Þurfi að styrkja umgjörð kennarastarfsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2018 13:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra vill styrkja umgjörð kennarastarfsins. Vísir/Stefán Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, velti því fyrir sér hverjar framtíðarhorfurnar væru hjá þjóð sem gæti ekki hugsað vel um kennarana sína til að undirstrika þá skoðun sína að styrkja beri alla umgjörð kennarastarfsins. Hún var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu, stjórnmálaþætti Ríkisútvarpsins. Hún ræddi um nýafstaðið landsþing Framsóknarflokksins og alvarlega stöðu í menntamálum. Egill tók mið af slæmu gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunum, alþjóðlegri langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði, vandræðum Menntamálastofnunar með netþjón þegar átti að leggja samræmd próf fyrir nemendur, niðurstöðum málfræðirannsóknar sem sýndu að meirihluti ungmenna vill fremur tala ensku en íslensku þegar hann spurði Lilju hvað hún hygðist taka til bragðs gagnvart þeirri stöðu sem nú er uppi í menntamálum á Íslandi. Lilja segir mikilvægt að ráðast í aðgerðir sem miða að því að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið. Í því samhengi vill hún læra af reynslu Finna sem, eftir seinni heimsstyrjöld, réðust í róttækar breytingar á menntakerfinu. Leiðarljós þeirrar vinnu hafi verið að styrkja umgjörð kennarastarfsins. Í dag sé það til að mynda eftirsóknarvert fara í kennaranám í Finnlandi auk þess sem nánast ekkert brotthvarf er í stéttinni.Gríðarlegt álag í skólunum„Af hverju er þetta svona? Hvernig ætlum við að leysa þetta? Ég tel að ein af stóru lausnunum sé að styrkja umgjörð kennarastarfsins, minnka það álag sem er inni í grunnskólunum. Ég heyri það alls staðar sem ég kem. Ég er búin að vera mjög dugleg að heimsækja skóla síðan ég tók við embætti og þeir segja: það sé gríðarlegt álag, við þurfum meiri aðstoð fyrir nemendur sem standa höllum fæti og svo er annað sem ég hef mikinn áhuga á, það er þau börn sem hafa annað móðurmál en Íslandi. Þeim hefur verið að vegna mjög illa í PISA-könnuninni.“ Hún óttast að ef ekki verði gripið í taumana þegar í stað sé það augljóst að við munum sjá aukna stéttaskiptingu í framtíðinni. Eitt þeirra verkefna sem Lilja stendur frammi fyrir sem mennta-og menningarmálaráðherra er að auka traust til Menntamálastofnunar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, velti því fyrir sér hverjar framtíðarhorfurnar væru hjá þjóð sem gæti ekki hugsað vel um kennarana sína til að undirstrika þá skoðun sína að styrkja beri alla umgjörð kennarastarfsins. Hún var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu, stjórnmálaþætti Ríkisútvarpsins. Hún ræddi um nýafstaðið landsþing Framsóknarflokksins og alvarlega stöðu í menntamálum. Egill tók mið af slæmu gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunum, alþjóðlegri langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði, vandræðum Menntamálastofnunar með netþjón þegar átti að leggja samræmd próf fyrir nemendur, niðurstöðum málfræðirannsóknar sem sýndu að meirihluti ungmenna vill fremur tala ensku en íslensku þegar hann spurði Lilju hvað hún hygðist taka til bragðs gagnvart þeirri stöðu sem nú er uppi í menntamálum á Íslandi. Lilja segir mikilvægt að ráðast í aðgerðir sem miða að því að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið. Í því samhengi vill hún læra af reynslu Finna sem, eftir seinni heimsstyrjöld, réðust í róttækar breytingar á menntakerfinu. Leiðarljós þeirrar vinnu hafi verið að styrkja umgjörð kennarastarfsins. Í dag sé það til að mynda eftirsóknarvert fara í kennaranám í Finnlandi auk þess sem nánast ekkert brotthvarf er í stéttinni.Gríðarlegt álag í skólunum„Af hverju er þetta svona? Hvernig ætlum við að leysa þetta? Ég tel að ein af stóru lausnunum sé að styrkja umgjörð kennarastarfsins, minnka það álag sem er inni í grunnskólunum. Ég heyri það alls staðar sem ég kem. Ég er búin að vera mjög dugleg að heimsækja skóla síðan ég tók við embætti og þeir segja: það sé gríðarlegt álag, við þurfum meiri aðstoð fyrir nemendur sem standa höllum fæti og svo er annað sem ég hef mikinn áhuga á, það er þau börn sem hafa annað móðurmál en Íslandi. Þeim hefur verið að vegna mjög illa í PISA-könnuninni.“ Hún óttast að ef ekki verði gripið í taumana þegar í stað sé það augljóst að við munum sjá aukna stéttaskiptingu í framtíðinni. Eitt þeirra verkefna sem Lilja stendur frammi fyrir sem mennta-og menningarmálaráðherra er að auka traust til Menntamálastofnunar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30
Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52