Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2018 16:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að ríki og sveitarfélög þurfi að vinna betur saman að málefnum leikskólanna í landinu. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að háskólanám í leikskólakennarafræðum verði stytt en mannekla er viðvarandi vandamál á leikskólum víða um land. Þá vantar leikskólakennara til þess að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun barna skuli hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi, en námið var lengt úr þremur árum í fimm fyrir nokkrum árum. „Ég sé ekki fram á það, nei. Ég held að við þurfum frekar að líta á námið sjálft, veita fleirum tækifæri á að sækja námið, vera með hvata til þess áður en við förum í aðrar aðgerðir. En ég held að nám á meistarastigi sé til þess að efla stéttina og ég lít á þetta þannig,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu aðspurð um hvort það komi til greina að stytta námið.Hefur áhyggjur af stöðunni í leikskólum landsins Hún segir að styrkja þurfi umgjörðina í kringum kennarann á öllum skólastigum, hvort sem það er í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. „Við sjáum það að mun færri eru að sækja í námið eftir lenginguna og þá þurfum við að huga að því hvað það er sem við getum gert til þess að það séu fleiri sem sækja um þetta nám. Annað sem leikskólarnir hafa verið mjög duglegir að gera er að veita þeim sem eru starfandi en eru ekki kennarar, það eru ófaglærðir inni í leikskólunum, tækifæri á því að bæta við sig menntun og ég er mjög hlynnt því. Þannig að við þurfum svolítið að hugsa út fyrir kassann hvernig við ætlum að gera þetta. Það eru breytingar framundan, það er skortur á fagmenntuðu fólki og við þurfum að takast á við það,“ segir Lilja. Þá kveðst hún hafa áhyggjur almennt af stöðunni í leikskólum landsins. „Já, ég hef áhyggjur af því. Þess vegna þurfum við, bæði ríkisvaldið og sveitarfélögin að vinna betur saman að þessum málaflokki því hann skiptir okkur öll mjög miklu máli. Eitt er til dæmis mjög áberandi; það er mjög mikil ánægja hjá foreldrum og börnum með leikskólastigið þrátt fyrir að það sé þessi skortur og það er auðvitað mjög stór vísbending um það að við viljum gera betur hvað þessi mál varðar. Íslenskir leikskólar þykja framúrskarandi góðir ef þú berð þá saman við leikskóla annars staðar og við erum komin mun lengra varðandi allt sem tengist skólaþróun. Það er mjög jákvætt og okkur ber að fjárfesta meira hvað þetta varðar.“Rætt verður nánar vð Lilju Alfreðsdóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Hljóðið í leikskólastjórum er ekki gott og fólk mætti vonsvikið í vinnu í morgun eftir að borgin kynnti aðgerðaáætlun sína í leikskólamálum. 23. mars 2018 18:57 Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. 22. mars 2018 18:30 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að háskólanám í leikskólakennarafræðum verði stytt en mannekla er viðvarandi vandamál á leikskólum víða um land. Þá vantar leikskólakennara til þess að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun barna skuli hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi, en námið var lengt úr þremur árum í fimm fyrir nokkrum árum. „Ég sé ekki fram á það, nei. Ég held að við þurfum frekar að líta á námið sjálft, veita fleirum tækifæri á að sækja námið, vera með hvata til þess áður en við förum í aðrar aðgerðir. En ég held að nám á meistarastigi sé til þess að efla stéttina og ég lít á þetta þannig,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu aðspurð um hvort það komi til greina að stytta námið.Hefur áhyggjur af stöðunni í leikskólum landsins Hún segir að styrkja þurfi umgjörðina í kringum kennarann á öllum skólastigum, hvort sem það er í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. „Við sjáum það að mun færri eru að sækja í námið eftir lenginguna og þá þurfum við að huga að því hvað það er sem við getum gert til þess að það séu fleiri sem sækja um þetta nám. Annað sem leikskólarnir hafa verið mjög duglegir að gera er að veita þeim sem eru starfandi en eru ekki kennarar, það eru ófaglærðir inni í leikskólunum, tækifæri á því að bæta við sig menntun og ég er mjög hlynnt því. Þannig að við þurfum svolítið að hugsa út fyrir kassann hvernig við ætlum að gera þetta. Það eru breytingar framundan, það er skortur á fagmenntuðu fólki og við þurfum að takast á við það,“ segir Lilja. Þá kveðst hún hafa áhyggjur almennt af stöðunni í leikskólum landsins. „Já, ég hef áhyggjur af því. Þess vegna þurfum við, bæði ríkisvaldið og sveitarfélögin að vinna betur saman að þessum málaflokki því hann skiptir okkur öll mjög miklu máli. Eitt er til dæmis mjög áberandi; það er mjög mikil ánægja hjá foreldrum og börnum með leikskólastigið þrátt fyrir að það sé þessi skortur og það er auðvitað mjög stór vísbending um það að við viljum gera betur hvað þessi mál varðar. Íslenskir leikskólar þykja framúrskarandi góðir ef þú berð þá saman við leikskóla annars staðar og við erum komin mun lengra varðandi allt sem tengist skólaþróun. Það er mjög jákvætt og okkur ber að fjárfesta meira hvað þetta varðar.“Rætt verður nánar vð Lilju Alfreðsdóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Hljóðið í leikskólastjórum er ekki gott og fólk mætti vonsvikið í vinnu í morgun eftir að borgin kynnti aðgerðaáætlun sína í leikskólamálum. 23. mars 2018 18:57 Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. 22. mars 2018 18:30 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00
Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Hljóðið í leikskólastjórum er ekki gott og fólk mætti vonsvikið í vinnu í morgun eftir að borgin kynnti aðgerðaáætlun sína í leikskólamálum. 23. mars 2018 18:57
Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. 22. mars 2018 18:30