Segir umhugsunarvert að Landsnet hafi ekki náð að leggja eina einustu raflínu Ingvar Þór Björnsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 25. mars 2018 12:36 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það umhugsunarvert að frá því að fyrirtækið Landsnet, sem sér um raforkudreifingu í landinu, var stofnað, hefur það ekki náð að leggja eina einustu raflínu til að tryggja raforkuöryggi. Þá segir hann að afkoma Landsvirkjunar komi til með að batna á næstu árum vegna hagstæðari samninga við stórnotendur. Hörður Árnason var gestur Kristjáns Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þrettán ár eru síðan Landsnet var stofnað og hefur fyrirtækið aðeins náð að leggja eina raforkulínu á rúmum áratug. Þrátt fyrir að umframorka sé til í landinu er ekki hægt að tryggja raforku og á Akureyri er ekki hægt að byggja upp stóriðnað þar sem raforkuöryggi er skert. „Frá því að Landsnet var stofnað árið 2005 þá hefur fyrirtækið ekki náð að leggja eina einustu nýja línu ef frá eru taldar línur sem tengdu Búðarhálsvirkjun og Þeistareykjavirkjun. Það er í raun og veru mjög umhugsunarvert því samfélagið er að breytast mjög mikið og samfélagið þarf mjög á raforku að halda,“ segir hann.Staða Landsvirkjunar batnað mikið á síðustu árumHörður segir samfélagið vera að breytast mikið og orkuþörf að aukast. Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður staðsett á stærsta aflsvæði fyrirtækisins, á Þjórsár og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir 6 aflstöðvar sem virkja kraft þessara tveggja árkerfa. Hörður segir að áður fyrr hafi virkjun ekki verið byggð fyrr en stór viðskiptavinur hafi verið fundinn en nú hafi það breyst. „Í dag eru þetta fjölbreyttir viðskiptavinir úr mismunandi iðngreinum, það er hagvöxtur í samfélaginu, orkuskipti, gagnaver og ýmislegt sem er ekki beintengt hverri virkjun eins og var áður,“ segir hann. Hörður segir jafnframt að staða Landsvirkjunar hafi batnað mikið á síðustu árum, meðal annars vegna þess að tekist hefur að hækka raforkuverð. „Síðast í fyrradag vorum við að fá hækkun á lánshæfismati og fyrirtækið er farið að fjármagna sig alfarið án ríkisábyrgða og hefur gert það alveg frá 2010.“ Lögð hefur verið áhersla á það síðustu tíu ár að fá betra verð frá stóriðjunni en áður var því flaggað að Ísland væri með lægsta raforkuverðið til stóriðjunnar. Hörður segir afkomu Landsvirkjunar eiga eftir að batna mikið á næstu árum með betri samningum. „Það er ánægjulegt að raforkuverð til stórnotenda á Íslandi með þessum nýju samningum sé sambærilegt og það gerist best annars staðar,” segir hann. Tengdar fréttir Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Landsvirkjun gefur út græn skuldabréf á Bandaríkjamarkaði Landsvirkjun hefur samið við bandaríska og breska fagfjárfesta um útgáfu grænna skuldabréfa gegnum lokað skuldabréfaútboð á Bandaríkjamarkaði að fjárhæð samtals 200 milljónir Bandaríkjadala. 9. mars 2018 16:49 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það umhugsunarvert að frá því að fyrirtækið Landsnet, sem sér um raforkudreifingu í landinu, var stofnað, hefur það ekki náð að leggja eina einustu raflínu til að tryggja raforkuöryggi. Þá segir hann að afkoma Landsvirkjunar komi til með að batna á næstu árum vegna hagstæðari samninga við stórnotendur. Hörður Árnason var gestur Kristjáns Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þrettán ár eru síðan Landsnet var stofnað og hefur fyrirtækið aðeins náð að leggja eina raforkulínu á rúmum áratug. Þrátt fyrir að umframorka sé til í landinu er ekki hægt að tryggja raforku og á Akureyri er ekki hægt að byggja upp stóriðnað þar sem raforkuöryggi er skert. „Frá því að Landsnet var stofnað árið 2005 þá hefur fyrirtækið ekki náð að leggja eina einustu nýja línu ef frá eru taldar línur sem tengdu Búðarhálsvirkjun og Þeistareykjavirkjun. Það er í raun og veru mjög umhugsunarvert því samfélagið er að breytast mjög mikið og samfélagið þarf mjög á raforku að halda,“ segir hann.Staða Landsvirkjunar batnað mikið á síðustu árumHörður segir samfélagið vera að breytast mikið og orkuþörf að aukast. Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður staðsett á stærsta aflsvæði fyrirtækisins, á Þjórsár og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir 6 aflstöðvar sem virkja kraft þessara tveggja árkerfa. Hörður segir að áður fyrr hafi virkjun ekki verið byggð fyrr en stór viðskiptavinur hafi verið fundinn en nú hafi það breyst. „Í dag eru þetta fjölbreyttir viðskiptavinir úr mismunandi iðngreinum, það er hagvöxtur í samfélaginu, orkuskipti, gagnaver og ýmislegt sem er ekki beintengt hverri virkjun eins og var áður,“ segir hann. Hörður segir jafnframt að staða Landsvirkjunar hafi batnað mikið á síðustu árum, meðal annars vegna þess að tekist hefur að hækka raforkuverð. „Síðast í fyrradag vorum við að fá hækkun á lánshæfismati og fyrirtækið er farið að fjármagna sig alfarið án ríkisábyrgða og hefur gert það alveg frá 2010.“ Lögð hefur verið áhersla á það síðustu tíu ár að fá betra verð frá stóriðjunni en áður var því flaggað að Ísland væri með lægsta raforkuverðið til stóriðjunnar. Hörður segir afkomu Landsvirkjunar eiga eftir að batna mikið á næstu árum með betri samningum. „Það er ánægjulegt að raforkuverð til stórnotenda á Íslandi með þessum nýju samningum sé sambærilegt og það gerist best annars staðar,” segir hann.
Tengdar fréttir Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Landsvirkjun gefur út græn skuldabréf á Bandaríkjamarkaði Landsvirkjun hefur samið við bandaríska og breska fagfjárfesta um útgáfu grænna skuldabréfa gegnum lokað skuldabréfaútboð á Bandaríkjamarkaði að fjárhæð samtals 200 milljónir Bandaríkjadala. 9. mars 2018 16:49 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Landsvirkjun gefur út græn skuldabréf á Bandaríkjamarkaði Landsvirkjun hefur samið við bandaríska og breska fagfjárfesta um útgáfu grænna skuldabréfa gegnum lokað skuldabréfaútboð á Bandaríkjamarkaði að fjárhæð samtals 200 milljónir Bandaríkjadala. 9. mars 2018 16:49