Allt í járnum í Pennsylvaníu Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 06:32 Kjósendur á leið á kjörstað í Pennsylvaníu. Vísir/EPA Það gæti vart verið mjórra á munum í Pennsylvaníu þar sem Demókratar og Repúblikanar hafa tekist á í sérstökum kosningum um laust sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þegar búið er að telja öll kjörfundaratkvæðin virðist Demókratinn Conor Lamb hafa hlotið um 49,8% atkvæða. Repúblikaninn Rick Saccone fylgir þó fast á hæla hans með 49,6%. Einungis nokkur hundruð atkvæðum munar á frambjóðendunum þegar talning á utankjörfundaratkvæðum er að hefjast. Frjálshyggjumaðurinn Drew Miller hlaut rúmlega 1300 atkvæði í nótt og gætu þau hafa ráðið úrslitum. Þrátt fyrir að lokaniðurstaðan sé ekki enn komin í hús fagnaði Lamb sigri í gærkvöldi. „Þetta tók aðeins lengri tíma en við bjuggumst við en okkur tókst það. Ykkur tókst það,“ sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í nótt. Saccone hefur þó ekki lagt árar í bát og segist ætla að bíða eftir lokatölum. Mikil spenna ríkti fyrir þessum tilteknu kosningum en þær voru sagðar geta gefið forsmekkinn fyrir þingkosningarnar sem fram fara í landinu í haust. Kosningarnar í Pennsylvaníu, nánar tiltekið í 18. kjördæmi ríkisins, fóru hins vegar fram í gær vegna þess að þingmaðurinn kjördæmisins, Tim Murphy, sagði af sér í október síðastliðnum. Kjördæmið hefur lengi verið vígi Repúblikana og yrði það því töluvert áfall fyrir flokkinn, og ekki síst forsetann Donald Trump, fari það svo að Lamb standi uppi sem sigurvegari. Trump flaug persónulega tvisvar til Pennsylvaníu til tala máli Repúblikanans Soccone og hefur flokkurinn varið milljónum dala í að verja þingsætið. Þá hefur varaforsetinn og fjölskylda hans jafnframt sótt kjördæmið heim. Fari svo að Demókratar sigri mun það gefa þeim töluverðan vind í seglinn fyrir átökin í nóvember. Bandaríkin Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Það gæti vart verið mjórra á munum í Pennsylvaníu þar sem Demókratar og Repúblikanar hafa tekist á í sérstökum kosningum um laust sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þegar búið er að telja öll kjörfundaratkvæðin virðist Demókratinn Conor Lamb hafa hlotið um 49,8% atkvæða. Repúblikaninn Rick Saccone fylgir þó fast á hæla hans með 49,6%. Einungis nokkur hundruð atkvæðum munar á frambjóðendunum þegar talning á utankjörfundaratkvæðum er að hefjast. Frjálshyggjumaðurinn Drew Miller hlaut rúmlega 1300 atkvæði í nótt og gætu þau hafa ráðið úrslitum. Þrátt fyrir að lokaniðurstaðan sé ekki enn komin í hús fagnaði Lamb sigri í gærkvöldi. „Þetta tók aðeins lengri tíma en við bjuggumst við en okkur tókst það. Ykkur tókst það,“ sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í nótt. Saccone hefur þó ekki lagt árar í bát og segist ætla að bíða eftir lokatölum. Mikil spenna ríkti fyrir þessum tilteknu kosningum en þær voru sagðar geta gefið forsmekkinn fyrir þingkosningarnar sem fram fara í landinu í haust. Kosningarnar í Pennsylvaníu, nánar tiltekið í 18. kjördæmi ríkisins, fóru hins vegar fram í gær vegna þess að þingmaðurinn kjördæmisins, Tim Murphy, sagði af sér í október síðastliðnum. Kjördæmið hefur lengi verið vígi Repúblikana og yrði það því töluvert áfall fyrir flokkinn, og ekki síst forsetann Donald Trump, fari það svo að Lamb standi uppi sem sigurvegari. Trump flaug persónulega tvisvar til Pennsylvaníu til tala máli Repúblikanans Soccone og hefur flokkurinn varið milljónum dala í að verja þingsætið. Þá hefur varaforsetinn og fjölskylda hans jafnframt sótt kjördæmið heim. Fari svo að Demókratar sigri mun það gefa þeim töluverðan vind í seglinn fyrir átökin í nóvember.
Bandaríkin Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira