Ætlar að verða hinn íslenski Michael Bublé: Jafnvígur á söng og fiðluleik og á leið í Carnegie Hall Stefán Árni Pálsson skrifar 14. mars 2018 11:45 Pétur Úlfarsson mun í kvöld troða upp í einum af sölum Carnegie Hall. Hinn átján ára gamli Pétur Úlfarsson mun í kvöld troða upp í einum af sölum Carnegie Hall, tónlistarhússins í New York. Pétur bar sigur út býtum í alþjóðlegri tónlistarkeppni á dögunum en í verðlaun var að spila í einu frægasta tónlistarhúsi heimsins. Það sem er sérstakt við Pétur, fyrir utan að vera afar fær tónlistarmaður, er að hann er jafnvígur á fiðluleik og söng „Ég hef verið í tónlistarnámi frá því að ég var þriggja ára og byrjaði á fiðlu. Ég fór síðan í drengjakór þegar ég var átta ára og þá hófst söngnám mitt,“ segir Pétur í Bítinu á Bylgjunni en viðtalið var tekið á mánudagsmorgun. Hann þakkar móður sinni fyrir að hafa sett sig í kennslu og í raun búið til þennan áhuga. Hann lærði í Suzuki-tónlistarskólanum en að neðan má sjá frammistöðu frá honum frá árinu 2010.Söngurinn hafi bæst við þegar hann byrjaði í drengjakór en hann hefur nú verið í klassísku söngnámi í níu ár. Kappinn tók þátt í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni fyrir tæpum þremur árum og hefur tekið þátt í þeim nokkrum síðan og unnið til verðlauna. Í framhaldi af góðum árangri hefur honum verið boðið að keppa í fleiri alþjóðlegum keppnum, meðal annars þeirri sem hann vann nú og fær fyrir vikið performansinn í kvöld í Carnegie Hall í kvöld. Að neðan má sjá Pétur flytja Du bist die Ruh við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar.Pétur hyggur á framhaldsnám í Bandaríkjunum í haust og hefur verið í prufum í skólum vestanhafs eftir áramótin. Hann er að velta möguleikunum fyrir sér en honum standa nú þegar tveir skólar til boða. „Ég er búinn að vera í prufuferlinu í Bandaríkjunum og stefni á að fara út söngnám í haust.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Pétur. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hinn átján ára gamli Pétur Úlfarsson mun í kvöld troða upp í einum af sölum Carnegie Hall, tónlistarhússins í New York. Pétur bar sigur út býtum í alþjóðlegri tónlistarkeppni á dögunum en í verðlaun var að spila í einu frægasta tónlistarhúsi heimsins. Það sem er sérstakt við Pétur, fyrir utan að vera afar fær tónlistarmaður, er að hann er jafnvígur á fiðluleik og söng „Ég hef verið í tónlistarnámi frá því að ég var þriggja ára og byrjaði á fiðlu. Ég fór síðan í drengjakór þegar ég var átta ára og þá hófst söngnám mitt,“ segir Pétur í Bítinu á Bylgjunni en viðtalið var tekið á mánudagsmorgun. Hann þakkar móður sinni fyrir að hafa sett sig í kennslu og í raun búið til þennan áhuga. Hann lærði í Suzuki-tónlistarskólanum en að neðan má sjá frammistöðu frá honum frá árinu 2010.Söngurinn hafi bæst við þegar hann byrjaði í drengjakór en hann hefur nú verið í klassísku söngnámi í níu ár. Kappinn tók þátt í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni fyrir tæpum þremur árum og hefur tekið þátt í þeim nokkrum síðan og unnið til verðlauna. Í framhaldi af góðum árangri hefur honum verið boðið að keppa í fleiri alþjóðlegum keppnum, meðal annars þeirri sem hann vann nú og fær fyrir vikið performansinn í kvöld í Carnegie Hall í kvöld. Að neðan má sjá Pétur flytja Du bist die Ruh við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar.Pétur hyggur á framhaldsnám í Bandaríkjunum í haust og hefur verið í prufum í skólum vestanhafs eftir áramótin. Hann er að velta möguleikunum fyrir sér en honum standa nú þegar tveir skólar til boða. „Ég er búinn að vera í prufuferlinu í Bandaríkjunum og stefni á að fara út söngnám í haust.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Pétur.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira