Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 12:00 Eins og greint var frá í morgun berst Gunnar Nelson á móti Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldi í Liverpool 27. maí og snýr þar með í búrið á ný eftir tíu mánaða fjarveru. Hefði UFC fengið að ráða hefði Gunnar barist sem aðalstjarnan á UFC-kvöldinu í Lundúnum í mars en þar vildu menn sjá Liverpool-strákinn Darren Till mæta Gunnari. Ekkert varð úr þeim bardaga því Till sagðist vera veikur þrátt fyrir að margar vikur ættu eftir að líða þar til að bardaganum kæmi. Hann var svo ekki veikari en það, að Till skemmti sér konunglega í Brasilíu skömmu eftir að segjast veikur.Darren Till virtist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyTalaði um aðra en Gunnar „Þegar kemur að bardagastíl væri ég slæmur mótherji fyrir Till. Ég er fyrir neðan hann á styrkleikalistanum og hann er á fínum skriði. Áhættan að taka bardaga á móti mér er slík að þeir líta væntanlega á það sem svo að það sé ekki þess virði,“ segir Gunnar sem útskýrir flótta Till að einhverju leyti. „Ég veit svo sem ekkert um þetta nákvæmlega, en ég held að Till sé ekkert svakalega spenntur fyrir því að mæta mér. Mér finnst það á öllu miðað við hvernig hann talar á netinu og hvernig hann talar svo seinna mér.“ „Till talaði mikið um alla aðra en mig þrátt fyrir að það hefði verið flottur bardagi í Liverpool. Það var búið að tala um það. Síðan gæti bara vel verið að umboðsmaður hans segi honum að gleyma því að mæta mér. Það er ekki vitlaus pæling hjá þeim,“ segir Gunnar við íþróttadeild.Gunnar nennir ekki netrifrildum.vísir/gettyEkkert internetrót Till var búinn að rífa kjaft á netinu í svolítinn tíma og sagðist meira en klár í að mæta Gunnari í búrinu. Annað kom svo á daginn. Gunnar var orðinn svo þyrstur í að berjast að hann tók þátt í umræðunum á Twitter í fyrsta sinn ásamt þjálfara sínum, John Kavanagh. „John hefur alltaf aðeins verið að kynda undir mönnum af og til. Ég er mjög lítið í því. Það er ekki minn stíll og er bara ekki ég. Ég nenni ekki að vera að djöflast í mönnum á netinu,“ segir Gunnar. „Ég gerði það aðeins við Darren Till og hélt að það hefði heppnast. Þá hugsaði ég með mér að kannski myndi ég gera þetta oftar, en síðan gerðist ekki neitt.“ „Þetta er ekki minn stíll. Ég þarf aðeins að fara út fyrir mitt hugarfar til þess að fara að róta í mönnum á internetinu. Það er ekki ég,“ segir Gunnar Nelson. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018 MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Eins og greint var frá í morgun berst Gunnar Nelson á móti Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldi í Liverpool 27. maí og snýr þar með í búrið á ný eftir tíu mánaða fjarveru. Hefði UFC fengið að ráða hefði Gunnar barist sem aðalstjarnan á UFC-kvöldinu í Lundúnum í mars en þar vildu menn sjá Liverpool-strákinn Darren Till mæta Gunnari. Ekkert varð úr þeim bardaga því Till sagðist vera veikur þrátt fyrir að margar vikur ættu eftir að líða þar til að bardaganum kæmi. Hann var svo ekki veikari en það, að Till skemmti sér konunglega í Brasilíu skömmu eftir að segjast veikur.Darren Till virtist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyTalaði um aðra en Gunnar „Þegar kemur að bardagastíl væri ég slæmur mótherji fyrir Till. Ég er fyrir neðan hann á styrkleikalistanum og hann er á fínum skriði. Áhættan að taka bardaga á móti mér er slík að þeir líta væntanlega á það sem svo að það sé ekki þess virði,“ segir Gunnar sem útskýrir flótta Till að einhverju leyti. „Ég veit svo sem ekkert um þetta nákvæmlega, en ég held að Till sé ekkert svakalega spenntur fyrir því að mæta mér. Mér finnst það á öllu miðað við hvernig hann talar á netinu og hvernig hann talar svo seinna mér.“ „Till talaði mikið um alla aðra en mig þrátt fyrir að það hefði verið flottur bardagi í Liverpool. Það var búið að tala um það. Síðan gæti bara vel verið að umboðsmaður hans segi honum að gleyma því að mæta mér. Það er ekki vitlaus pæling hjá þeim,“ segir Gunnar við íþróttadeild.Gunnar nennir ekki netrifrildum.vísir/gettyEkkert internetrót Till var búinn að rífa kjaft á netinu í svolítinn tíma og sagðist meira en klár í að mæta Gunnari í búrinu. Annað kom svo á daginn. Gunnar var orðinn svo þyrstur í að berjast að hann tók þátt í umræðunum á Twitter í fyrsta sinn ásamt þjálfara sínum, John Kavanagh. „John hefur alltaf aðeins verið að kynda undir mönnum af og til. Ég er mjög lítið í því. Það er ekki minn stíll og er bara ekki ég. Ég nenni ekki að vera að djöflast í mönnum á netinu,“ segir Gunnar. „Ég gerði það aðeins við Darren Till og hélt að það hefði heppnast. Þá hugsaði ég með mér að kannski myndi ég gera þetta oftar, en síðan gerðist ekki neitt.“ „Þetta er ekki minn stíll. Ég þarf aðeins að fara út fyrir mitt hugarfar til þess að fara að róta í mönnum á internetinu. Það er ekki ég,“ segir Gunnar Nelson. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018
MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00
Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð