenna. Þar verður farið yfir grundvallaratriði í sketsaskrifum auk þess að horfa á sketsa og fleira. Námskeiðið fer fram laugardaginn 7. apríl klukkan 13 í Bíói Paradís. Í öðru lagi er það leiklistarnámskeið kennt af Ólafi S. K. Þorvaldz, leikara og leiklistarkennara. Námskeiðið fer fram í Bíói Paradís laugardaginn 14. apríl klukkan 12. Á bæði námskeið þarf að skrá sig á netfanginu marta@bioparadis.is og er skráning hafin. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst þann 5. apríl næstkomandi og verður þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Eins og venjulega verður haldin glæsileg opnunarhátíð þar sem verður mikið um dýrðir – Villi vísindamaður og fleiri góðir gestir sjá um að halda uppi stuðinu þar. Opnunarmynd hátíðarinnar í þetta sinn er norska barnamyndin Doktor Proktor og tímabaðkarið. Myndin er byggð á barnabók eftir Jo Nesbø. Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir. Hátíðin verður þó ekki bara bíó – boðið verður upp á námskeið fyrir krakka, algjörlega ókeypis. Um er að ræða í fyrsta lagi námskeið í sketsaskrifum fyrir 13 til 15 ára krakka en það er Dóra Jóhannsdóttir leikkona, leikstjóri og handritshöfundur sem mun kenna. Þar verður farið yfir grundvallaratriði í sketsaskrifum auk þess að horfa á sketsa og fleira. Námskeiðið fer fram laugardaginn 7. apríl klukkan 13 í Bíói Paradís. Í öðru lagi er það leiklistarnámskeið kennt af Ólafi S. K. Þorvaldz, leikara og leiklistarkennara. Námskeiðið fer fram í Bíói Paradís laugardaginn 14. apríl klukkan 12. Á bæði námskeið þarf að skrá sig á netfanginu marta@bioparadis.is og er skráning hafin.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira