Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 08:00 Gunnar Nelson snýr líklega aftur í lok maí. vísir/getty Gunnar Nelson er sagður vera kominn með stóran bardaga gegn Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldinu í Liverpool 27. maí og snýr þá aftur í búrið eftir tapið gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Það er MMA-blaðamaðurinn Farah Hannoun sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en hver fjölmiðlinn á fætur öðrum sem fjallar um UFC og blandaðar bardagalistir hefur skrifað frétt upp úr tísti hennar. Heimamaðurinn Darren Till, sem keppir í veltivigt eins og Gunnar og Magny, berst í aðalbardaga kvöldsins í Liverpool en UFC vildi að Gunnar og Till myndu mætast í Lundúnum í mars. Ekkert varð úr því.EXCLUSIVE: Gunnar Nelson vs. Neil Magny in the works for UFC Liverpool (May 27th) #UFC #MMA pic.twitter.com/Bujes6fcgw— Farah Hannoun (@Farah_Hannoun) March 26, 2018 Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, sagðist ekki geta tjáð sig um þetta þegar að Vísir spurði hann um málið en sjálfur hefur Magny greint frá því að hann sé kominn með bardaga. Magny birtir mynd af sér á Instagram og segir: „Búinn að skrifa undir bardaga. Tilkynning væntanleg.“ Hann fer þó ekkert nánar í málið og segir við hvern hann á að berjast en svo virðist sem Gunnar og Magny muni mætast í Liverpool 27. maí. Neil Magny er í níunda sæti veltivigtarinnar en Gunnar í þrettánda sæti. Bandaríkjamaðurinn barðist síðast við Carlos Condit á UFC 219-bardagakvöldinu í Las Vegas í desember á síðasta ári og vann, en hann hefur unnið tvo af síðustu fjórum bardögum sínum í UFC sem allir hafa verið á númerakorti. Í heildina hefur þrítugi reynsluboltinn Neil Magny unnið 20 bardaga á atvinumannaferlinum og tapað aðeins sex, þar af hefur hann unnið þrettán og tapað fimm í UFC síðan hann þreytti frumraun sína þar árið 2013. Bout agreement signed....fight announcement coming soon @ufc @alliancemma @elevationfightteamco A post shared by Neil Magny (@neil_magny170) on Mar 26, 2018 at 3:04pm PDT MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Gunnar Nelson er sagður vera kominn með stóran bardaga gegn Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldinu í Liverpool 27. maí og snýr þá aftur í búrið eftir tapið gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Það er MMA-blaðamaðurinn Farah Hannoun sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en hver fjölmiðlinn á fætur öðrum sem fjallar um UFC og blandaðar bardagalistir hefur skrifað frétt upp úr tísti hennar. Heimamaðurinn Darren Till, sem keppir í veltivigt eins og Gunnar og Magny, berst í aðalbardaga kvöldsins í Liverpool en UFC vildi að Gunnar og Till myndu mætast í Lundúnum í mars. Ekkert varð úr því.EXCLUSIVE: Gunnar Nelson vs. Neil Magny in the works for UFC Liverpool (May 27th) #UFC #MMA pic.twitter.com/Bujes6fcgw— Farah Hannoun (@Farah_Hannoun) March 26, 2018 Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, sagðist ekki geta tjáð sig um þetta þegar að Vísir spurði hann um málið en sjálfur hefur Magny greint frá því að hann sé kominn með bardaga. Magny birtir mynd af sér á Instagram og segir: „Búinn að skrifa undir bardaga. Tilkynning væntanleg.“ Hann fer þó ekkert nánar í málið og segir við hvern hann á að berjast en svo virðist sem Gunnar og Magny muni mætast í Liverpool 27. maí. Neil Magny er í níunda sæti veltivigtarinnar en Gunnar í þrettánda sæti. Bandaríkjamaðurinn barðist síðast við Carlos Condit á UFC 219-bardagakvöldinu í Las Vegas í desember á síðasta ári og vann, en hann hefur unnið tvo af síðustu fjórum bardögum sínum í UFC sem allir hafa verið á númerakorti. Í heildina hefur þrítugi reynsluboltinn Neil Magny unnið 20 bardaga á atvinumannaferlinum og tapað aðeins sex, þar af hefur hann unnið þrettán og tapað fimm í UFC síðan hann þreytti frumraun sína þar árið 2013. Bout agreement signed....fight announcement coming soon @ufc @alliancemma @elevationfightteamco A post shared by Neil Magny (@neil_magny170) on Mar 26, 2018 at 3:04pm PDT
MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira