„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2018 12:17 Peter Madsen neitar því enn að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. VÍSIR/AFP Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Fimmti dagur réttarhaldanna yfir Madsen, sem ákærður er fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall í fyrra, hófst í dag og gert er ráð fyrir að 37 vitni verði yfirheyrð áður en dagurinn er úti. Tvær ástkonur Madsens hafa nú þegar verið yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Myndband af því þegar maður var hálshöggvinn í tölvu Madsens Karlmaður sem starfaði hjá Copenhagen Suborbitals-rannsóknarstofunni, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014, var yfirheyrður á eftir konunum tveimur. Hann sagðist hafa aðstoðað Madsen með tölvuna hans og setti auk þess upp Windows-stýrikerfið árið 2012 eða 13. Við þá vinnu sagðist maðurinn hafa fundið myndband í tölvunni af því þegar maður var hálshöggvinn. „Þetta var myndband í mjög lélegum gæðum af einhverju sem líktist hálshöggi. Það var verið að skera mann á háls. Hann hvíldi höfuð sitt á steini.“ Maðurinn kannaðist ekki við að hafa séð frekara efni af þessu tagi í tölvu Madsens. „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Annað vitni sagði Madsen hafa sýnt sér myndband þar sem sást hvernig maður var kyrktur. Vitnið sagðist hafa setið að sumbli á vinnustofu sinni og farið svo yfir á vinnustofu Madsens um kvöldið. Þar hafi Madsen sýnt sér og fleiri viðstöddum ofbeldisfull myndbönd. „Þetta var ofbeldisfullt myndband. Því lauk með því að maður var kyrktur með vír. Þetta var ofbeldisfullt og ég er annars vanur að sjá ofbeldisfullt efni. Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár.“ Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Réttarhöldin yfir honum halda áfram í dag en hægt er að fylgjast með þeim í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Fimmti dagur réttarhaldanna yfir Madsen, sem ákærður er fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall í fyrra, hófst í dag og gert er ráð fyrir að 37 vitni verði yfirheyrð áður en dagurinn er úti. Tvær ástkonur Madsens hafa nú þegar verið yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Myndband af því þegar maður var hálshöggvinn í tölvu Madsens Karlmaður sem starfaði hjá Copenhagen Suborbitals-rannsóknarstofunni, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014, var yfirheyrður á eftir konunum tveimur. Hann sagðist hafa aðstoðað Madsen með tölvuna hans og setti auk þess upp Windows-stýrikerfið árið 2012 eða 13. Við þá vinnu sagðist maðurinn hafa fundið myndband í tölvunni af því þegar maður var hálshöggvinn. „Þetta var myndband í mjög lélegum gæðum af einhverju sem líktist hálshöggi. Það var verið að skera mann á háls. Hann hvíldi höfuð sitt á steini.“ Maðurinn kannaðist ekki við að hafa séð frekara efni af þessu tagi í tölvu Madsens. „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Annað vitni sagði Madsen hafa sýnt sér myndband þar sem sást hvernig maður var kyrktur. Vitnið sagðist hafa setið að sumbli á vinnustofu sinni og farið svo yfir á vinnustofu Madsens um kvöldið. Þar hafi Madsen sýnt sér og fleiri viðstöddum ofbeldisfull myndbönd. „Þetta var ofbeldisfullt myndband. Því lauk með því að maður var kyrktur með vír. Þetta var ofbeldisfullt og ég er annars vanur að sjá ofbeldisfullt efni. Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár.“ Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Réttarhöldin yfir honum halda áfram í dag en hægt er að fylgjast með þeim í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31
Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04