Körfubolti

Einar Árni tekur við Njarðvík

Dagur Lárusson skrifar
Einar Árni Jóhannsson.
Einar Árni Jóhannsson. vísir/getty
Einar Árni Jóhannsson hefur tekið við karlaliði Njarðvíkur en Körfuknattleiksdeild félagsins staðfesti þetta í dag.

Einar Árni gerði Njarðvík að Íslandsmeisturum árið 2006 en það var í síðasta skipti sem Njarðvík varð Íslandsmeistari. Síðastliðin þrjú árin hefur Einar stýrt liði Þórs í Þorlákshöfn en hefur nú ákveðið að snúa til baka.

Við samningagerðina nú fyrr í dag bauð formaðurinn , Friðrik Pétur Ragnarsson, Einar Árna velkominn.

„Við fögnum því innilega að fá jafn reyndan þjálfara og Einar við stýrið en það er hugur í okkur Njarðvíkinum sem fyrr. Í Einari þekkjum við sterkan þjálfara sem hefur um árabil gert góða hluti í Ljónagryfjunni.“

Njarðvík ákvað að endurnýja ekki samning sinn við Daníel Guðna Guðmundsson sem hafði stýrt liðinu síðustu tvö tímabilin.


Tengdar fréttir

Njarðvík framlengir ekki við Daníel

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Daníel Guðna Guðmundsson en hann hefur verið með liðið síðustu tvö tímabilin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×