„Horfið á hvernig verið er að fara með þessa konu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2018 08:06 Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Rannveig Rist voru meðal þeirra sem deildu reynslu sinni á degi Ungra Athafnakvenna. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Íslendingar eigi að fylkja sér að baki Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs. Tilefnið eru fréttir af því að Katrín hafi verið felld í stjórnarkjöri Icelandair fyrir helgi, en hún hafði setið í stjórn félagsins frá árinu 2009. Hópur hluthafa er sagður hafa verið ósáttur við þá ákvörðun Katrínar að selja hlut sinn í Icelandair Group árið 2016 og því hafi hún ekki hlotið endurkjör. Steinunn Valdís tók þátt í umræðum á vegum Ungra athafnakvenna sem fram fóru í Hörpu á laugardag. Í máli sínu tæpti hún á fyrrnefndu stjórnarkjöri sem hún sagði vera „æpandi dæmi“ um misréttið sem hún segir þrífast í íslensku viðskiptalífi. „Það var enginn að tala um það karlar hefðu selt hlutabréf á svipuðum tíma, forstjórar Haga eða hverjir sem það eru þarna úti. Hún bara lá vel við höggi,“ segir Steinunn Valdís.„Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur?“ Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF, tók í sama streng á bloggsíðu sinni í gær þar sem hún útlistaði sölur karlkyns stjórnenda á hlutabréfum á síðustu árum. Dæmin sem Margrét tekur eru: 2015: Stjórnarformaður Nýherja selur hlutabréf fyrir 130 milljónir 2016: Stjórnarmaður í Marel selur fyrir 124 milljónir 2016: Helstu stjórnendur Haga selja fyrir hundruð millljóna 2017: Helstu stjórnendur og stjórnarmenn N1 selja fyrir hundruð milljóna 2017: Stjórnarformaður TM selur fyrir 172 milljónir „Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur fyrir 9 milljónir sem er örhlutur í samanburði við upphæð strákanna?“ spurði Margrét og bætti við að „áhugavert [verði] að fylgjast með hvort að sala strákanna muni hafa áhrif á stöðu þeirra.“Katrín Olga hafi ógnað Steinunn Valdís telur að Katrín hljóti þessa meðferð ekki síst vegna þess að „hún er að ógna. Hún er komin í gegnum glerþakið,“ eins og Steinunn orðaði það. Katrín hafi til að mynda talað fyrir því að konur í viðskiptalífinu stigi fram undir merkjum #MeToo og greini frá því ofbeldi og þeirri áreitni sem þær hafi orðið fyrir, líkt og aðrar stéttir hafa gert. „Og horfið á hvernig verið er að fara með þessa konu, þessa dagana. Við eigum að mótmæla þessu. Við eigum að standa með þessari konu. Hún er örugglega í sárum einhvers staðar heima hjá sér og það er enginn að sinna henni,“ sagði Steinunn og uppskar lófatak fyrir vikið. Ummæli Steinunnar má sjá í spilaranum hér að neðan þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Tengdar fréttir Tvö ný kosin í stjórnina Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn Icelandair Group. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Íslendingar eigi að fylkja sér að baki Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs. Tilefnið eru fréttir af því að Katrín hafi verið felld í stjórnarkjöri Icelandair fyrir helgi, en hún hafði setið í stjórn félagsins frá árinu 2009. Hópur hluthafa er sagður hafa verið ósáttur við þá ákvörðun Katrínar að selja hlut sinn í Icelandair Group árið 2016 og því hafi hún ekki hlotið endurkjör. Steinunn Valdís tók þátt í umræðum á vegum Ungra athafnakvenna sem fram fóru í Hörpu á laugardag. Í máli sínu tæpti hún á fyrrnefndu stjórnarkjöri sem hún sagði vera „æpandi dæmi“ um misréttið sem hún segir þrífast í íslensku viðskiptalífi. „Það var enginn að tala um það karlar hefðu selt hlutabréf á svipuðum tíma, forstjórar Haga eða hverjir sem það eru þarna úti. Hún bara lá vel við höggi,“ segir Steinunn Valdís.„Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur?“ Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF, tók í sama streng á bloggsíðu sinni í gær þar sem hún útlistaði sölur karlkyns stjórnenda á hlutabréfum á síðustu árum. Dæmin sem Margrét tekur eru: 2015: Stjórnarformaður Nýherja selur hlutabréf fyrir 130 milljónir 2016: Stjórnarmaður í Marel selur fyrir 124 milljónir 2016: Helstu stjórnendur Haga selja fyrir hundruð millljóna 2017: Helstu stjórnendur og stjórnarmenn N1 selja fyrir hundruð milljóna 2017: Stjórnarformaður TM selur fyrir 172 milljónir „Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur fyrir 9 milljónir sem er örhlutur í samanburði við upphæð strákanna?“ spurði Margrét og bætti við að „áhugavert [verði] að fylgjast með hvort að sala strákanna muni hafa áhrif á stöðu þeirra.“Katrín Olga hafi ógnað Steinunn Valdís telur að Katrín hljóti þessa meðferð ekki síst vegna þess að „hún er að ógna. Hún er komin í gegnum glerþakið,“ eins og Steinunn orðaði það. Katrín hafi til að mynda talað fyrir því að konur í viðskiptalífinu stigi fram undir merkjum #MeToo og greini frá því ofbeldi og þeirri áreitni sem þær hafi orðið fyrir, líkt og aðrar stéttir hafa gert. „Og horfið á hvernig verið er að fara með þessa konu, þessa dagana. Við eigum að mótmæla þessu. Við eigum að standa með þessari konu. Hún er örugglega í sárum einhvers staðar heima hjá sér og það er enginn að sinna henni,“ sagði Steinunn og uppskar lófatak fyrir vikið. Ummæli Steinunnar má sjá í spilaranum hér að neðan þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Tengdar fréttir Tvö ný kosin í stjórnina Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn Icelandair Group. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Tvö ný kosin í stjórnina Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn Icelandair Group. 9. mars 2018 07:00