Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2018 18:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. Ólafía er þar við keppni á fyrsta LPGA-risamóti ársins en á sautjándu holunni setti hún boltann beint ofan í holuna í fyrsta höggi sínu. Holan er par þrjú og 179 metrar en fyrir okkar konu var þetta lítil fyrirstaða. Algjörlega ótrúleg en annars var hringurinn hjá íþróttamanni ársins 2017 nokkuð kaflaskiptur. Hún fékk örn í tvígang og tvo fugla en skollarnir voru sex. Ólafía endaði á pari vallarins en þegar þetta er skrifað situr hún í 40. sætinu. Þetta ætti að gefa henni gott sjálfstraust fyrir morgundaginn en annar keppnisdagurinn fer fram á morgun. Þá kemur í ljós hvort að Ólafía komist í gegnum niðurskurðinn en þriðji og fjórði hringurinn verða leiknir á laugardag og sunnudag. Vísir fylgist áfram vel með gangi mála á morgun. Myndband af atvikinu má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Karen Sævarsdóttir lýsti þessu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. Ólafía er þar við keppni á fyrsta LPGA-risamóti ársins en á sautjándu holunni setti hún boltann beint ofan í holuna í fyrsta höggi sínu. Holan er par þrjú og 179 metrar en fyrir okkar konu var þetta lítil fyrirstaða. Algjörlega ótrúleg en annars var hringurinn hjá íþróttamanni ársins 2017 nokkuð kaflaskiptur. Hún fékk örn í tvígang og tvo fugla en skollarnir voru sex. Ólafía endaði á pari vallarins en þegar þetta er skrifað situr hún í 40. sætinu. Þetta ætti að gefa henni gott sjálfstraust fyrir morgundaginn en annar keppnisdagurinn fer fram á morgun. Þá kemur í ljós hvort að Ólafía komist í gegnum niðurskurðinn en þriðji og fjórði hringurinn verða leiknir á laugardag og sunnudag. Vísir fylgist áfram vel með gangi mála á morgun. Myndband af atvikinu má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Karen Sævarsdóttir lýsti þessu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira