Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 07:26 Rex Tillerson í ræðupúlti utanríkisráðuneytisins. Skjáskot Fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna varaði við „uggvænlegri hegðun og gjörðum,“ Rússa í kveðjuræðu sinni í gær. Fregnir af því að Bandaríkjaforseti hafi rekið Rex Tillerson komu eins og þruma úr heiðskýru lofti í gær en þeim hafði áður sinnast á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir það kom nokkuð á óvart að Tillerson hafi hvorki þakkað Donald Trump né hrósaði stefnumálum hans í ræðu sinni í gær. Slíkt er yfirleitt venjan í sambærilegum ræðum, þrátt fyrir að slettist upp á vinskapinn. Í ræðu sinni í utanríkisráðuneytinu í gær reifði Tillerson margt af því sem hann telur hafa vel tekist í ráðherratíð sinni. Í því samhengi má nefna bætt samskipti við Kína og jákvæðar vendingar síðustu daga í kjarnorkumálum Norður-Kóreu. Hann bætti þó við: „Mikið verk á eftir að vinna þegar kemur að viðbrögðum við uggvænlegri hegðun og gjörðum rússneskra stjórnvalda.“Sjá einnig: Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrannHann segir að Rússar verði að gera það upp við sig hvort gjörðir þeirra, sem hann tilgreindi þó ekki sérstaklega, væru til þess fallnar að bæta hag rússnesku þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. „Að halda áfram á sömu braut mun líklega leiða til frekari einangrunar Rússlands sem gagnast ekki neinum.“ Óhætt er þó að ætla að þar hafi hann verið að vísa til íhlutunar Rússa í kosningum, jafnt í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Enn er margt á huldu varðandi brottrekstur Tillerson en Trump segir sjálfur að hann hafi viljað fríska upp á utanríkisþjónustuna fyrir komandi átök. Þeirra stærst eru komandi viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu, viðræður sem Tillerson er talinn hafa verið andvígur. Sögusagnirnar eru þó margar og þeirra bitastæðust lýtur einmitt að fyrrnefndum Rússum. Tillerson var sá eini í starfsliði Trumps sem sagði að Rússar bæru ábyrgð á dauða rússnesks gagnnjósnara í Bretlandi á dögunum.Sú yfirlýsinga er sögð hafa lagst illa í Trump en starfslið hans hefur mátt búa við stanslausar ásakanir um samráð við Rússa í forsetakosningunum, sem svo leiddu til sigurs Trump í nóvember 2016.Brot úr ræðu Tillerson í gær má sjá hér að ofan. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna varaði við „uggvænlegri hegðun og gjörðum,“ Rússa í kveðjuræðu sinni í gær. Fregnir af því að Bandaríkjaforseti hafi rekið Rex Tillerson komu eins og þruma úr heiðskýru lofti í gær en þeim hafði áður sinnast á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir það kom nokkuð á óvart að Tillerson hafi hvorki þakkað Donald Trump né hrósaði stefnumálum hans í ræðu sinni í gær. Slíkt er yfirleitt venjan í sambærilegum ræðum, þrátt fyrir að slettist upp á vinskapinn. Í ræðu sinni í utanríkisráðuneytinu í gær reifði Tillerson margt af því sem hann telur hafa vel tekist í ráðherratíð sinni. Í því samhengi má nefna bætt samskipti við Kína og jákvæðar vendingar síðustu daga í kjarnorkumálum Norður-Kóreu. Hann bætti þó við: „Mikið verk á eftir að vinna þegar kemur að viðbrögðum við uggvænlegri hegðun og gjörðum rússneskra stjórnvalda.“Sjá einnig: Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrannHann segir að Rússar verði að gera það upp við sig hvort gjörðir þeirra, sem hann tilgreindi þó ekki sérstaklega, væru til þess fallnar að bæta hag rússnesku þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. „Að halda áfram á sömu braut mun líklega leiða til frekari einangrunar Rússlands sem gagnast ekki neinum.“ Óhætt er þó að ætla að þar hafi hann verið að vísa til íhlutunar Rússa í kosningum, jafnt í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Enn er margt á huldu varðandi brottrekstur Tillerson en Trump segir sjálfur að hann hafi viljað fríska upp á utanríkisþjónustuna fyrir komandi átök. Þeirra stærst eru komandi viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu, viðræður sem Tillerson er talinn hafa verið andvígur. Sögusagnirnar eru þó margar og þeirra bitastæðust lýtur einmitt að fyrrnefndum Rússum. Tillerson var sá eini í starfsliði Trumps sem sagði að Rússar bæru ábyrgð á dauða rússnesks gagnnjósnara í Bretlandi á dögunum.Sú yfirlýsinga er sögð hafa lagst illa í Trump en starfslið hans hefur mátt búa við stanslausar ásakanir um samráð við Rússa í forsetakosningunum, sem svo leiddu til sigurs Trump í nóvember 2016.Brot úr ræðu Tillerson í gær má sjá hér að ofan.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00
Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50