Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2018 05:37 Barn bólusett við barnaveiki um miðjan þennan mánuð. Yfir þúsund börn fengu sóttina í ágúst í fyrra. Vísir/EPA UNICEF hafa kallað eftir því að 350 milljónir dollara verði veittar í neyðaraðstoð. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er hugsaður til að fæða sveltandi börn í hinu stríðshrjáða Jemen. Framkvæmdastjóri samtakanna í Norður-Afríku og Miðausturlöndum segir upphæðina vera smáræði í samanburði við þá fjármuni sem eytt er í stríðsrekstur í landinu. „Fyrir árið 2018 hefur UNICEF beðið um 350 milljónir dollara til að verja í neyðaraðstoð. Það er smáræði miðað við þær upphæðir sem renna til stríðsreksturs ár hvert. Við erum að fara fram á smáræði,“ segir Geert Cappalaere en hann gegnir fyrrgreindri framkvæmdastjórastöðu. Á frummálinu hafði Cappalaere notað orðið „peanuts“, eða jarðhnetur, til að lýsa upphæðinni. Ummælunum var nokkuð greinilega beint að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en í liðinni viku notaði forsetinn sama orð til að lýsa12,5 milljarða dollara vopnasölusamkomulagi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu. Til að setja tölurnar í samhengi þá eru 350 milljónir dollara andvirði tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna. 12,5 milljarðar dollara aftur á móti myndu útleggjast sem rúmlega billjarður íslenskra króna og 237 milljörðum betur. Fyrir vopnasamkomulag Sáda mætti því leggja út fyrir umbeðinni þörf UNICEF 35 sinnum og samt eiga 250 milljónir dollara í afgang.80 prósent undir fátæktarmörkum Trump lét ummælin falla á fundi með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu síðastliðinn þriðjudag. Uppreisnarmenn Húta steyptu stjórnvöldum í Jemen af stóli fyrir sléttum þremur árum. Síðan þá hafa Sádar farið fyrir sveitum sem berjast gegn uppreisnarmönnunum. Áætlað er að 10 þúsund manns hafi fallið í stríðinu og meira en 40 þúsund hafi særst. Hungursneyð ríkir í landinu auk þess að kólera og barnaveiki hafa dregið þúsundir til dauða. Íbúar í Jemen eru um 8,4 milljónir en áætlað er að fjórir af hverjum fimm séu undir fátæktarmörkum. „Árið 2017 voru fimm jemensk börn drepin daglega í átökunum. Hvert einasta barn í landinu er í bráðri þörf fyrir neyðaraðstoð,“ segir Cappalaere. „Hvorugur deiluaðila – eða þeir sem hafa áhrif á þá – hefur sýnt nokkra virðingu í garð barna eða óbreyttra borgara sem byggja landið.“ Grunur leikur á því að stríðsglæpir hafi verið framdir í landinu af hálfu beggja aðila. Auk Húta og sveita Sáda er flokkur minni skærusamtaka sem taka þátt í átökunum. Grunur leikur á að hluti þeirra sé dyggilega studdur af Sameinuðu arabísku furstadæmunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
UNICEF hafa kallað eftir því að 350 milljónir dollara verði veittar í neyðaraðstoð. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er hugsaður til að fæða sveltandi börn í hinu stríðshrjáða Jemen. Framkvæmdastjóri samtakanna í Norður-Afríku og Miðausturlöndum segir upphæðina vera smáræði í samanburði við þá fjármuni sem eytt er í stríðsrekstur í landinu. „Fyrir árið 2018 hefur UNICEF beðið um 350 milljónir dollara til að verja í neyðaraðstoð. Það er smáræði miðað við þær upphæðir sem renna til stríðsreksturs ár hvert. Við erum að fara fram á smáræði,“ segir Geert Cappalaere en hann gegnir fyrrgreindri framkvæmdastjórastöðu. Á frummálinu hafði Cappalaere notað orðið „peanuts“, eða jarðhnetur, til að lýsa upphæðinni. Ummælunum var nokkuð greinilega beint að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en í liðinni viku notaði forsetinn sama orð til að lýsa12,5 milljarða dollara vopnasölusamkomulagi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu. Til að setja tölurnar í samhengi þá eru 350 milljónir dollara andvirði tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna. 12,5 milljarðar dollara aftur á móti myndu útleggjast sem rúmlega billjarður íslenskra króna og 237 milljörðum betur. Fyrir vopnasamkomulag Sáda mætti því leggja út fyrir umbeðinni þörf UNICEF 35 sinnum og samt eiga 250 milljónir dollara í afgang.80 prósent undir fátæktarmörkum Trump lét ummælin falla á fundi með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu síðastliðinn þriðjudag. Uppreisnarmenn Húta steyptu stjórnvöldum í Jemen af stóli fyrir sléttum þremur árum. Síðan þá hafa Sádar farið fyrir sveitum sem berjast gegn uppreisnarmönnunum. Áætlað er að 10 þúsund manns hafi fallið í stríðinu og meira en 40 þúsund hafi særst. Hungursneyð ríkir í landinu auk þess að kólera og barnaveiki hafa dregið þúsundir til dauða. Íbúar í Jemen eru um 8,4 milljónir en áætlað er að fjórir af hverjum fimm séu undir fátæktarmörkum. „Árið 2017 voru fimm jemensk börn drepin daglega í átökunum. Hvert einasta barn í landinu er í bráðri þörf fyrir neyðaraðstoð,“ segir Cappalaere. „Hvorugur deiluaðila – eða þeir sem hafa áhrif á þá – hefur sýnt nokkra virðingu í garð barna eða óbreyttra borgara sem byggja landið.“ Grunur leikur á því að stríðsglæpir hafi verið framdir í landinu af hálfu beggja aðila. Auk Húta og sveita Sáda er flokkur minni skærusamtaka sem taka þátt í átökunum. Grunur leikur á að hluti þeirra sé dyggilega studdur af Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52
Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32