Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 09:57 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, boðar áður óséð átök verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. vísir/anton brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann boðar jafnframt átök á vinnumarkaði sem ekki hafa sést áður. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint var frá því að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, hefði hækkað í launum á liðnu ári um sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Upplýsingarnar eru fengnar úr ársreikningi N1 þar sem kemur fram að laun og hlunnindi Eggerts Þórs hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna eða um 5,9 milljónum króna á mánuði. Árið áður, 2016, voru árslaun hans og hlunnindi 58,4 milljónir króna, eða sem nemur 4,8 milljónum króna á mánuði. Launahækkun hans á milli ára er því í heildina 12,1 milljón króna eða rúm milljón á mánuði. Vilhjálmur segir að þetta sýni að sjálftaka og græðgi stjórnenda íslenskra fyrirtækja haldi áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þá lætur hann þess getið að lífeyrissjóðir launafólks eigi upp undir helming í N1. „[...] það það er líka rétt að geta þess að það þarf 22 afgreiðslumenn á launatöxtum sem gilda fyrir afgreiðslufólk á bensínstöðvum til að ná mánðarlaunum forstjórans. Ég vil tala tæpitungulast við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, stjórnvalda og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna: þið skulið búa ykkur undir átök verkafólks sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn! Að gefnu tilefni bið ég alla um að skammast ekki í afgreiðslufólkinu hjá N1 því þau geta alls ekkert gert að þessu og þeim er líka misboðið yfir þessari skefjalausu græðgi forstjórans og lykilstjórenda eins og öðrum í þessu þjóðfélagi,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Kjaramál Tengdar fréttir Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30 Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann boðar jafnframt átök á vinnumarkaði sem ekki hafa sést áður. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint var frá því að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, hefði hækkað í launum á liðnu ári um sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Upplýsingarnar eru fengnar úr ársreikningi N1 þar sem kemur fram að laun og hlunnindi Eggerts Þórs hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna eða um 5,9 milljónum króna á mánuði. Árið áður, 2016, voru árslaun hans og hlunnindi 58,4 milljónir króna, eða sem nemur 4,8 milljónum króna á mánuði. Launahækkun hans á milli ára er því í heildina 12,1 milljón króna eða rúm milljón á mánuði. Vilhjálmur segir að þetta sýni að sjálftaka og græðgi stjórnenda íslenskra fyrirtækja haldi áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þá lætur hann þess getið að lífeyrissjóðir launafólks eigi upp undir helming í N1. „[...] það það er líka rétt að geta þess að það þarf 22 afgreiðslumenn á launatöxtum sem gilda fyrir afgreiðslufólk á bensínstöðvum til að ná mánðarlaunum forstjórans. Ég vil tala tæpitungulast við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, stjórnvalda og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna: þið skulið búa ykkur undir átök verkafólks sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn! Að gefnu tilefni bið ég alla um að skammast ekki í afgreiðslufólkinu hjá N1 því þau geta alls ekkert gert að þessu og þeim er líka misboðið yfir þessari skefjalausu græðgi forstjórans og lykilstjórenda eins og öðrum í þessu þjóðfélagi,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30 Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira
Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30
Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45
Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00