Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. mars 2018 20:35 Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Mynd/Stöð 2 Raunveruleg hætta er á að íbúabyggð í Grímsey geti lagst af haldi íbúum áfram að fækka og áfram verði skorið niður í aflaheimildum. Íbúar sem búa í eyjunni allt árið um kring vilja blása til sóknar. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey á undanförnum árum þó sérstaklega frá aldamótum en þá voru 98 einstaklingar skráðir með lögheimili í eyjunni. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands voru þeir færri en 70 í loks árs 2016. Þeir eru svo enn færri sem hafa fasta búsetu í eyjunni allt árið um kring. Þrátt fyrir þessa fækkun eru íbúar bjartsýnir á framhaldið hvað varðar búsetu og atvinnuþróun. „Auðvitað eru menn bjartsýnir, það þýðir ekkert annað, menn verða bara að vera það,“ segir Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Hann segir að lífið í þar sé gott. „Ég myndi segja að það séu bara forréttindi að fá að búa hérna.“Miklu meira líf áður fyrr Grímsey er einn átta byggðarkjarna sem flokkast sem „Brothætt byggð“ sem Byggðastofnun hefur haldið þétt utan um vegna þeirra þróunar sem hefur átt sér stað varðandi fólksfækkun og þverrandi atvinnutækifæri. Verkefnið í eyjunni er nefnt Glæðum Grímsey. Grímsey sameinaðist Akureyrarbæ árið 2009 en í áratugi var Bjarni Reykjalín Magnússon, hreppstjóri í eyjunni. „Þetta var miklu meira líf þá heldur en núna. Maður finnur orðið mikið fyrir því, þetta er orðið miklu færra,“ segir Bjarni. Bjarni segir að Grímseyingar hafi verið flestir þegar seinni heimsstyrjöldin byrjaði, þá voru þar kannski í kringum 140 íbúar. „Þetta var ömurlegt þegar það voru kannski þrjár vikur á milli ferða eins og þegar ég var ungur maður.“ Halla Ingólfsdóttir ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. „Ég vil meina að það sé hægt og það sé allavega þess virði að reyna það.“ Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00 Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Raunveruleg hætta er á að íbúabyggð í Grímsey geti lagst af haldi íbúum áfram að fækka og áfram verði skorið niður í aflaheimildum. Íbúar sem búa í eyjunni allt árið um kring vilja blása til sóknar. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey á undanförnum árum þó sérstaklega frá aldamótum en þá voru 98 einstaklingar skráðir með lögheimili í eyjunni. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands voru þeir færri en 70 í loks árs 2016. Þeir eru svo enn færri sem hafa fasta búsetu í eyjunni allt árið um kring. Þrátt fyrir þessa fækkun eru íbúar bjartsýnir á framhaldið hvað varðar búsetu og atvinnuþróun. „Auðvitað eru menn bjartsýnir, það þýðir ekkert annað, menn verða bara að vera það,“ segir Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Hann segir að lífið í þar sé gott. „Ég myndi segja að það séu bara forréttindi að fá að búa hérna.“Miklu meira líf áður fyrr Grímsey er einn átta byggðarkjarna sem flokkast sem „Brothætt byggð“ sem Byggðastofnun hefur haldið þétt utan um vegna þeirra þróunar sem hefur átt sér stað varðandi fólksfækkun og þverrandi atvinnutækifæri. Verkefnið í eyjunni er nefnt Glæðum Grímsey. Grímsey sameinaðist Akureyrarbæ árið 2009 en í áratugi var Bjarni Reykjalín Magnússon, hreppstjóri í eyjunni. „Þetta var miklu meira líf þá heldur en núna. Maður finnur orðið mikið fyrir því, þetta er orðið miklu færra,“ segir Bjarni. Bjarni segir að Grímseyingar hafi verið flestir þegar seinni heimsstyrjöldin byrjaði, þá voru þar kannski í kringum 140 íbúar. „Þetta var ömurlegt þegar það voru kannski þrjár vikur á milli ferða eins og þegar ég var ungur maður.“ Halla Ingólfsdóttir ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. „Ég vil meina að það sé hægt og það sé allavega þess virði að reyna það.“
Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00 Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00
Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00
Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56