Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 10:51 Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. vísir/getty Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. Vitni í réttarhöldunum, tvær ungar konur, segja Madsen hafa boðið sér einum út að sigla í kafbátnum þar sem Wall var ráðinn bani þann 10. ágúst síðastliðinn. Þriðja vitnið, karlmaður, segir Madsen hafa rætt við sig um bestu leiðina til að fela lík, að því er fram kemur í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.Sjá einnig: „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vildi fá hana eina út að sigla Ung kona, sem var sjálfboðaliði hjá Raket-Madsen Rumlaboratorium, geimáætlunarverkefni Madsens, var fyrsta vitni á dagskrá. Í yfirheyrslu sagðist hún hafa komið nokkrum sinnum um borð í kafbátinn, m.a. til þess að þrífa hann. Hún sagði Madsen hafa spurt sig einu sinni hvort hún vildi koma með honum um borð í kafbátinn og sigla með honum. Þá sagði hún að Madsen hefði gert ráð fyrir því að þau yrðu ein í kafbátnum. „Hann spurði mig í gegnum síma og kannski með smáskilaboðum. Ég hafði látið það í ljós að ég vildi gjarnan fara með út að sigla,“ svaraði konan. Þá sagði hún að Madsen hafi talað um líkama hennar og hrósað honum. Teikning frá réttarhöldunum. Madsen sjálfur er til vinstri á mynd.Vísir/Afp Bauð í siglingu tveimur dögum áður en hann hitti Wall Næsta vitni var kona sem fór út í Refshale-eyju, rétt við Amager, ásamt vinkonu sinni þann 13. maí 2017. Þar hittu þær fyrir Peter Madsen sem ræddi við ferðamenn á ensku um kafbátinn, sem var við bryggju í grenndinni. Konurnar gáfu sig á tal við fólkið. Madsen sýndi þeim mikinn áhuga og bauð þeim í skoðunarferð um kafbátinn. Hann bauð þeim svo að koma með sér að sigla og fékk símanúmer kvennanna. Hann sendi þeim einnig vinabeiðni á Facebook og hóf þar samræður við þær í hópspjalli. Þar ítrekaði hann að hann vildi endilega fá þær í kafbátinn. Þann 26. júlí hringdi hann í vitnið en hún svaraði ekki símanum. Þann 8. ágúst, tveimur dögum áður en Kim Wall fór með Madsen út í kafbátinn, sendi Madsen konunni svo SMS. „Hæ, Xx. Manstu eftir kafbátnum. Ég ætla í smá ferð út í Flakfortet. Viltu ekki koma með?“ stóð skrifað í skilaboðunum. Aðspurð sagði konan að sér hefði þótt undarlegt að hann ávarpaði hana í eintölu. Hún svaraði Madsen því til að hvorki hún né vinkona hennar kæmust með honum. Ræddu bestu leiðina til að fela lík Þriðja vitnið var karlmaður sem starfaði, og starfar enn, hjá Copenhagen Suborbitals, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014. Maðurinn sagði Madsen hafa átt frumkvæði að samræðum um það hver væri besta leiðin til að losa sig við lík. Maðurinn sagði þá hafa komist að þeirri niðurstöðu að heppilegt væri að fela lík í vatni og að Øresund hefði verið nefnt sem góður staður til þess brúks. Í málflutningi vitna sem yfirheyrð voru við réttarhöldin í gær kom fram að Madsen hafi haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Tvær ástkonur Madsens voru auk þess yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. Vitni í réttarhöldunum, tvær ungar konur, segja Madsen hafa boðið sér einum út að sigla í kafbátnum þar sem Wall var ráðinn bani þann 10. ágúst síðastliðinn. Þriðja vitnið, karlmaður, segir Madsen hafa rætt við sig um bestu leiðina til að fela lík, að því er fram kemur í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.Sjá einnig: „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vildi fá hana eina út að sigla Ung kona, sem var sjálfboðaliði hjá Raket-Madsen Rumlaboratorium, geimáætlunarverkefni Madsens, var fyrsta vitni á dagskrá. Í yfirheyrslu sagðist hún hafa komið nokkrum sinnum um borð í kafbátinn, m.a. til þess að þrífa hann. Hún sagði Madsen hafa spurt sig einu sinni hvort hún vildi koma með honum um borð í kafbátinn og sigla með honum. Þá sagði hún að Madsen hefði gert ráð fyrir því að þau yrðu ein í kafbátnum. „Hann spurði mig í gegnum síma og kannski með smáskilaboðum. Ég hafði látið það í ljós að ég vildi gjarnan fara með út að sigla,“ svaraði konan. Þá sagði hún að Madsen hafi talað um líkama hennar og hrósað honum. Teikning frá réttarhöldunum. Madsen sjálfur er til vinstri á mynd.Vísir/Afp Bauð í siglingu tveimur dögum áður en hann hitti Wall Næsta vitni var kona sem fór út í Refshale-eyju, rétt við Amager, ásamt vinkonu sinni þann 13. maí 2017. Þar hittu þær fyrir Peter Madsen sem ræddi við ferðamenn á ensku um kafbátinn, sem var við bryggju í grenndinni. Konurnar gáfu sig á tal við fólkið. Madsen sýndi þeim mikinn áhuga og bauð þeim í skoðunarferð um kafbátinn. Hann bauð þeim svo að koma með sér að sigla og fékk símanúmer kvennanna. Hann sendi þeim einnig vinabeiðni á Facebook og hóf þar samræður við þær í hópspjalli. Þar ítrekaði hann að hann vildi endilega fá þær í kafbátinn. Þann 26. júlí hringdi hann í vitnið en hún svaraði ekki símanum. Þann 8. ágúst, tveimur dögum áður en Kim Wall fór með Madsen út í kafbátinn, sendi Madsen konunni svo SMS. „Hæ, Xx. Manstu eftir kafbátnum. Ég ætla í smá ferð út í Flakfortet. Viltu ekki koma með?“ stóð skrifað í skilaboðunum. Aðspurð sagði konan að sér hefði þótt undarlegt að hann ávarpaði hana í eintölu. Hún svaraði Madsen því til að hvorki hún né vinkona hennar kæmust með honum. Ræddu bestu leiðina til að fela lík Þriðja vitnið var karlmaður sem starfaði, og starfar enn, hjá Copenhagen Suborbitals, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014. Maðurinn sagði Madsen hafa átt frumkvæði að samræðum um það hver væri besta leiðin til að losa sig við lík. Maðurinn sagði þá hafa komist að þeirri niðurstöðu að heppilegt væri að fela lík í vatni og að Øresund hefði verið nefnt sem góður staður til þess brúks. Í málflutningi vitna sem yfirheyrð voru við réttarhöldin í gær kom fram að Madsen hafi haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Tvær ástkonur Madsens voru auk þess yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31