Annað hljóð í bandaríska strokknum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. mars 2018 06:28 Theresa May heimsótti Donald Trump í Hvíta húsið í upphafi síðasta árs. Hér má sjá þau með brjóstmynd af hinum breska Winston Churchill. Vísir/AFp Hvíta húsið segist styðja breska bandamenn sína heilshugar þegar kemur að brottvísun 23 rússneskra erindreka frá Bretlandi.Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, tilkynnti í gær að erindrekarnir yrðu sendir úr landi eftir að stjórnvöld í Moskvu neituðu að útskýra hvernig taugaeitur, sem sagt er að eingöngu sé framleitt í Rússlandi, var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Rússar hafa ekki hvikað í afstöðu sinni. Þeir komu ekki nálægt banatilræðinu, ekki frekar en 13 öðrum tilfellum þegar eitrað hefur verið fyrir einstaklingum, sem allir höfðu tengsl við Rússland, í Bretlandi.Sjá einnig: Mestu brottvísanir í áratugiBandaríkjamenn hafa til þessa ekki verið tilbúnir til að taka jafn djúpt í árinni þegar kemur að íhlutun Rússa í innanríkismálum annarra landa eins og bresk stjórnvöld gerðu í gær. Síðustu mánuði hefur ítrekað verið rætt og ritað um hugsanlega aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs. Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sannfærðar um íhlutun, rannsóknarnefnd repúblikana ekki. Hvað sem því líður virðist vera komið nýtt hljóð í bandaríska strokkinn. Talsmaður Hvíta hússins sakaði þannig Rússa um að grafa undan öryggi ríkja um víða veröld, eitthvað sem bandarísk stjórnvöld hafa verið treg við að tala um opinberlega. Fréttaskýrendur eru líka á einu máli um að eindreginn stuðningur Hvíta hússins við Theresu May í brottvísunarmálinu teljist til töluverðra tíðinda. Talsmaður Hvíta Hússins, Sarah Huckabee Sanders, sagði í samtali við blaðamenn í gær að Bandaríkin vildu tryggja að sambærilegar árásir myndu ekki eiga sér stað aftur. Brottvísun erindrekanna væru jafnframt bara viðbrögð Breta við árásinni. „Þessar nýjustu gjörðir Rússa falla inn í hegðunarmynstur þeirra þar sem gefa lítið fyrir alþjóðlegt lagaumhverfi, grafa undan sjálfstæði og öryggi ríkja heimsins ásamt því að draga úr tiltrú á lýðræðislegum ferlum og stofnunum á Vesturlöndum,“ sagði Sanders. Yfirlýsingar talsmannsins ríma við ummæli sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, sem sagði í gær að samband Breta og Bandaríkjamanna væri afar sérstakt. Þjóð hennar myndi ávallt standa þétt við bakið á sínum nánustu bandamönnum. Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Hvíta húsið segist styðja breska bandamenn sína heilshugar þegar kemur að brottvísun 23 rússneskra erindreka frá Bretlandi.Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, tilkynnti í gær að erindrekarnir yrðu sendir úr landi eftir að stjórnvöld í Moskvu neituðu að útskýra hvernig taugaeitur, sem sagt er að eingöngu sé framleitt í Rússlandi, var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Rússar hafa ekki hvikað í afstöðu sinni. Þeir komu ekki nálægt banatilræðinu, ekki frekar en 13 öðrum tilfellum þegar eitrað hefur verið fyrir einstaklingum, sem allir höfðu tengsl við Rússland, í Bretlandi.Sjá einnig: Mestu brottvísanir í áratugiBandaríkjamenn hafa til þessa ekki verið tilbúnir til að taka jafn djúpt í árinni þegar kemur að íhlutun Rússa í innanríkismálum annarra landa eins og bresk stjórnvöld gerðu í gær. Síðustu mánuði hefur ítrekað verið rætt og ritað um hugsanlega aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs. Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sannfærðar um íhlutun, rannsóknarnefnd repúblikana ekki. Hvað sem því líður virðist vera komið nýtt hljóð í bandaríska strokkinn. Talsmaður Hvíta hússins sakaði þannig Rússa um að grafa undan öryggi ríkja um víða veröld, eitthvað sem bandarísk stjórnvöld hafa verið treg við að tala um opinberlega. Fréttaskýrendur eru líka á einu máli um að eindreginn stuðningur Hvíta hússins við Theresu May í brottvísunarmálinu teljist til töluverðra tíðinda. Talsmaður Hvíta Hússins, Sarah Huckabee Sanders, sagði í samtali við blaðamenn í gær að Bandaríkin vildu tryggja að sambærilegar árásir myndu ekki eiga sér stað aftur. Brottvísun erindrekanna væru jafnframt bara viðbrögð Breta við árásinni. „Þessar nýjustu gjörðir Rússa falla inn í hegðunarmynstur þeirra þar sem gefa lítið fyrir alþjóðlegt lagaumhverfi, grafa undan sjálfstæði og öryggi ríkja heimsins ásamt því að draga úr tiltrú á lýðræðislegum ferlum og stofnunum á Vesturlöndum,“ sagði Sanders. Yfirlýsingar talsmannsins ríma við ummæli sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, sem sagði í gær að samband Breta og Bandaríkjamanna væri afar sérstakt. Þjóð hennar myndi ávallt standa þétt við bakið á sínum nánustu bandamönnum.
Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00