Mestu brottvísanir í áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Rannsakendur í Salisbury hafa klæðst hlífðarbúningum. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær breska þinginu að til stæði að vísa 23 rússneskum erindrekum, sem væru í raun útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, úr landi. Er það gert í tengslum við mál Sergeis Skripal og Yuliu dóttur hans sem enn liggja þungt haldin eftir að hafa komist í tæri við svokallað novichok-taugaeitur í Salisbury.* Brottvísanirnar eru þær umfangsmestu í rúma þrjá áratugi. 1985 vísuðu Bretar 31 sovéskum njósnara úr landi. Rússar segja ákvörðun May óásættanlega og óréttlætanlega. Skripal var njósnari fyrir Bretland og var dæmdur í fangelsi í Rússlandi 2006. Árið 2010 fékk hann hæli í Bretlandi eftir njósnaraskipti. Rússar fengu frest til miðnættis í fyrrinótt til að svara því hvernig eitrað hefði verið fyrir fyrrverandi njósnurum með efni sem er eingöngu framleitt í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði Rússa hafna afarkostum. Rússar hafi ekki átt þátt í tilræðinu. Til viðbótar munu Bretar ekki senda neina embættismenn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Öllum tvíhliða við- ræðum er aflýst, eignir rússneska ríkisins á Bretlandi hugsanlega frystar og aukið eftirlit verður með flugvélum og skipum frá Rússlandi. May var ómyrk í máli í gær. Sagði hún, nýkomin af fundi með forsprökkum leyniþjónustustofnana Breta, að ekki væri hægt að draga neina aðra ályktun en þá að Rússar væru sekir. Sorglegt væri að Pútín kysi að beita sér á þennan hátt. Þá sagði May forkastanlegt að Rússar beittu ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum. Undir það tók Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann sagði Breta myndu beita öðrum aðgerðum sem ekki væri hægt að segja frá opinberlega. Öryggisráð SÞ hefði þar að auki samþykkt að ráðast í niðurrif njósnanets Rússa á Bretlandi. Corbyn vakti ekki hrifningu ýmissa þingmanna er hann spurði hvernig ríkisstjórn May hefði brugðist við ósk Rússa um sýni af eitrinu. May sagðist hneyksluð á yfirlýsingu talsmanns Corbyns eftir þingfundinn um að formaðurinn tryði því ekki að tekist hefði að sanna sekt Rússa í málinu og að mögulegt væri að leyniþjónustustofnanir hefðu rangt fyrir sér. Bar Corbyn saman fullyrðingar Breta nú við fullyrðingar um meint gereyðingarvopn Saddams Hussein. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær breska þinginu að til stæði að vísa 23 rússneskum erindrekum, sem væru í raun útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, úr landi. Er það gert í tengslum við mál Sergeis Skripal og Yuliu dóttur hans sem enn liggja þungt haldin eftir að hafa komist í tæri við svokallað novichok-taugaeitur í Salisbury.* Brottvísanirnar eru þær umfangsmestu í rúma þrjá áratugi. 1985 vísuðu Bretar 31 sovéskum njósnara úr landi. Rússar segja ákvörðun May óásættanlega og óréttlætanlega. Skripal var njósnari fyrir Bretland og var dæmdur í fangelsi í Rússlandi 2006. Árið 2010 fékk hann hæli í Bretlandi eftir njósnaraskipti. Rússar fengu frest til miðnættis í fyrrinótt til að svara því hvernig eitrað hefði verið fyrir fyrrverandi njósnurum með efni sem er eingöngu framleitt í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði Rússa hafna afarkostum. Rússar hafi ekki átt þátt í tilræðinu. Til viðbótar munu Bretar ekki senda neina embættismenn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Öllum tvíhliða við- ræðum er aflýst, eignir rússneska ríkisins á Bretlandi hugsanlega frystar og aukið eftirlit verður með flugvélum og skipum frá Rússlandi. May var ómyrk í máli í gær. Sagði hún, nýkomin af fundi með forsprökkum leyniþjónustustofnana Breta, að ekki væri hægt að draga neina aðra ályktun en þá að Rússar væru sekir. Sorglegt væri að Pútín kysi að beita sér á þennan hátt. Þá sagði May forkastanlegt að Rússar beittu ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum. Undir það tók Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann sagði Breta myndu beita öðrum aðgerðum sem ekki væri hægt að segja frá opinberlega. Öryggisráð SÞ hefði þar að auki samþykkt að ráðast í niðurrif njósnanets Rússa á Bretlandi. Corbyn vakti ekki hrifningu ýmissa þingmanna er hann spurði hvernig ríkisstjórn May hefði brugðist við ósk Rússa um sýni af eitrinu. May sagðist hneyksluð á yfirlýsingu talsmanns Corbyns eftir þingfundinn um að formaðurinn tryði því ekki að tekist hefði að sanna sekt Rússa í málinu og að mögulegt væri að leyniþjónustustofnanir hefðu rangt fyrir sér. Bar Corbyn saman fullyrðingar Breta nú við fullyrðingar um meint gereyðingarvopn Saddams Hussein.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27