„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2018 12:17 Peter Madsen neitar því enn að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. VÍSIR/AFP Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Fimmti dagur réttarhaldanna yfir Madsen, sem ákærður er fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall í fyrra, hófst í dag og gert er ráð fyrir að 37 vitni verði yfirheyrð áður en dagurinn er úti. Tvær ástkonur Madsens hafa nú þegar verið yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Myndband af því þegar maður var hálshöggvinn í tölvu Madsens Karlmaður sem starfaði hjá Copenhagen Suborbitals-rannsóknarstofunni, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014, var yfirheyrður á eftir konunum tveimur. Hann sagðist hafa aðstoðað Madsen með tölvuna hans og setti auk þess upp Windows-stýrikerfið árið 2012 eða 13. Við þá vinnu sagðist maðurinn hafa fundið myndband í tölvunni af því þegar maður var hálshöggvinn. „Þetta var myndband í mjög lélegum gæðum af einhverju sem líktist hálshöggi. Það var verið að skera mann á háls. Hann hvíldi höfuð sitt á steini.“ Maðurinn kannaðist ekki við að hafa séð frekara efni af þessu tagi í tölvu Madsens. „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Annað vitni sagði Madsen hafa sýnt sér myndband þar sem sást hvernig maður var kyrktur. Vitnið sagðist hafa setið að sumbli á vinnustofu sinni og farið svo yfir á vinnustofu Madsens um kvöldið. Þar hafi Madsen sýnt sér og fleiri viðstöddum ofbeldisfull myndbönd. „Þetta var ofbeldisfullt myndband. Því lauk með því að maður var kyrktur með vír. Þetta var ofbeldisfullt og ég er annars vanur að sjá ofbeldisfullt efni. Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár.“ Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Réttarhöldin yfir honum halda áfram í dag en hægt er að fylgjast með þeim í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Fimmti dagur réttarhaldanna yfir Madsen, sem ákærður er fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall í fyrra, hófst í dag og gert er ráð fyrir að 37 vitni verði yfirheyrð áður en dagurinn er úti. Tvær ástkonur Madsens hafa nú þegar verið yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Myndband af því þegar maður var hálshöggvinn í tölvu Madsens Karlmaður sem starfaði hjá Copenhagen Suborbitals-rannsóknarstofunni, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014, var yfirheyrður á eftir konunum tveimur. Hann sagðist hafa aðstoðað Madsen með tölvuna hans og setti auk þess upp Windows-stýrikerfið árið 2012 eða 13. Við þá vinnu sagðist maðurinn hafa fundið myndband í tölvunni af því þegar maður var hálshöggvinn. „Þetta var myndband í mjög lélegum gæðum af einhverju sem líktist hálshöggi. Það var verið að skera mann á háls. Hann hvíldi höfuð sitt á steini.“ Maðurinn kannaðist ekki við að hafa séð frekara efni af þessu tagi í tölvu Madsens. „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Annað vitni sagði Madsen hafa sýnt sér myndband þar sem sást hvernig maður var kyrktur. Vitnið sagðist hafa setið að sumbli á vinnustofu sinni og farið svo yfir á vinnustofu Madsens um kvöldið. Þar hafi Madsen sýnt sér og fleiri viðstöddum ofbeldisfull myndbönd. „Þetta var ofbeldisfullt myndband. Því lauk með því að maður var kyrktur með vír. Þetta var ofbeldisfullt og ég er annars vanur að sjá ofbeldisfullt efni. Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár.“ Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Réttarhöldin yfir honum halda áfram í dag en hægt er að fylgjast með þeim í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31
Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04