Lýstar kröfur í gjaldþrot Potts ehf. námu 86 milljónum króna. Þar af voru veðkröfur um 15 milljónir króna, forgangskröfur 12 milljónir króna en almennar kröfur 59 milljónir króna. Engar greiðslur fengust upp í kröfurnar.
Argentína er eitt rótgrónasta veitingahús landsins en því var komið á fót árið 1989. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi eins og Fréttablaðið fjallaði um í október. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðing þung.

Sigurður þvertók í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa nokkra aðkomu að félaginu í dag. Hann staðfesti þó að hafa komið að því að kaupa eignir Argentínu á sínum tíma. Hann er þó enn í dag skráður stjórnarmaður og með prófkúruumboð fyrirtækisins.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS ehf að því er Stundin greindi frá. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að hann tók við rekstrinum í haust.
Björn Ingi Hrafnsson var stjórnarformaður félagsins, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum.