Novichok í höndum rússneskra gengja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. mars 2018 07:15 Novichok-eitur var notað í tilræðinu við Skripal-feðgin í Salisbury fyrr í mánuðinum. Viðamikil lögreglurannsókn hefur staðið yfir síðan. Vísir/AFP Ýmis glæpagengi í Rússlandi, meðal annars í Tsjetsjeníu, hafa undir höndum nægilegt magn af taugaeitri af gerðinni Novichok til þess að drepa hundruð manna. Efnavopnið var til að mynda notað til að drepa bankamanninn Ívan Kívelídí árið 1995. Þetta er á meðal þess sem kom fram í umfjöllun sem rússneski miðillinn Novaya Gazeta birti í gær. Novaya Gazeta hefur gögnin úr réttarhöldunum í og rannsókn á Kívelídí-málinu undir höndum. Miðillinn er einn af stærstu rússnesku miðlunum sem gagnrýna ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta. Frá aldamótum hafa sex blaðamenn Novaya Gazeta verið myrtir er þeir rannsökuðu ýmis mál. Novichok-taugaeitur var notað í tilræðinu við fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans í Salisbury í Bretlandi fyrr í mánuðinum. Málið hefur haft mikils háttar áhrif á samskipti Breta og Rússa. Bretar saka Rússa um að hafa staðið að árásinni. Hafa Bretar og bandamenn þeirra gagnrýnt Rússa harðlega og sakað um þessa fyrstu efnavopnaárás í evrópskri borg í áratugi. Í gær tilkynnti ESB að sendiherra sambandsins í Rússlandi yrði afturkallaður. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagðist harma ákvörðunina. Sagði hann Breta reyna að þvinga bandamenn sína til að taka afstöðu gegn Rússum. Augljóst væri að Bretar væru vísvitandi að reyna að gera deiluna verri. Rússar hafa ítrekað neitað sök. Hafa þeir til að mynda sagt að Rússar framleiði engin efnavopn, verkefnum Sovétríkjanna hafi verið hætt árið 1992. Þá hafi vopnabúrinu verið eytt að fullu í fyrra. Vasilí Nebeznja, fastafulltrúi Rússa hjá SÞ, hefur sagt að engar rannsóknir eða verkefni undir nafninu Novichok hafi farið fram í Rússlandi. María Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytisins, hefur sagt að hvorki Rússar né Sovétmenn hafi nokkurn tímann framleitt efnavopn undir því heiti. Þetta stangast hins vegar á við gögnin sem Novaya Gazeta hefur undir höndum og greindi frá. Þar sögðu sérfræðingar og vitni frá því að þróun og framleiðsla á Novichok-eitri hefði ekki tekið enda fyrr en 1994. Viðtal RIA Novostí, ríkismiðils sem hliðhollur er Pútín, við prófessor Leoníd Rink frá því fyrr í mánuðinum vakti athygli Novaya Gazeta og birti miðillinn útdrátt úr því samhliða umfjölluninni um Kívelídí-skjölin, sem Rink kemur reyndar einnig fyrir í. Í upphaflegri mynd fréttarinnar var haft eftir Rink að Novichok væri ekki nafn á eitri heldur heildstæðu kerfi í kringum notkun efnavopna. Í leiðrétti mynd var hins vegar haft eftir Rink að fáránlegt væri að tala um að Novichok-eitur eða Novichok-verkefni væru til. Uppfærða fréttin stangaðist því ekki á við opinbera afstöðu Rússa, að því er Novaya Gazeta greinir frá. Hins vegar stóð enn í frétt RIA Novostí að rússneski herinn hefði gefið efnavopnum nöfn eftir að hafa fengið þau í sínar hendur. Novichok væri eitt þeirra nafna. Rink þessi var yfirheyrður vegna Kívelídí-málsins á sínum tíma og greindi Novaya Gazeta frá ummælum hans úr yfirheyrslunni í gær. Sagði Rink meðal annars frá því að hann hefði, ásamt hópi rannsakenda á rannsóknastofu á vegum yfirvalda í lokaða bænum Shíkhaní, framleitt Novichok-taugaeitur. Hann hefði tekið eitrið heim með sér, eitt gramm í fjórum hylkjum. Ef eitrið kæmist í snertingu við húð gæti innihald eins hylkis kostað hundrað lífið. Þá sagði hann frá því að hann hefði selt manni, sem Rink vissi að ætlaði að nota eitrið á aðra manneskju, hylki á um 150.000 krónur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Lögreglumaður sem veiktist í taugareitursárás útskrifaður Aðstoðarvarðstjórinn segir að venjulegt líf sitt verði líklega aldrei samt aftur. 22. mars 2018 18:56 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. 21. mars 2018 18:37 Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent David Lynch er látinn Erlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann David Lynch er látinn Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Sjá meira
Ýmis glæpagengi í Rússlandi, meðal annars í Tsjetsjeníu, hafa undir höndum nægilegt magn af taugaeitri af gerðinni Novichok til þess að drepa hundruð manna. Efnavopnið var til að mynda notað til að drepa bankamanninn Ívan Kívelídí árið 1995. Þetta er á meðal þess sem kom fram í umfjöllun sem rússneski miðillinn Novaya Gazeta birti í gær. Novaya Gazeta hefur gögnin úr réttarhöldunum í og rannsókn á Kívelídí-málinu undir höndum. Miðillinn er einn af stærstu rússnesku miðlunum sem gagnrýna ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta. Frá aldamótum hafa sex blaðamenn Novaya Gazeta verið myrtir er þeir rannsökuðu ýmis mál. Novichok-taugaeitur var notað í tilræðinu við fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans í Salisbury í Bretlandi fyrr í mánuðinum. Málið hefur haft mikils háttar áhrif á samskipti Breta og Rússa. Bretar saka Rússa um að hafa staðið að árásinni. Hafa Bretar og bandamenn þeirra gagnrýnt Rússa harðlega og sakað um þessa fyrstu efnavopnaárás í evrópskri borg í áratugi. Í gær tilkynnti ESB að sendiherra sambandsins í Rússlandi yrði afturkallaður. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagðist harma ákvörðunina. Sagði hann Breta reyna að þvinga bandamenn sína til að taka afstöðu gegn Rússum. Augljóst væri að Bretar væru vísvitandi að reyna að gera deiluna verri. Rússar hafa ítrekað neitað sök. Hafa þeir til að mynda sagt að Rússar framleiði engin efnavopn, verkefnum Sovétríkjanna hafi verið hætt árið 1992. Þá hafi vopnabúrinu verið eytt að fullu í fyrra. Vasilí Nebeznja, fastafulltrúi Rússa hjá SÞ, hefur sagt að engar rannsóknir eða verkefni undir nafninu Novichok hafi farið fram í Rússlandi. María Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytisins, hefur sagt að hvorki Rússar né Sovétmenn hafi nokkurn tímann framleitt efnavopn undir því heiti. Þetta stangast hins vegar á við gögnin sem Novaya Gazeta hefur undir höndum og greindi frá. Þar sögðu sérfræðingar og vitni frá því að þróun og framleiðsla á Novichok-eitri hefði ekki tekið enda fyrr en 1994. Viðtal RIA Novostí, ríkismiðils sem hliðhollur er Pútín, við prófessor Leoníd Rink frá því fyrr í mánuðinum vakti athygli Novaya Gazeta og birti miðillinn útdrátt úr því samhliða umfjölluninni um Kívelídí-skjölin, sem Rink kemur reyndar einnig fyrir í. Í upphaflegri mynd fréttarinnar var haft eftir Rink að Novichok væri ekki nafn á eitri heldur heildstæðu kerfi í kringum notkun efnavopna. Í leiðrétti mynd var hins vegar haft eftir Rink að fáránlegt væri að tala um að Novichok-eitur eða Novichok-verkefni væru til. Uppfærða fréttin stangaðist því ekki á við opinbera afstöðu Rússa, að því er Novaya Gazeta greinir frá. Hins vegar stóð enn í frétt RIA Novostí að rússneski herinn hefði gefið efnavopnum nöfn eftir að hafa fengið þau í sínar hendur. Novichok væri eitt þeirra nafna. Rink þessi var yfirheyrður vegna Kívelídí-málsins á sínum tíma og greindi Novaya Gazeta frá ummælum hans úr yfirheyrslunni í gær. Sagði Rink meðal annars frá því að hann hefði, ásamt hópi rannsakenda á rannsóknastofu á vegum yfirvalda í lokaða bænum Shíkhaní, framleitt Novichok-taugaeitur. Hann hefði tekið eitrið heim með sér, eitt gramm í fjórum hylkjum. Ef eitrið kæmist í snertingu við húð gæti innihald eins hylkis kostað hundrað lífið. Þá sagði hann frá því að hann hefði selt manni, sem Rink vissi að ætlaði að nota eitrið á aðra manneskju, hylki á um 150.000 krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Lögreglumaður sem veiktist í taugareitursárás útskrifaður Aðstoðarvarðstjórinn segir að venjulegt líf sitt verði líklega aldrei samt aftur. 22. mars 2018 18:56 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. 21. mars 2018 18:37 Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent David Lynch er látinn Erlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann David Lynch er látinn Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Sjá meira
Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30
Lögreglumaður sem veiktist í taugareitursárás útskrifaður Aðstoðarvarðstjórinn segir að venjulegt líf sitt verði líklega aldrei samt aftur. 22. mars 2018 18:56
Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00
Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. 21. mars 2018 18:37
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent