Valur endaði riðlakeppni Lengjubikars kvenna með 4-0 sigri á ÍBV en Valur tapaði ekki leik í deildarkeppni Lengjubikarsins þetta árið.
Crystal Thomas, nýjasti útlendingur Vals, kom Val yfir strax á níundu mínútu og Hlín Eiríksdóttir, sem spilaði sína fyrstu A-landsleiki á árinu, tvöfaldaði forystuna níu mínútum síðar.
Thomas var svo aftur á ferðinni skömmu fyrir leikhlé og skoraði annað mark sitt og þriðja mark Vals fyrir hlé. 3-0 í hálfleik.
Einungis eitt mark leit dagsins ljós í síðari hálfleik en það skoraði miðvörðurinn öflugi, Málfríður Erna Sigurðardóttir, í uppbótartíma. Lokatölur 4-0.
Valur endar á toppi riðilsins með þrettán stig, fjóra sigra og eitt jafntefli, en ÍBV á botninum með þrjú. Valur mætir Stjörnunni í undanúrslitunum og Breiðablik og Þór/KA mætast í hinum undanúrslitaleiknum.
Markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Valur tapaði ekki leik í Lengjubikarnum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Svona var þing KKÍ
Körfubolti

Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


„Þetta var góður gluggi fyrir marga“
Handbolti
