Framlengja lokun við Fjaðrárgljúfur um níu vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 11:00 Svæðið við Fjaðrárgljúfur hefur fundið fyrir ágangi ferðamanna síðustu misseri. Mynd/Umhverfisstofnun Lokun á svæði við Fjaðrárgljúfur hefur verið framlengd um níu vikur vegna slæms ástands á jarðvegi. Þá hefur fagaðili verið ráðinn til að meta hvaða aðgerða er þörf við úrbætur á svæðinu auk þess sem fjármagni hefur verið úthlutað til bráðaaðgerða. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhversstofnunar. Umhverfisstofnun auglýsti lokun á svæðinu við Fjaðrárgljúfur 16. mars síðastliðinn í tvær vikur, m.a. vegna mikils ágangs ferðamanna. Ljóst er að ekki er raunhæft að opna svæðið strax vegna aurbleytu og slæms ástands göngustígs.Fjármagni úthlutað til bráðaaðgerða Þá hefur stofnunin ráðið landslagsarkitekt til að meta til hvaða aðgerða nauðsynlegt er að grípa til að geta opnað svæðið aftur. Þegar tillögur fagaðila liggja fyrir um nauðsynlegar úrbætur mun Umhverfisstofnun í samráði við landeigendur og sveitarfélagið Skaftárhrepp fara í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt sé að opna svæðið fyrir gestum. Fjármagni hefur auk þess verið úthlutað úr landsáætlun til bráðaaðgerða á göngustígum en fagaðila verður einnig falið að gera tillögur að varanlegum lausnum á göngustígum og stýringu á gangandi umferð um svæðið. „Lögð verður áhersla á að innviðir falli vel að landslaginu og notast við besta fáanlega efni sem hentar svæðinu með tilliti til verndunar svæðisins, veðráttu og fjölda gesta,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar. Opnað eigi síðar en 1. júní Umhverfisstofnun hefur því ákveðið að framlengja lokunina við Fjaðrárgljúfur um 9 vikur að höfðu samráði við sveitafélagið Skaftárhrepp, landeigendur, hagsmunaaðila og með staðfestingu ráðherra samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd. Svæðið verður opnað um leið og bráðaaðgerðum er lokið eða eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Vonast stofnunin til þess að lokanirnar verði virtar. „Stofnunin biður ferðaþjónustuaðila að miðla þessum upplýsingum til viðskiptavina og brýna mikilvægi þess að lokanir á náttúruverndarsvæðum séu virtar. Ferðaþjónustan og stofnanir sem fara með umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða þurfa að standa saman vörð um náttúruna.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Lokun á svæði við Fjaðrárgljúfur hefur verið framlengd um níu vikur vegna slæms ástands á jarðvegi. Þá hefur fagaðili verið ráðinn til að meta hvaða aðgerða er þörf við úrbætur á svæðinu auk þess sem fjármagni hefur verið úthlutað til bráðaaðgerða. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhversstofnunar. Umhverfisstofnun auglýsti lokun á svæðinu við Fjaðrárgljúfur 16. mars síðastliðinn í tvær vikur, m.a. vegna mikils ágangs ferðamanna. Ljóst er að ekki er raunhæft að opna svæðið strax vegna aurbleytu og slæms ástands göngustígs.Fjármagni úthlutað til bráðaaðgerða Þá hefur stofnunin ráðið landslagsarkitekt til að meta til hvaða aðgerða nauðsynlegt er að grípa til að geta opnað svæðið aftur. Þegar tillögur fagaðila liggja fyrir um nauðsynlegar úrbætur mun Umhverfisstofnun í samráði við landeigendur og sveitarfélagið Skaftárhrepp fara í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt sé að opna svæðið fyrir gestum. Fjármagni hefur auk þess verið úthlutað úr landsáætlun til bráðaaðgerða á göngustígum en fagaðila verður einnig falið að gera tillögur að varanlegum lausnum á göngustígum og stýringu á gangandi umferð um svæðið. „Lögð verður áhersla á að innviðir falli vel að landslaginu og notast við besta fáanlega efni sem hentar svæðinu með tilliti til verndunar svæðisins, veðráttu og fjölda gesta,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar. Opnað eigi síðar en 1. júní Umhverfisstofnun hefur því ákveðið að framlengja lokunina við Fjaðrárgljúfur um 9 vikur að höfðu samráði við sveitafélagið Skaftárhrepp, landeigendur, hagsmunaaðila og með staðfestingu ráðherra samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd. Svæðið verður opnað um leið og bráðaaðgerðum er lokið eða eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Vonast stofnunin til þess að lokanirnar verði virtar. „Stofnunin biður ferðaþjónustuaðila að miðla þessum upplýsingum til viðskiptavina og brýna mikilvægi þess að lokanir á náttúruverndarsvæðum séu virtar. Ferðaþjónustan og stofnanir sem fara með umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða þurfa að standa saman vörð um náttúruna.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38