Var 17 ára þegar fjölskyldan snéri við honum baki vegna kynhneigðar hans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2018 19:30 Tuttugu og átta ára flóttamaður frá Úganda sem hefur þurft að þola miklar ofsóknir í heimalandi sínu vonast til þess að eiga framtíð hér á landi. Fjölskylda hans afneitaði honum og þá hefur hann verið beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hakim kom sem flóttamaður hingað til lands fyrr í mánuðinum ásamt níu öðrum í hópi hinseginflóttamanna frá Úganda. Hakim á merkilega sögu en þegar hann var 17 ára gamall snéri fjölskylda hans við honum baki þegar hún komst að því að hann væri samkynhneigður. „Ég fór að heiman en hafði engan samastað svo ég bjó á götunni. Seinna reyndi ég að tala við eina frænku mína. Ég fór til hennar og útskýrði allt. Hún skildi mig að lokum og sagði að ég ætti kannski að búa hjá henni,“ segir Hakim í samtali við Stöð 2. Frænka hans og maðurinn hennar veittu honum þak yfir höfuðið og hjálpuðu honum að greiða skólagjöld en Hakim var enn námsmaður þegar fjölskyldan afneitaði honum. Ekki leið þó á löngu þar til maður frænkunnar tók að misnota hann. „Hann fór þá að koma inn í herbergið mitt til að.. þú veist. Bað mig að... Ég reyndi að neita, því ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu. En hann sagði að ef ég neitaði myndi hann hætta að borga skólagjöldin. Svo ég hafði ekkert val.“Missti ástina í slysi Einn daginn komst upp um málið og maður frænkunnar stakk af en sjálfur lenti Hakim í fangelsi þar sem hann dvaldi í tvo mánuði. Þar sem hann var undir lögaldri var honum útvegaður lögfræðingur sem hjálpaði honum að losna úr fangelsi en ekki tók betra við. Eftir nokkurn tíma á götunni kynntist hann erlendum blaðamanni sem reyndist honum afar vel og þeir byrjuðu að búa saman. „Ég elskaði hann. Við elskuðum hvor annan. Hann var bjargvættur minn,“ segir Hakim. Og áföllin héldu áfram að dynja á en nokkru síðar lést kærastinn í slysi. Upp frá því hóf Hakim að beita sér í réttindabaráttu samkynhneigðra og stofnaði meðal annars hjálparsamtök í þeim tilgangi. Árið 2014 voru sett lög gegn samkynhneigð í Úganda sem gerði líf hinsegin fólks, sem þó var erfitt fyrir, enn erfiðara. Hakim lagði á flótta til Kenía árið 2016 þar sem hann dvaldi í tvö ár en er nú kominn til Íslands þar sem hann hlakkar til að hefja nýtt líf og hann kveðst þakklátur íslensku þjóðinni og stjórnvöldum fyrir tækifærið. Í næsta mánuði byrjar hann að læra íslensku en í framtíðinni dreymir hann um að vinna í tískubransanum eða við tónlistar- eða sjónvarpsframleiðslu. Flóttamenn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Tuttugu og átta ára flóttamaður frá Úganda sem hefur þurft að þola miklar ofsóknir í heimalandi sínu vonast til þess að eiga framtíð hér á landi. Fjölskylda hans afneitaði honum og þá hefur hann verið beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hakim kom sem flóttamaður hingað til lands fyrr í mánuðinum ásamt níu öðrum í hópi hinseginflóttamanna frá Úganda. Hakim á merkilega sögu en þegar hann var 17 ára gamall snéri fjölskylda hans við honum baki þegar hún komst að því að hann væri samkynhneigður. „Ég fór að heiman en hafði engan samastað svo ég bjó á götunni. Seinna reyndi ég að tala við eina frænku mína. Ég fór til hennar og útskýrði allt. Hún skildi mig að lokum og sagði að ég ætti kannski að búa hjá henni,“ segir Hakim í samtali við Stöð 2. Frænka hans og maðurinn hennar veittu honum þak yfir höfuðið og hjálpuðu honum að greiða skólagjöld en Hakim var enn námsmaður þegar fjölskyldan afneitaði honum. Ekki leið þó á löngu þar til maður frænkunnar tók að misnota hann. „Hann fór þá að koma inn í herbergið mitt til að.. þú veist. Bað mig að... Ég reyndi að neita, því ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu. En hann sagði að ef ég neitaði myndi hann hætta að borga skólagjöldin. Svo ég hafði ekkert val.“Missti ástina í slysi Einn daginn komst upp um málið og maður frænkunnar stakk af en sjálfur lenti Hakim í fangelsi þar sem hann dvaldi í tvo mánuði. Þar sem hann var undir lögaldri var honum útvegaður lögfræðingur sem hjálpaði honum að losna úr fangelsi en ekki tók betra við. Eftir nokkurn tíma á götunni kynntist hann erlendum blaðamanni sem reyndist honum afar vel og þeir byrjuðu að búa saman. „Ég elskaði hann. Við elskuðum hvor annan. Hann var bjargvættur minn,“ segir Hakim. Og áföllin héldu áfram að dynja á en nokkru síðar lést kærastinn í slysi. Upp frá því hóf Hakim að beita sér í réttindabaráttu samkynhneigðra og stofnaði meðal annars hjálparsamtök í þeim tilgangi. Árið 2014 voru sett lög gegn samkynhneigð í Úganda sem gerði líf hinsegin fólks, sem þó var erfitt fyrir, enn erfiðara. Hakim lagði á flótta til Kenía árið 2016 þar sem hann dvaldi í tvö ár en er nú kominn til Íslands þar sem hann hlakkar til að hefja nýtt líf og hann kveðst þakklátur íslensku þjóðinni og stjórnvöldum fyrir tækifærið. Í næsta mánuði byrjar hann að læra íslensku en í framtíðinni dreymir hann um að vinna í tískubransanum eða við tónlistar- eða sjónvarpsframleiðslu.
Flóttamenn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda