Var 17 ára þegar fjölskyldan snéri við honum baki vegna kynhneigðar hans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2018 19:30 Tuttugu og átta ára flóttamaður frá Úganda sem hefur þurft að þola miklar ofsóknir í heimalandi sínu vonast til þess að eiga framtíð hér á landi. Fjölskylda hans afneitaði honum og þá hefur hann verið beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hakim kom sem flóttamaður hingað til lands fyrr í mánuðinum ásamt níu öðrum í hópi hinseginflóttamanna frá Úganda. Hakim á merkilega sögu en þegar hann var 17 ára gamall snéri fjölskylda hans við honum baki þegar hún komst að því að hann væri samkynhneigður. „Ég fór að heiman en hafði engan samastað svo ég bjó á götunni. Seinna reyndi ég að tala við eina frænku mína. Ég fór til hennar og útskýrði allt. Hún skildi mig að lokum og sagði að ég ætti kannski að búa hjá henni,“ segir Hakim í samtali við Stöð 2. Frænka hans og maðurinn hennar veittu honum þak yfir höfuðið og hjálpuðu honum að greiða skólagjöld en Hakim var enn námsmaður þegar fjölskyldan afneitaði honum. Ekki leið þó á löngu þar til maður frænkunnar tók að misnota hann. „Hann fór þá að koma inn í herbergið mitt til að.. þú veist. Bað mig að... Ég reyndi að neita, því ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu. En hann sagði að ef ég neitaði myndi hann hætta að borga skólagjöldin. Svo ég hafði ekkert val.“Missti ástina í slysi Einn daginn komst upp um málið og maður frænkunnar stakk af en sjálfur lenti Hakim í fangelsi þar sem hann dvaldi í tvo mánuði. Þar sem hann var undir lögaldri var honum útvegaður lögfræðingur sem hjálpaði honum að losna úr fangelsi en ekki tók betra við. Eftir nokkurn tíma á götunni kynntist hann erlendum blaðamanni sem reyndist honum afar vel og þeir byrjuðu að búa saman. „Ég elskaði hann. Við elskuðum hvor annan. Hann var bjargvættur minn,“ segir Hakim. Og áföllin héldu áfram að dynja á en nokkru síðar lést kærastinn í slysi. Upp frá því hóf Hakim að beita sér í réttindabaráttu samkynhneigðra og stofnaði meðal annars hjálparsamtök í þeim tilgangi. Árið 2014 voru sett lög gegn samkynhneigð í Úganda sem gerði líf hinsegin fólks, sem þó var erfitt fyrir, enn erfiðara. Hakim lagði á flótta til Kenía árið 2016 þar sem hann dvaldi í tvö ár en er nú kominn til Íslands þar sem hann hlakkar til að hefja nýtt líf og hann kveðst þakklátur íslensku þjóðinni og stjórnvöldum fyrir tækifærið. Í næsta mánuði byrjar hann að læra íslensku en í framtíðinni dreymir hann um að vinna í tískubransanum eða við tónlistar- eða sjónvarpsframleiðslu. Flóttamenn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Tuttugu og átta ára flóttamaður frá Úganda sem hefur þurft að þola miklar ofsóknir í heimalandi sínu vonast til þess að eiga framtíð hér á landi. Fjölskylda hans afneitaði honum og þá hefur hann verið beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hakim kom sem flóttamaður hingað til lands fyrr í mánuðinum ásamt níu öðrum í hópi hinseginflóttamanna frá Úganda. Hakim á merkilega sögu en þegar hann var 17 ára gamall snéri fjölskylda hans við honum baki þegar hún komst að því að hann væri samkynhneigður. „Ég fór að heiman en hafði engan samastað svo ég bjó á götunni. Seinna reyndi ég að tala við eina frænku mína. Ég fór til hennar og útskýrði allt. Hún skildi mig að lokum og sagði að ég ætti kannski að búa hjá henni,“ segir Hakim í samtali við Stöð 2. Frænka hans og maðurinn hennar veittu honum þak yfir höfuðið og hjálpuðu honum að greiða skólagjöld en Hakim var enn námsmaður þegar fjölskyldan afneitaði honum. Ekki leið þó á löngu þar til maður frænkunnar tók að misnota hann. „Hann fór þá að koma inn í herbergið mitt til að.. þú veist. Bað mig að... Ég reyndi að neita, því ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu. En hann sagði að ef ég neitaði myndi hann hætta að borga skólagjöldin. Svo ég hafði ekkert val.“Missti ástina í slysi Einn daginn komst upp um málið og maður frænkunnar stakk af en sjálfur lenti Hakim í fangelsi þar sem hann dvaldi í tvo mánuði. Þar sem hann var undir lögaldri var honum útvegaður lögfræðingur sem hjálpaði honum að losna úr fangelsi en ekki tók betra við. Eftir nokkurn tíma á götunni kynntist hann erlendum blaðamanni sem reyndist honum afar vel og þeir byrjuðu að búa saman. „Ég elskaði hann. Við elskuðum hvor annan. Hann var bjargvættur minn,“ segir Hakim. Og áföllin héldu áfram að dynja á en nokkru síðar lést kærastinn í slysi. Upp frá því hóf Hakim að beita sér í réttindabaráttu samkynhneigðra og stofnaði meðal annars hjálparsamtök í þeim tilgangi. Árið 2014 voru sett lög gegn samkynhneigð í Úganda sem gerði líf hinsegin fólks, sem þó var erfitt fyrir, enn erfiðara. Hakim lagði á flótta til Kenía árið 2016 þar sem hann dvaldi í tvö ár en er nú kominn til Íslands þar sem hann hlakkar til að hefja nýtt líf og hann kveðst þakklátur íslensku þjóðinni og stjórnvöldum fyrir tækifærið. Í næsta mánuði byrjar hann að læra íslensku en í framtíðinni dreymir hann um að vinna í tískubransanum eða við tónlistar- eða sjónvarpsframleiðslu.
Flóttamenn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira