Reiknivilla kostaði Hamilton sigurinn í Ástralíu Bragi Þórðarson skrifar 27. mars 2018 16:15 Hamilton varð að játa sig sigraðan um helgina. Vísir/Getty Villa í reikniriti Mercedes liðsins varð til þess að Lewis Hamilton varð að sjá á eftir sigri í Ástralíu til aðal keppinauts síns, Sebastian Vettel hjá Ferrari. Báðir þessir ökumenn hafa lyft fjórum heimsmeistaratitlum í Formúlu 1. Hamilton leiddi kappaksturinn framan af og allt leit út fyrir að hann myndi halda þeirri forystu eftir fyrstu þjónustuhléin. En þegar að Lewis og Kimi Raikkonen, sem var í öðru sæti á eftir Bretanum, voru búnir með sín dekkjaskipti átti Vettel eftir að fara inn og leiddi því kappaksturinn. „Allt var eins og það átti að vera, við tókum smá áhættu með að setja Lewis á mjúku dekkin til að keyra kappaksturinn til enda en það var eina leiðin til að halda Kimi fyrir aftan okkur,‘‘ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Það var á þessum tímapunkti sem að svokallaður sýndaröryggisbíll (e. virtual safety car) var kallaður til vegna þess að Haas-bíll Romain Grosjean hafði stoppað í brautinni. Þetta þýðir að allir ökumenn verða að halda jöfnum hraða á brautinni rétt eins og þeir myndu gera fyrir aftan venjulegan öryggisbíl. Ferrari sá þarna tækifæri og kallaði Vettel inn í þjónustusvæðið og þar sem Lewis gat ekki ekið á fullum hraða á meðan úti á brautinni var það Vettel sem kom út á undan og endaði á að vinna kappaksturinn. Hamilton skildi ekkert í því hvernig andstæðingur hans fór að því að komast fram úr og spurði liðið strax hvort að hann sjálfur hafi gert einhver mistök, þar sem forskot Hamilton var meira en nóg fyrir dekkjaskiptin til að halda Þjóðverjanum fyrir aftan sig. „Lewis gerði ekkert rangt,“ sagði Toto Wolff eftir kappaksturinn. „Það kom upp reiknivilla í hugbúnaðinum sem við notum í þessum aðstæðum, búnaður sem við höfum notað síðastliðin fimm ár.‘‘ Sigur Vettels þýddi að þetta er í fjórða skiptið á fimm árum sem Hamilton nær ekki sigri frá ráspól í Ástralíu. Formúla Tengdar fréttir Vettel vann fyrstu keppni ársins Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. 25. mars 2018 09:00 Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Uppgjör eftir Ástralíu: Vettel sýndi snilli sína Þrátt fyrir yfirburði Lewis Hamilton í Ástralíu um helgina nýtti Sebastian Vettel sér aðstæður sem sköpuðust á keppnisbrautinni í dag og ók frábærlega til sigurs. 25. mars 2018 12:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Villa í reikniriti Mercedes liðsins varð til þess að Lewis Hamilton varð að sjá á eftir sigri í Ástralíu til aðal keppinauts síns, Sebastian Vettel hjá Ferrari. Báðir þessir ökumenn hafa lyft fjórum heimsmeistaratitlum í Formúlu 1. Hamilton leiddi kappaksturinn framan af og allt leit út fyrir að hann myndi halda þeirri forystu eftir fyrstu þjónustuhléin. En þegar að Lewis og Kimi Raikkonen, sem var í öðru sæti á eftir Bretanum, voru búnir með sín dekkjaskipti átti Vettel eftir að fara inn og leiddi því kappaksturinn. „Allt var eins og það átti að vera, við tókum smá áhættu með að setja Lewis á mjúku dekkin til að keyra kappaksturinn til enda en það var eina leiðin til að halda Kimi fyrir aftan okkur,‘‘ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Það var á þessum tímapunkti sem að svokallaður sýndaröryggisbíll (e. virtual safety car) var kallaður til vegna þess að Haas-bíll Romain Grosjean hafði stoppað í brautinni. Þetta þýðir að allir ökumenn verða að halda jöfnum hraða á brautinni rétt eins og þeir myndu gera fyrir aftan venjulegan öryggisbíl. Ferrari sá þarna tækifæri og kallaði Vettel inn í þjónustusvæðið og þar sem Lewis gat ekki ekið á fullum hraða á meðan úti á brautinni var það Vettel sem kom út á undan og endaði á að vinna kappaksturinn. Hamilton skildi ekkert í því hvernig andstæðingur hans fór að því að komast fram úr og spurði liðið strax hvort að hann sjálfur hafi gert einhver mistök, þar sem forskot Hamilton var meira en nóg fyrir dekkjaskiptin til að halda Þjóðverjanum fyrir aftan sig. „Lewis gerði ekkert rangt,“ sagði Toto Wolff eftir kappaksturinn. „Það kom upp reiknivilla í hugbúnaðinum sem við notum í þessum aðstæðum, búnaður sem við höfum notað síðastliðin fimm ár.‘‘ Sigur Vettels þýddi að þetta er í fjórða skiptið á fimm árum sem Hamilton nær ekki sigri frá ráspól í Ástralíu.
Formúla Tengdar fréttir Vettel vann fyrstu keppni ársins Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. 25. mars 2018 09:00 Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Uppgjör eftir Ástralíu: Vettel sýndi snilli sína Þrátt fyrir yfirburði Lewis Hamilton í Ástralíu um helgina nýtti Sebastian Vettel sér aðstæður sem sköpuðust á keppnisbrautinni í dag og ók frábærlega til sigurs. 25. mars 2018 12:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Vettel vann fyrstu keppni ársins Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. 25. mars 2018 09:00
Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00
Uppgjör eftir Ástralíu: Vettel sýndi snilli sína Þrátt fyrir yfirburði Lewis Hamilton í Ástralíu um helgina nýtti Sebastian Vettel sér aðstæður sem sköpuðust á keppnisbrautinni í dag og ók frábærlega til sigurs. 25. mars 2018 12:00