Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2018 10:30 Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. Vísir/afp Tugþúsundir Slóvaka fylktu liði í gær og mótmæltu spillingu í höfuðborginni í gær. Eftir að ófullgerð grein rannsóknarblaðamannsins Jan Kuciak, sem var myrtur, var birt í lok febrúar blossaði upp mikil reiði á meðal landsmanna í Slóvakíu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisúvarpsins BBC. Að minnsta kosti 40.000 manns voru á mótmælunum sem reyndust vera þau fjölmennustu frá falli kommúnismans. Þess er krafist að forsætisráðherra landsins, Robert Fico, stígi til hliðar. Hann, ásamt ríkisstjórn, hafi ekki náð að uppræta meinta spillingu en nánir samstarfsmenn forsætisráðherrans eru bornir þungum sökum í fréttinni.„Ég þrái sómasamlega Slóvakíu. Land þar sem ríkisstjórnin vinnur í þágu fólksins í stað þess að vinna í eigin þágu,“ hefur fréttastofa AFP eftir mótmælanda á staðnum. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova fundust látin á heimili þeirra þann 25 febrúar. Kuciak vann að frétt um spillingu í stjórnmálastéttinni þegar hann var skotinn til bana ásamt unnustu sinni. Fréttin sem Kuciak vann að tengir innlend stjórnvöld við ítölsku mafíuna. Í fréttinni er því haldið fram að ítalskir kaupsýslumenn, með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta, hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu. Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nána samstarfsmenn forsætisráðherra, Robert Fico. Fréttin hans sem var þó ekki fullunnin var birt eftir dauða hans seint í febrúar. Hún varpar sem fyrr segir ljósi á spillingu í efri lögum samfélagsins í Slóvakíu og hefur frétt blaðamannsins helsta ástæða þess að fólkið hélt út á göturnar til að mótmæla. Nokkrir þeirra sem nefndir voru í frétt Kuciaks voru handteknir en þeim var seinna sleppt. Engin ákæra hefur verið lögð fram í málinu enn sem komið er.Í myndskeiðinu að neðan er myndefni frá útför blaðamannsins Jans Kuciak frá fréttastofu AFP. Slóvakía Tengdar fréttir Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Tugþúsundir Slóvaka fylktu liði í gær og mótmæltu spillingu í höfuðborginni í gær. Eftir að ófullgerð grein rannsóknarblaðamannsins Jan Kuciak, sem var myrtur, var birt í lok febrúar blossaði upp mikil reiði á meðal landsmanna í Slóvakíu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisúvarpsins BBC. Að minnsta kosti 40.000 manns voru á mótmælunum sem reyndust vera þau fjölmennustu frá falli kommúnismans. Þess er krafist að forsætisráðherra landsins, Robert Fico, stígi til hliðar. Hann, ásamt ríkisstjórn, hafi ekki náð að uppræta meinta spillingu en nánir samstarfsmenn forsætisráðherrans eru bornir þungum sökum í fréttinni.„Ég þrái sómasamlega Slóvakíu. Land þar sem ríkisstjórnin vinnur í þágu fólksins í stað þess að vinna í eigin þágu,“ hefur fréttastofa AFP eftir mótmælanda á staðnum. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova fundust látin á heimili þeirra þann 25 febrúar. Kuciak vann að frétt um spillingu í stjórnmálastéttinni þegar hann var skotinn til bana ásamt unnustu sinni. Fréttin sem Kuciak vann að tengir innlend stjórnvöld við ítölsku mafíuna. Í fréttinni er því haldið fram að ítalskir kaupsýslumenn, með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta, hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu. Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nána samstarfsmenn forsætisráðherra, Robert Fico. Fréttin hans sem var þó ekki fullunnin var birt eftir dauða hans seint í febrúar. Hún varpar sem fyrr segir ljósi á spillingu í efri lögum samfélagsins í Slóvakíu og hefur frétt blaðamannsins helsta ástæða þess að fólkið hélt út á göturnar til að mótmæla. Nokkrir þeirra sem nefndir voru í frétt Kuciaks voru handteknir en þeim var seinna sleppt. Engin ákæra hefur verið lögð fram í málinu enn sem komið er.Í myndskeiðinu að neðan er myndefni frá útför blaðamannsins Jans Kuciak frá fréttastofu AFP.
Slóvakía Tengdar fréttir Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49
Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17