„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2018 12:09 Séra Davíð Þór var úthrópaður í útvarpinu á morgun og þess krafist að biskup grípi í taumana. Á útvarpsstöðinni er verið að setja upp skoðanakönnun þar sem spurt er hvort reka eigi Séra Davíð Þór frá prestssembætti. Forsvarsmenn Útvarps Sögu eru ævareiðir vegna kviðlinga séra Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju, þeim er Vísir sagði af fyrir helgi. Á þeim bænum er sett fram skýlaus krafa þess að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi, láti sig málið varða. Óheyrilegum fúkyrðaflaumi er nú sturtað yfir prestinn á öldum ljósvakans af hálfu Péturs Gunnlaugssonar, helstu stjörnu og sambýlismanns Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. En, einn bragur Séra Davíðs, sem saminn er fyrir austfirsku pönksveitina Austurvígstöðvarnar, fjallar einmitt um hana og með heldur skelmislegum hætti. Það hefur lagst afar illa í þau á Útvarp Sögu, svo ekki sé meira sagt. Nú er verið að setja upp skoðanakönnun þar sem hlustendur útvarpsstöðvarinnar eru spurðir: Á að reka Séra Davíð Þór Jónsson úr prestsembætti?Ólafur Ísleifsson vill að biskup verði krafinn svara Pétur Gunnlaugsson, helsta aðalrödd stöðvarinnar, ræddi við Ólaf Ísleifsson þingmann Flokks fólksins í síðdegisþætti sínum á föstudag. Pétur sagði þá þetta níðvísur hinar verstu og Ólafur setti fram þá afgerandi skoðun að biskup verði krafinn svara af fjölmiðlum, krafinn svara við hverju? Jú, hvers vegna hann láti það líðast að þessi „klámprestur" fái að þjóna fyrir altari.“ Þeir Ólafur og Pétur telja einsýnt að helsta ástæða þess að fólk sé að hverfa úr þjóðkirkjunni vegna þess að „svona menn“ fá að ganga lausir innan vébanda kirkjunnar. Þetta er ekki einhver venjulegur siðlaus bloggari, segir Pétur. „Þetta er miklu meira en það,“ segir þá Ólafur Ísleifsson.Agnes biskup yfir Íslandi. Þau á Útvarpi Sögu krefjast þess að hún geri eitthvað vegna kviðlinga klerks síns.„Þetta er vígður þjónn íslensku þjóðkirkjunnar sem leyfir sér að bera á borð róg og illmælgi. Ég kann ekki að meta svona, ég ætla nú bara að leyfa mér að segja það.“Pétur lætur fúkyrðaflauminn ganga yfir Davíð Þór Í símatíma á Útvarpi Sögu nú í morgun, í allan morgun, mátti hlustendum ljóst vera að Pétri var hvergi nærri runnin reiðin nema síður sé. Og tóku flestir innhringendur í sama streng. „Þetta er prestur í þjóðkirkjunni! Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans? Hvað segir biskupinn?“ spurði Pétur ítrekað.Skoðanakönnunin er komin upp en ljóst er hver skoðun þeirra sem eiga og reka Útvarp Sögu er á þessu álitaefni.Pétur sagði, í samtali við innhringendur um að ræða „klámprest“ sem hataðist við allt og alla. Og ótækt sé að „kirkjan telji að hatursstefna sé það leiðarljós sem eigi að starfa samkvæmt. Kærleiksboðskapur númer eitt tvö og þrjú en það er sannarlega öðru vísi. Fáir einstaklingar á Íslandi eru jafn ógeðfelldir og þessi maður.“Sýra Davíð Þór Pétur segir Davíð starfa í skjóli biskups en kirkjan hafi lengi vitað hvernig þessi maður hefur hagað sér og er. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort fólk teldi það virkilega ekki áhættusamt að senda börn sín í barnastarf hjá þessum manni, en Pétur hamrar á því að Davíð Þór hafi eitt sinn verið ritstjóri „klámrits sem sem er Bleikt og blátt og það er hlekkur yfir á barnaklám á því riti.“ Pétur segir þetta mann sem lifi sníkjulífi á skattgreiðendum og sjálfsvirðingin sé nú ekki mikil. „Til skammar fyrir kirkjuna að hafa svona mann innan vébanda sinna. Það er ekkert öðru vísi. En, kirkjan svarar sennilega engu. Það eru siðareglur sem kirkjan starfar eftir, launaðir og ólaunaðir starfsmenn, þessi maður brýtur allar siðareglur, allar!“ segir Pétur sem kallar Davíð Sýra Davíð Þór. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Forsvarsmenn Útvarps Sögu eru ævareiðir vegna kviðlinga séra Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju, þeim er Vísir sagði af fyrir helgi. Á þeim bænum er sett fram skýlaus krafa þess að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi, láti sig málið varða. Óheyrilegum fúkyrðaflaumi er nú sturtað yfir prestinn á öldum ljósvakans af hálfu Péturs Gunnlaugssonar, helstu stjörnu og sambýlismanns Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. En, einn bragur Séra Davíðs, sem saminn er fyrir austfirsku pönksveitina Austurvígstöðvarnar, fjallar einmitt um hana og með heldur skelmislegum hætti. Það hefur lagst afar illa í þau á Útvarp Sögu, svo ekki sé meira sagt. Nú er verið að setja upp skoðanakönnun þar sem hlustendur útvarpsstöðvarinnar eru spurðir: Á að reka Séra Davíð Þór Jónsson úr prestsembætti?Ólafur Ísleifsson vill að biskup verði krafinn svara Pétur Gunnlaugsson, helsta aðalrödd stöðvarinnar, ræddi við Ólaf Ísleifsson þingmann Flokks fólksins í síðdegisþætti sínum á föstudag. Pétur sagði þá þetta níðvísur hinar verstu og Ólafur setti fram þá afgerandi skoðun að biskup verði krafinn svara af fjölmiðlum, krafinn svara við hverju? Jú, hvers vegna hann láti það líðast að þessi „klámprestur" fái að þjóna fyrir altari.“ Þeir Ólafur og Pétur telja einsýnt að helsta ástæða þess að fólk sé að hverfa úr þjóðkirkjunni vegna þess að „svona menn“ fá að ganga lausir innan vébanda kirkjunnar. Þetta er ekki einhver venjulegur siðlaus bloggari, segir Pétur. „Þetta er miklu meira en það,“ segir þá Ólafur Ísleifsson.Agnes biskup yfir Íslandi. Þau á Útvarpi Sögu krefjast þess að hún geri eitthvað vegna kviðlinga klerks síns.„Þetta er vígður þjónn íslensku þjóðkirkjunnar sem leyfir sér að bera á borð róg og illmælgi. Ég kann ekki að meta svona, ég ætla nú bara að leyfa mér að segja það.“Pétur lætur fúkyrðaflauminn ganga yfir Davíð Þór Í símatíma á Útvarpi Sögu nú í morgun, í allan morgun, mátti hlustendum ljóst vera að Pétri var hvergi nærri runnin reiðin nema síður sé. Og tóku flestir innhringendur í sama streng. „Þetta er prestur í þjóðkirkjunni! Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans? Hvað segir biskupinn?“ spurði Pétur ítrekað.Skoðanakönnunin er komin upp en ljóst er hver skoðun þeirra sem eiga og reka Útvarp Sögu er á þessu álitaefni.Pétur sagði, í samtali við innhringendur um að ræða „klámprest“ sem hataðist við allt og alla. Og ótækt sé að „kirkjan telji að hatursstefna sé það leiðarljós sem eigi að starfa samkvæmt. Kærleiksboðskapur númer eitt tvö og þrjú en það er sannarlega öðru vísi. Fáir einstaklingar á Íslandi eru jafn ógeðfelldir og þessi maður.“Sýra Davíð Þór Pétur segir Davíð starfa í skjóli biskups en kirkjan hafi lengi vitað hvernig þessi maður hefur hagað sér og er. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort fólk teldi það virkilega ekki áhættusamt að senda börn sín í barnastarf hjá þessum manni, en Pétur hamrar á því að Davíð Þór hafi eitt sinn verið ritstjóri „klámrits sem sem er Bleikt og blátt og það er hlekkur yfir á barnaklám á því riti.“ Pétur segir þetta mann sem lifi sníkjulífi á skattgreiðendum og sjálfsvirðingin sé nú ekki mikil. „Til skammar fyrir kirkjuna að hafa svona mann innan vébanda sinna. Það er ekkert öðru vísi. En, kirkjan svarar sennilega engu. Það eru siðareglur sem kirkjan starfar eftir, launaðir og ólaunaðir starfsmenn, þessi maður brýtur allar siðareglur, allar!“ segir Pétur sem kallar Davíð Sýra Davíð Þór.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00