Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2018 19:00 Tæplega tvö hundruð og fimmtíu erlendir ferðamenn slösuðust eða létu lífið í umferðinni hér á landi á síðasta ári og er það meira en tvöföldun frá árinu tvö þúsund og ellefu. Alvarlegum slysum þar sem bílar aka framan á hvorn annan fer fjölgandi. Ökumenn og farþegi í bílnum sem rákust saman á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli skammt austan Kirkjubæjarklausturs í gær, eru allir á gjörgæsludeild Landspítalans. Áreksturinn var mjög harður en talið er að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á öfugan vegarhelming. Um er að ræða erlenda ferðamenn frá Bandaríkjunum og Taívan og eru meiðsli þeirra mikil. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er það til rannsóknar hvað olli því að annar bíllinn fór yfir á öfugan vegar helming og að ekkert liggi fyrir hvers vegna það gerðist. Ekki eru liðnir nema fjórir dagar síðan tveir erlendir ferðamenn létust í árekstri við flutningabifreið á Lyngdalsheiði. Talið er að aðdragandinn hafi verið sá sami og í slysinu í gær. Bæði þá og í gær urðu slysin við góðar aðstæður. Bjart og þurrt í veðri. Erlendir ferðamenn sem slasast hafa í umferðinni hér á landi hafa nær þrefaldast frá árinu 2003. Það ár slösuðust áttatíu og átta ferðamenn og þrír létust. Fæstir slösuðust árið 2008 eða fjörutíu og sex. Gríðarlegt stökk varð árið 2001 þegar hundrað og tíu erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni samanborið við áttatíu og þrjá árið áður. Á síðasta ári slösuðust tvö hundruð þrjátíu og fjórir erlendir ferðamenn og fimm létu lífið. Árið 2014 létust fjórir í umferðinni og er það sögulega lágt hlutfall sé horft aftur til ársins 1992. Árið 2006 létust hins vegar flestir eða þrjátíu og einn og árið 2000 þrjátíu og tveir.Á síðasta ári létust sextán í umferðinni á Íslandi og þar sem af er þessu ári hafa fimm látist í umferðarslysum. Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Þrír erlendir ferðamenn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Í öðrum bílnum var Tævani sem var einn á ferð, fæddur 1983. Í hinum bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, annar fæddur 1986 og hinn fæddur árið 1991. 12. mars 2018 10:36 Umferðaröryggi er forgangsmál Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. 13. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Tæplega tvö hundruð og fimmtíu erlendir ferðamenn slösuðust eða létu lífið í umferðinni hér á landi á síðasta ári og er það meira en tvöföldun frá árinu tvö þúsund og ellefu. Alvarlegum slysum þar sem bílar aka framan á hvorn annan fer fjölgandi. Ökumenn og farþegi í bílnum sem rákust saman á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli skammt austan Kirkjubæjarklausturs í gær, eru allir á gjörgæsludeild Landspítalans. Áreksturinn var mjög harður en talið er að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á öfugan vegarhelming. Um er að ræða erlenda ferðamenn frá Bandaríkjunum og Taívan og eru meiðsli þeirra mikil. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er það til rannsóknar hvað olli því að annar bíllinn fór yfir á öfugan vegar helming og að ekkert liggi fyrir hvers vegna það gerðist. Ekki eru liðnir nema fjórir dagar síðan tveir erlendir ferðamenn létust í árekstri við flutningabifreið á Lyngdalsheiði. Talið er að aðdragandinn hafi verið sá sami og í slysinu í gær. Bæði þá og í gær urðu slysin við góðar aðstæður. Bjart og þurrt í veðri. Erlendir ferðamenn sem slasast hafa í umferðinni hér á landi hafa nær þrefaldast frá árinu 2003. Það ár slösuðust áttatíu og átta ferðamenn og þrír létust. Fæstir slösuðust árið 2008 eða fjörutíu og sex. Gríðarlegt stökk varð árið 2001 þegar hundrað og tíu erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni samanborið við áttatíu og þrjá árið áður. Á síðasta ári slösuðust tvö hundruð þrjátíu og fjórir erlendir ferðamenn og fimm létu lífið. Árið 2014 létust fjórir í umferðinni og er það sögulega lágt hlutfall sé horft aftur til ársins 1992. Árið 2006 létust hins vegar flestir eða þrjátíu og einn og árið 2000 þrjátíu og tveir.Á síðasta ári létust sextán í umferðinni á Íslandi og þar sem af er þessu ári hafa fimm látist í umferðarslysum.
Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Þrír erlendir ferðamenn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Í öðrum bílnum var Tævani sem var einn á ferð, fæddur 1983. Í hinum bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, annar fæddur 1986 og hinn fæddur árið 1991. 12. mars 2018 10:36 Umferðaröryggi er forgangsmál Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. 13. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57
Þrír erlendir ferðamenn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Í öðrum bílnum var Tævani sem var einn á ferð, fæddur 1983. Í hinum bílnum voru tveir Bandaríkjamenn, annar fæddur 1986 og hinn fæddur árið 1991. 12. mars 2018 10:36
Umferðaröryggi er forgangsmál Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. 13. febrúar 2018 07:00