„Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. mars 2018 16:00 Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir erfitt að ábyrgð ljósmæðra sé ekki metin til launa. Aðsent „Í gær tók ég eina erfiðustu ákvörðun sem ég hef á ævinni tekið. Ég sagði upp,“ skrifar ljósmóðirin og hjúkrunarfræðingurinn Ella Björg Rögnvaldsdóttir í pistli á Facebook í dag. „Ég er búin að strita fyrir þessum háskólagráðum mínum og skulda meira en ég kæri mig um að rifja upp í námslán. Ég stend ekki undir fjárhagslegum skuldbindingum mínum við að mennta mig með því að starfa við það sem ég er menntuð til. Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir.“ Eitt helsta baráttuefni Ljósmæðrafélagsins í kjaraviðræðunum er að búa svo um hnútana að ljósmæður lækki ekki í launum þegar þær bæta við sig tveggja ára menntun við hjúkrunarfræðina, líkt og raunin er hjá mjög mörgum þeirra í dag. „Ég er vel lesin, ég er með sex ára háskólanám og tvær fullgildar háskólagráður. Menntun mín og sú gríðarlega ábyrgð sem ég stendu undir í starfi mínu á hverri einustu vakt er ekki metin til launa.“ Ella Björg segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að með því að bæta við sig þessari menntun myndi hún lækka sig í launum, hún íhugar nú að fara að starfa aftur sem hjúkrunarfræðingur. „Ég gerði þetta í gær svo ég er ennþá að skoða hvað er í boði. En ég yrði á betri launum sem hjúkrunarfræðingur heldur en ég er með núna svo það er auðvitað það fyrsta sem maður skoðar.“Viðhorf samninganefndar komið á óvart Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins síðast hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara fyrir viku vegna kjaradeilu ljósmæðra. Áslaug Valsdóttir, formaður ljósmæðrafélagsins sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn að einungis munaði 3,7 milljónum á milli deiluaðila til þess að ljósmæður myndu undirrita nýjan kjarasamning. Næsti fundur verður eftir páska, þann 3. apríl. „Það hefur komið mér gríðarlega á óvart það viðhorf sem við höfum fengið frá þeim sem við erum að semja við. Við finnum fyrir ótrúlega miklum meðbyr hjá þjóðinni og okkur þykir ótrúlega vænt um það. Við höfum alla með okkur nema fólkið sem við erum að semja við. Það hefur komið mér á óvart hvað fólk á erfitt með að sjá hversu mikill fjársjóður felst í þessari stétt, sem er ekki stór þannig að við erum ekki að biðja um mikið,“ segir Ella Björg. „Manni langar ekki að vinna fyrir vinnuveitenda sem kann ekki að meta hvað maður hefur upp á að bjóða.“Vildi helst starfa áfram sem ljósmóðir Um 270 ljósmæður starfa hér á landi í dag. Í pistli sínum segir Ella Björg að hún elski vinnuna sína og vildi helst ekki starfa við neitt annað en að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu. Hún nái því miður ekki að framfleyta sér á núverandi launum. „Það eru auðvitað gríðarlega mikil vonbrigði að finna að maður er ekki metin að verðleikum.“ Ella Björg sagði að hún hafi valið að verða ljósmóðir eftir að kynnast mikilvægi þeirra í eigin fæðingarferli, en hún er sjálf tveggja barna móðir. „Ég fann bara hvað það skiptir miklu máli að þetta fólk sem er að sinna þessum störfum geri það af heilum hug. Ég fór í þetta nám af því að ég fann að þetta var það eina rétta fyrir mig.“ Pistil Ellu Bjargar má svo lesa í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
„Í gær tók ég eina erfiðustu ákvörðun sem ég hef á ævinni tekið. Ég sagði upp,“ skrifar ljósmóðirin og hjúkrunarfræðingurinn Ella Björg Rögnvaldsdóttir í pistli á Facebook í dag. „Ég er búin að strita fyrir þessum háskólagráðum mínum og skulda meira en ég kæri mig um að rifja upp í námslán. Ég stend ekki undir fjárhagslegum skuldbindingum mínum við að mennta mig með því að starfa við það sem ég er menntuð til. Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir.“ Eitt helsta baráttuefni Ljósmæðrafélagsins í kjaraviðræðunum er að búa svo um hnútana að ljósmæður lækki ekki í launum þegar þær bæta við sig tveggja ára menntun við hjúkrunarfræðina, líkt og raunin er hjá mjög mörgum þeirra í dag. „Ég er vel lesin, ég er með sex ára háskólanám og tvær fullgildar háskólagráður. Menntun mín og sú gríðarlega ábyrgð sem ég stendu undir í starfi mínu á hverri einustu vakt er ekki metin til launa.“ Ella Björg segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að með því að bæta við sig þessari menntun myndi hún lækka sig í launum, hún íhugar nú að fara að starfa aftur sem hjúkrunarfræðingur. „Ég gerði þetta í gær svo ég er ennþá að skoða hvað er í boði. En ég yrði á betri launum sem hjúkrunarfræðingur heldur en ég er með núna svo það er auðvitað það fyrsta sem maður skoðar.“Viðhorf samninganefndar komið á óvart Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins síðast hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara fyrir viku vegna kjaradeilu ljósmæðra. Áslaug Valsdóttir, formaður ljósmæðrafélagsins sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn að einungis munaði 3,7 milljónum á milli deiluaðila til þess að ljósmæður myndu undirrita nýjan kjarasamning. Næsti fundur verður eftir páska, þann 3. apríl. „Það hefur komið mér gríðarlega á óvart það viðhorf sem við höfum fengið frá þeim sem við erum að semja við. Við finnum fyrir ótrúlega miklum meðbyr hjá þjóðinni og okkur þykir ótrúlega vænt um það. Við höfum alla með okkur nema fólkið sem við erum að semja við. Það hefur komið mér á óvart hvað fólk á erfitt með að sjá hversu mikill fjársjóður felst í þessari stétt, sem er ekki stór þannig að við erum ekki að biðja um mikið,“ segir Ella Björg. „Manni langar ekki að vinna fyrir vinnuveitenda sem kann ekki að meta hvað maður hefur upp á að bjóða.“Vildi helst starfa áfram sem ljósmóðir Um 270 ljósmæður starfa hér á landi í dag. Í pistli sínum segir Ella Björg að hún elski vinnuna sína og vildi helst ekki starfa við neitt annað en að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu. Hún nái því miður ekki að framfleyta sér á núverandi launum. „Það eru auðvitað gríðarlega mikil vonbrigði að finna að maður er ekki metin að verðleikum.“ Ella Björg sagði að hún hafi valið að verða ljósmóðir eftir að kynnast mikilvægi þeirra í eigin fæðingarferli, en hún er sjálf tveggja barna móðir. „Ég fann bara hvað það skiptir miklu máli að þetta fólk sem er að sinna þessum störfum geri það af heilum hug. Ég fór í þetta nám af því að ég fann að þetta var það eina rétta fyrir mig.“ Pistil Ellu Bjargar má svo lesa í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45
Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00