Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. mars 2018 07:15 Sergei Skripal í dómssal árið 2006 þegar hann var fangelsaður fyrir njósnir. Vísir/EPA Engin ástæða er til að efast um það mat breskra yfirvalda að Rússar hafi eitrað fyrir Sergei og Júlíu Skrípal með taugaeitri í Salisbury þann 4. mars síðastliðinn. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í gær. Sagði hann jafnframt að Bretar stæðu ekki einir í málinu heldur myndu ríki Atlantshafsbandalagsins fylkja sér að baki ríkisstjórn Theresu May. Sergei Skrípal var rússneskur gagnnjósnari fyrir Breta. Hann var fangelsaður í heimalandinu árið 2006 en fékk hæli í Bretlandi 2010 við njósnaraskipti og hefur búið þar síðan. „Það er mikilvægt að Rússar skilji hverju þeir tapa á því að haga sér á þann hátt sem þeir hafa gert,“ sagði Stoltenberg enn fremur og bætti við að Rússar hefðu með þessu ekki verið að haga sér á óábyrgan hátt í fyrsta skipti enda hafi Bandaríkjamenn ítrekað sakað Rússa um tölvuárásir og ólögleg afskipti af forsetakosningum ársins 2016. Eins og Stoltenberg sagði þá standa Bretar vissulega ekki einir í málinu. Bandaríkjamenn, Frakkar, Þjóðverjar, Ástralar og yfirvöld í Eystrasaltsríkjunum hafa fylkt sér að baki Breta, þrátt fyrir að Rússar hafi ítrekað neitað sök í málinu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, endurtók ásakanirnar í gær. Sagði hann yfirgnæfandi líkur á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefði fyrirskipað árásina. „Við höfum ekkert gegn Rússum. Þetta er engin Rússafælni. Deilan er bara á milli okkar og stjórnar Pútíns. Hún snýst um ákvörðun hans um að beita taugaeitri á götum Bretlands, á götum evrópskrar borgar í fyrsta skipti frá seinna stríði.“ Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi og þar með stjórnarandstöðunnar, er hins vegar ekki jafnviss. Í grein sem hann skrifaði í Guardian í gær varaði hann við því að draga ályktanir of fljótt, áður en nægileg sönnunargögn hefðu fundist. Fordæmdi hann árásina sjálfa og sagðist ekki útiloka að rússneska mafían hefði staðið að henni í stað yfirvalda. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki allir sammála formanni sínum. Þrjátíu þingmenn flokksins eru á meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu um að breska þingið lýsi því yfir að Rússar hafi borið fulla ábyrgð á árásinni. Rússar héldu áfram að neita því í gær að hafa staðið að árásinni. Sögðu Sergei Lavrov utanríkisráðherra og Dmítrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, jafnframt að von væri á tilkynningu um brottvísun breskra erindreka hvað úr hverju. „Fyrr eða síðar munu Bretar þurfa að sýna svokölluðum bandamönnum sínum sönnunargögnin í málinu. Fyrr eða síðar þurfa þeir að rökstyðja ásakanir sínar,“ sagði Peskov. Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af stuðningi við Breta og ítrekaði beiðni Rússa um sýni af eitrinu sem notað var í árásinni svo Rússar gætu rannsakað það sjálfir. Lögreglan í Wiltshire sagði í gær frá því að þeir einstaklingar, 131 að tölu, sem talið var að gætu hafa komist í tæri við eitrið hafi ekki sýnt nein einkenni eitrunar. Þá sagði sjúkrahúsið í Salisbury að 46 hafi leitað til læknis vegna áhyggja af eitrun en að engan hafi þurft að leggja inn. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Engin ástæða er til að efast um það mat breskra yfirvalda að Rússar hafi eitrað fyrir Sergei og Júlíu Skrípal með taugaeitri í Salisbury þann 4. mars síðastliðinn. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í gær. Sagði hann jafnframt að Bretar stæðu ekki einir í málinu heldur myndu ríki Atlantshafsbandalagsins fylkja sér að baki ríkisstjórn Theresu May. Sergei Skrípal var rússneskur gagnnjósnari fyrir Breta. Hann var fangelsaður í heimalandinu árið 2006 en fékk hæli í Bretlandi 2010 við njósnaraskipti og hefur búið þar síðan. „Það er mikilvægt að Rússar skilji hverju þeir tapa á því að haga sér á þann hátt sem þeir hafa gert,“ sagði Stoltenberg enn fremur og bætti við að Rússar hefðu með þessu ekki verið að haga sér á óábyrgan hátt í fyrsta skipti enda hafi Bandaríkjamenn ítrekað sakað Rússa um tölvuárásir og ólögleg afskipti af forsetakosningum ársins 2016. Eins og Stoltenberg sagði þá standa Bretar vissulega ekki einir í málinu. Bandaríkjamenn, Frakkar, Þjóðverjar, Ástralar og yfirvöld í Eystrasaltsríkjunum hafa fylkt sér að baki Breta, þrátt fyrir að Rússar hafi ítrekað neitað sök í málinu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, endurtók ásakanirnar í gær. Sagði hann yfirgnæfandi líkur á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefði fyrirskipað árásina. „Við höfum ekkert gegn Rússum. Þetta er engin Rússafælni. Deilan er bara á milli okkar og stjórnar Pútíns. Hún snýst um ákvörðun hans um að beita taugaeitri á götum Bretlands, á götum evrópskrar borgar í fyrsta skipti frá seinna stríði.“ Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi og þar með stjórnarandstöðunnar, er hins vegar ekki jafnviss. Í grein sem hann skrifaði í Guardian í gær varaði hann við því að draga ályktanir of fljótt, áður en nægileg sönnunargögn hefðu fundist. Fordæmdi hann árásina sjálfa og sagðist ekki útiloka að rússneska mafían hefði staðið að henni í stað yfirvalda. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki allir sammála formanni sínum. Þrjátíu þingmenn flokksins eru á meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu um að breska þingið lýsi því yfir að Rússar hafi borið fulla ábyrgð á árásinni. Rússar héldu áfram að neita því í gær að hafa staðið að árásinni. Sögðu Sergei Lavrov utanríkisráðherra og Dmítrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, jafnframt að von væri á tilkynningu um brottvísun breskra erindreka hvað úr hverju. „Fyrr eða síðar munu Bretar þurfa að sýna svokölluðum bandamönnum sínum sönnunargögnin í málinu. Fyrr eða síðar þurfa þeir að rökstyðja ásakanir sínar,“ sagði Peskov. Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af stuðningi við Breta og ítrekaði beiðni Rússa um sýni af eitrinu sem notað var í árásinni svo Rússar gætu rannsakað það sjálfir. Lögreglan í Wiltshire sagði í gær frá því að þeir einstaklingar, 131 að tölu, sem talið var að gætu hafa komist í tæri við eitrið hafi ekki sýnt nein einkenni eitrunar. Þá sagði sjúkrahúsið í Salisbury að 46 hafi leitað til læknis vegna áhyggja af eitrun en að engan hafi þurft að leggja inn.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30
Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09