Lausir dagar í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 12. mars 2018 14:05 Stórlax úr Stóru Laxá Mynd: Árni Baldursson Vissulega eru margar ár afskaplega fallegar á Íslandi en flestir veiðimenn sem hafa einu sinni eða oftar bleytt færi í Stóru Laxá segja hana þá fallegustu sem hægt er að veiða. Stóra Laxá á sinn áhangendahóp sem er býsna fjölmennur og í þeim hóp eru veiðimenn sem hafa veitt ánna í áratugi. Hún er nefnilega ansi mögnuð en hún er líka, eins og þeir sem þekkja hana vita, ótrúlega dyndótt og getur átt afbragðs veiðiár og mjög léleg þess á milli og oft er stutt á milli þeirra. Hún er vel þekkt fyrir oft á tíðum ævintýralega haustveiði þegar meðalþyngdin á veiðinni slagar í 10-12 pund og hollin oft með 100 laxa á fjórar stangir. Þetta á þó eingöngu um veiðina á svæði I-II, þ.e.a.s. magntölurnar en stærðartölurnar eiga við um alla ánna. Það hefur oft verið meira sótt í hana en nú að virðist og þess vegna er tækifæri fyrir þá sem eiga eftir að prófa þessa mögnuðu á að kíkja á lausa daga á síðunni hjá Lax-Á. Á vefsíðu þeirra má sjá að níu holl eða hluti holla er laus á svæði I-II og meira á svæðum III og IV. Efsta svæðið IV er líklega ein mesta ákskorun sem hægt er að takast við í veiði með gljúfrum og hröðum, djúpum breiðum en nátturufegurðin er líka alveg einstök á því svæði. Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Vissulega eru margar ár afskaplega fallegar á Íslandi en flestir veiðimenn sem hafa einu sinni eða oftar bleytt færi í Stóru Laxá segja hana þá fallegustu sem hægt er að veiða. Stóra Laxá á sinn áhangendahóp sem er býsna fjölmennur og í þeim hóp eru veiðimenn sem hafa veitt ánna í áratugi. Hún er nefnilega ansi mögnuð en hún er líka, eins og þeir sem þekkja hana vita, ótrúlega dyndótt og getur átt afbragðs veiðiár og mjög léleg þess á milli og oft er stutt á milli þeirra. Hún er vel þekkt fyrir oft á tíðum ævintýralega haustveiði þegar meðalþyngdin á veiðinni slagar í 10-12 pund og hollin oft með 100 laxa á fjórar stangir. Þetta á þó eingöngu um veiðina á svæði I-II, þ.e.a.s. magntölurnar en stærðartölurnar eiga við um alla ánna. Það hefur oft verið meira sótt í hana en nú að virðist og þess vegna er tækifæri fyrir þá sem eiga eftir að prófa þessa mögnuðu á að kíkja á lausa daga á síðunni hjá Lax-Á. Á vefsíðu þeirra má sjá að níu holl eða hluti holla er laus á svæði I-II og meira á svæðum III og IV. Efsta svæðið IV er líklega ein mesta ákskorun sem hægt er að takast við í veiði með gljúfrum og hröðum, djúpum breiðum en nátturufegurðin er líka alveg einstök á því svæði.
Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði