Skollamergð á lokahring Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2018 22:15 Ólafía er í fínni stöðu í Kaliforníu vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Kia Classic mótinu í golfi í kvöld en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn átti Ólafía frábæran dag í gær þar sem hún setti meðal annars fimm fugla á sex holum. Fyrir lokadaginn í dag var hún í 35.-39. sæti á fjórum höggum undir pari og átti möguleika á að komast ofar með svipaðri spilamennsku og hún sýndi í gær. Það var hins vegar ekki uppi á teningnum í dag og endaði hún í 76.-80. sæti eftir mjög mislukkaðan dag. Fyrstu holurnar voru mjög stöðugar hjá Ólafíu. Hún paraði sjö af fyrstu átta holum, fékk skolla á fjórðu braut. Svo komu tveir skollar í röð og tvöfaldur skolli á 13. braut. Þá var hún komin yfir parið og átti ekki eftir að fara undir það aftur. Ólafía náði einum fugl á vellinum í dag, á 16. holu. Hún fékk hins vegar skolla á 15. og 17. holu og spilaði því hringinn í dag á 6 höggum yfir pari og var samtals á tveimur höggum yfir pari. Þrátt fyrir að enn séu kylfingar úti á vellinum þegar þessi frétt er skrifuð er nokkuð öruggt að staða Ólafíu sé lokaniðurstaðan þar sem næsti kylfingur fyrir ofan sem ekki hefur lokið leik er á þremur höggum undir pari. Mótið var það fjórða sem Ólafía tók þátt í á LPGA mótaröðinni í ár. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum en endaði jöfn í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahama eyjum. Stutt er í næsta mót en Ólafía Þórunn verður meðal keppenda á Ana Inspiration mótinu sem hefst strax næsta fimmtudag. Mótið er fyrsta risamót ársins. Mikil barátta er á toppi töflunnar á Kia Classic mótinu og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 23:00. Beina textalýsingu frá hring Ólafíu má sjá hér að neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Kia Classic mótinu í golfi í kvöld en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn átti Ólafía frábæran dag í gær þar sem hún setti meðal annars fimm fugla á sex holum. Fyrir lokadaginn í dag var hún í 35.-39. sæti á fjórum höggum undir pari og átti möguleika á að komast ofar með svipaðri spilamennsku og hún sýndi í gær. Það var hins vegar ekki uppi á teningnum í dag og endaði hún í 76.-80. sæti eftir mjög mislukkaðan dag. Fyrstu holurnar voru mjög stöðugar hjá Ólafíu. Hún paraði sjö af fyrstu átta holum, fékk skolla á fjórðu braut. Svo komu tveir skollar í röð og tvöfaldur skolli á 13. braut. Þá var hún komin yfir parið og átti ekki eftir að fara undir það aftur. Ólafía náði einum fugl á vellinum í dag, á 16. holu. Hún fékk hins vegar skolla á 15. og 17. holu og spilaði því hringinn í dag á 6 höggum yfir pari og var samtals á tveimur höggum yfir pari. Þrátt fyrir að enn séu kylfingar úti á vellinum þegar þessi frétt er skrifuð er nokkuð öruggt að staða Ólafíu sé lokaniðurstaðan þar sem næsti kylfingur fyrir ofan sem ekki hefur lokið leik er á þremur höggum undir pari. Mótið var það fjórða sem Ólafía tók þátt í á LPGA mótaröðinni í ár. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum en endaði jöfn í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahama eyjum. Stutt er í næsta mót en Ólafía Þórunn verður meðal keppenda á Ana Inspiration mótinu sem hefst strax næsta fimmtudag. Mótið er fyrsta risamót ársins. Mikil barátta er á toppi töflunnar á Kia Classic mótinu og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 23:00. Beina textalýsingu frá hring Ólafíu má sjá hér að neðan.
Golf Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira