Guðfaðir fönksins spilar á Secret Solstice Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2018 15:00 George Clinton á tónleikum. vísir/getty George Clinton ásamt Parliament-Funkadelics, Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum bætast við í þriðju tilkynningu Secret Solstice hátíðarinnar. Það er komið að þriðju tilkynningu Secret Solstice og meðal þeirra sem bætast við er sjálfur guðfaðir fönksins, George Clinton, sem kemur fram ásamt hljómsveitum sínum Parliament og Funkadelics. Það þarf vart að kynna hann fyrir Fönk áhugamönnum en hann hefur á löngum ferli gefið út fjölmargar plötur sem velflestar komast á lista yfir bestu fönk plötur allra tíma. Þekktasta lagið hans er líklega Parliament lagið Give up the funk ásamt laginu Can you get to that.Það er 25 manna hljómsveit sem fylgir Clinton á þessu líklega síðasta tónleikaferðalagi hans og því er óhætt að lofa sannkallaðri fönk veislu í Laugardalnum þegar Clinton ásamt sínu föruneyti stíga á svið. Fyrir dansþyrsta gesti bætist við þýska tvíeykið Kollektiv Turmstrasse en skipuleggjendur hátíðarinnar hafa ósjaldan síðastliðin ár verið beðnir um að bóka þá á hátíðina. Þeir hafa átt ófáa smelli en sennilega ber þar hæst Sorry I'm Late. Alls eru það 39 atriði sem bætast við í þessari þriðju tilkynningu og meðal annarra sem bætast við eru Gus Gus dj set, Gísli Pálmi, Birgir Hákon, Logi Pedro, Sturla Atlas, Valby Bræður og For a Minor Reflection. Þessir listamenn bætast í frábæran hóp hljómsveita og listamanna sem þegar er búið að kynna, þar á meðal eru: Slayer, Gucci Mane, Stormzy, Bonnie Tyler, Clean Bandit, Death From Above, Steve Aoki, Jet Black Joe, 6lack, Goldink, J Hus, Charlotte de Witte, Skream, A-Trak, Masego, IAMDBB og Högna. Þess má geta að Stormzy vann nýlega Brit verðlaunin fyrir bæði plötu ársins og karlkyns listamann ársins og skaut þar ekki ómerkari manni en Ed Sheeran ref fyrir rass. Þá er einnig orðið ljóst að einu tónleikar Slayer í Evrópu í sumar verða í Laugardalnum þann 23. júní. Það eru alls 112 mismunandi atriði sem búið er að kynna fyrir hátíðina í sumar og óhætt að fullyrða að það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Af þessum eru 50 erlendir aðilar og með fylgja 62 frábærir íslenskir listamenn og hljómsveitir. Þeir íslensku listamenn sem bætast við í dag eru: DJ Andrea Jóns Aron Can Birgir Hákon Birnir Carla Rosemary CasaNova Cosmic Bullshit DJ Frímann DJ Karítas Fever Dream Flóni For A Minor Reflection Gísli Pálmi Godchilla GusGus (DJ set) Helgi B X Igna Huginn Joey Christ Logi Pedro Mighty Bear Mike The Jacket Reykjavíkurdætur Skaði Stuðmenn Sturla Atlas Sura Sweaty Records Una Stef Valby Bræður Valdimar Young Karin Secret Solstice Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
George Clinton ásamt Parliament-Funkadelics, Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum bætast við í þriðju tilkynningu Secret Solstice hátíðarinnar. Það er komið að þriðju tilkynningu Secret Solstice og meðal þeirra sem bætast við er sjálfur guðfaðir fönksins, George Clinton, sem kemur fram ásamt hljómsveitum sínum Parliament og Funkadelics. Það þarf vart að kynna hann fyrir Fönk áhugamönnum en hann hefur á löngum ferli gefið út fjölmargar plötur sem velflestar komast á lista yfir bestu fönk plötur allra tíma. Þekktasta lagið hans er líklega Parliament lagið Give up the funk ásamt laginu Can you get to that.Það er 25 manna hljómsveit sem fylgir Clinton á þessu líklega síðasta tónleikaferðalagi hans og því er óhætt að lofa sannkallaðri fönk veislu í Laugardalnum þegar Clinton ásamt sínu föruneyti stíga á svið. Fyrir dansþyrsta gesti bætist við þýska tvíeykið Kollektiv Turmstrasse en skipuleggjendur hátíðarinnar hafa ósjaldan síðastliðin ár verið beðnir um að bóka þá á hátíðina. Þeir hafa átt ófáa smelli en sennilega ber þar hæst Sorry I'm Late. Alls eru það 39 atriði sem bætast við í þessari þriðju tilkynningu og meðal annarra sem bætast við eru Gus Gus dj set, Gísli Pálmi, Birgir Hákon, Logi Pedro, Sturla Atlas, Valby Bræður og For a Minor Reflection. Þessir listamenn bætast í frábæran hóp hljómsveita og listamanna sem þegar er búið að kynna, þar á meðal eru: Slayer, Gucci Mane, Stormzy, Bonnie Tyler, Clean Bandit, Death From Above, Steve Aoki, Jet Black Joe, 6lack, Goldink, J Hus, Charlotte de Witte, Skream, A-Trak, Masego, IAMDBB og Högna. Þess má geta að Stormzy vann nýlega Brit verðlaunin fyrir bæði plötu ársins og karlkyns listamann ársins og skaut þar ekki ómerkari manni en Ed Sheeran ref fyrir rass. Þá er einnig orðið ljóst að einu tónleikar Slayer í Evrópu í sumar verða í Laugardalnum þann 23. júní. Það eru alls 112 mismunandi atriði sem búið er að kynna fyrir hátíðina í sumar og óhætt að fullyrða að það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Af þessum eru 50 erlendir aðilar og með fylgja 62 frábærir íslenskir listamenn og hljómsveitir. Þeir íslensku listamenn sem bætast við í dag eru: DJ Andrea Jóns Aron Can Birgir Hákon Birnir Carla Rosemary CasaNova Cosmic Bullshit DJ Frímann DJ Karítas Fever Dream Flóni For A Minor Reflection Gísli Pálmi Godchilla GusGus (DJ set) Helgi B X Igna Huginn Joey Christ Logi Pedro Mighty Bear Mike The Jacket Reykjavíkurdætur Skaði Stuðmenn Sturla Atlas Sura Sweaty Records Una Stef Valby Bræður Valdimar Young Karin
Secret Solstice Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira