Woods höggi frá bráðabana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. mars 2018 22:09 Það er allt á uppleið hjá Tiger. vísir/getty Tiger Woods var einu höggi frá því að tryggja sér bráðabana á Valspar mótinu í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Woods byrjaði daginn einu höggi á eftir Kanadamanninum Corey Conners sem hafði leitt mótið alla helgina en Woods hefur ekki unnið mót síðan árið 2013. Fyrir síðustu þrjár holurnar var Englendingurinn Paul Casey með tveggja högga forystu á Tiger Woods, en hann kom í hús rúmum klukkutíma á undan Woods. Loka holurnar þrjár á vellinum í Flórída eru mjög erfiðar og gefa ekki mörg færi á fuglum. Woods nýtti hins vegar alla reynslu sína og setti niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 17. holu og minnkaði forskot Casey niður í eitt högg. Hann náði að stilla upp langt pútt fyrir fugli á 18. holunni og hefði getað tryggt sér bráðabana hefði hann sett það ofan í, en var of stuttur og Casey fór með sigurinn.TIGER WOODS!!!!! 1. Shot. Back. #QuickHitspic.twitter.com/EzmFJvu0sN — PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2018 Woods endaði í 2.-3. sæti með landa sínum Patrick Reed á níu höggum undir pari. Reed var jafn Casey í forystunni fyrir loka holuna en þar lenti hann í vandræðum og fékk skolla. Conners átti virkilega slæman dag í dag og endaði mótið í 16.-27. sæti á þremur höggum undir pari, en hann fór hringinn í dag á 6 höggum yfir pari.Golf is heartbreaking. Patrick Reed will finish short by 1.#QuickHitspic.twitter.com/gzFzrDMDor — PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2018 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods var einu höggi frá því að tryggja sér bráðabana á Valspar mótinu í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Woods byrjaði daginn einu höggi á eftir Kanadamanninum Corey Conners sem hafði leitt mótið alla helgina en Woods hefur ekki unnið mót síðan árið 2013. Fyrir síðustu þrjár holurnar var Englendingurinn Paul Casey með tveggja högga forystu á Tiger Woods, en hann kom í hús rúmum klukkutíma á undan Woods. Loka holurnar þrjár á vellinum í Flórída eru mjög erfiðar og gefa ekki mörg færi á fuglum. Woods nýtti hins vegar alla reynslu sína og setti niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 17. holu og minnkaði forskot Casey niður í eitt högg. Hann náði að stilla upp langt pútt fyrir fugli á 18. holunni og hefði getað tryggt sér bráðabana hefði hann sett það ofan í, en var of stuttur og Casey fór með sigurinn.TIGER WOODS!!!!! 1. Shot. Back. #QuickHitspic.twitter.com/EzmFJvu0sN — PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2018 Woods endaði í 2.-3. sæti með landa sínum Patrick Reed á níu höggum undir pari. Reed var jafn Casey í forystunni fyrir loka holuna en þar lenti hann í vandræðum og fékk skolla. Conners átti virkilega slæman dag í dag og endaði mótið í 16.-27. sæti á þremur höggum undir pari, en hann fór hringinn í dag á 6 höggum yfir pari.Golf is heartbreaking. Patrick Reed will finish short by 1.#QuickHitspic.twitter.com/gzFzrDMDor — PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2018
Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira