Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 11:34 Illugi Gunnarsson var menntamálaráðherra þegar málið kom upp árið 2015. Vísir/Anton Brink Umboðsmaður Alþingis telur að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi brotið lög þegar sextán ára pilti var vísað úr menntaskóla fyrir þremur árum. Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. Skólaráð menntaskólans þar sem pilturinn hafði verið við nám í þrjár vikur ákvað einróma að víkja piltinum úr skólanum, í það minnsta út vorönnina. Lögmaður piltsins kærði þá ákvörðun til ráðuneytisins sem kvað upp úrskurð sem staðfesti brottvikninguna.Viðurkenndi brot sín Í framhaldinu leituðu foreldrar piltsins til Umboðsmanns Alþingis sem komst loks að niðurstöðu í málinu í desember 2017, tæpum þremur árum síðar. Pilturinn viðurkenndi að hafa borið matarhníf á sér í skólanum. Þá hefði myndin af stúlkunni ekki verið nektarmynd heldur hefði hún verið á nærbuxum. Ekki hefði sést í andlit hennar og hann skammaðist sín fyrir verknaðinn. Í áliti umboðsmanns kemur fram að í ljósi þess að pilturinn var ólögráða, réttar hans til skólagöngu til átján ára aldurs, hlutverks og markmiða menntunar auk úrræða til að takast á við hegðunarvanda hafi ákvörðun skólayfirvalda að vísa honum úr skólanum ekki verið í samræmi við meðalhófsreglur stjórnsýslulaga og laga um framhaldsskóla. Úrskurður ráðuneytisins sem staðfesti brottvikninguna hefði því ekki verið í samræmi við lög.Leita leiða til að rétta hlut piltsins Jafnframt var talið að þær leiðbeiningar sem piltinum voru veittar af hálfu ráðuneytisins um að bíða með að sækja um skólavist á ný á meðan málið væri til meðferðar hjá ráðuneytinu hefðu ekki verið í samræmi við lög. Þá taldi umboðsmaður að sá þáttur í meðferð málsins sem laut að því að útvega piltinum skólavist að nýju hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að leita leiða til að rétta hlut piltsins. Þá var mælst til þess að ráðuneytið gerði ráðstafanir til að tryggja að nemendur, yngri en 18 ára, sem vísað væri ótímabundið úr framhaldsskóla, fengju skólavist að nýju og tæki til skoðunar hvort tilefni væri til að móta verklag og áætlun til að fyrirbyggja og bregðast við málum af því tagi sem um ræddi í álitinu og upp kæmu í framhaldsskólum. Loks var því beint til ráðuneytisins að það tæki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.Álit umboðsmanns má lesa í heild hér. Skóla - og menntamál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis telur að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi brotið lög þegar sextán ára pilti var vísað úr menntaskóla fyrir þremur árum. Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. Skólaráð menntaskólans þar sem pilturinn hafði verið við nám í þrjár vikur ákvað einróma að víkja piltinum úr skólanum, í það minnsta út vorönnina. Lögmaður piltsins kærði þá ákvörðun til ráðuneytisins sem kvað upp úrskurð sem staðfesti brottvikninguna.Viðurkenndi brot sín Í framhaldinu leituðu foreldrar piltsins til Umboðsmanns Alþingis sem komst loks að niðurstöðu í málinu í desember 2017, tæpum þremur árum síðar. Pilturinn viðurkenndi að hafa borið matarhníf á sér í skólanum. Þá hefði myndin af stúlkunni ekki verið nektarmynd heldur hefði hún verið á nærbuxum. Ekki hefði sést í andlit hennar og hann skammaðist sín fyrir verknaðinn. Í áliti umboðsmanns kemur fram að í ljósi þess að pilturinn var ólögráða, réttar hans til skólagöngu til átján ára aldurs, hlutverks og markmiða menntunar auk úrræða til að takast á við hegðunarvanda hafi ákvörðun skólayfirvalda að vísa honum úr skólanum ekki verið í samræmi við meðalhófsreglur stjórnsýslulaga og laga um framhaldsskóla. Úrskurður ráðuneytisins sem staðfesti brottvikninguna hefði því ekki verið í samræmi við lög.Leita leiða til að rétta hlut piltsins Jafnframt var talið að þær leiðbeiningar sem piltinum voru veittar af hálfu ráðuneytisins um að bíða með að sækja um skólavist á ný á meðan málið væri til meðferðar hjá ráðuneytinu hefðu ekki verið í samræmi við lög. Þá taldi umboðsmaður að sá þáttur í meðferð málsins sem laut að því að útvega piltinum skólavist að nýju hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að leita leiða til að rétta hlut piltsins. Þá var mælst til þess að ráðuneytið gerði ráðstafanir til að tryggja að nemendur, yngri en 18 ára, sem vísað væri ótímabundið úr framhaldsskóla, fengju skólavist að nýju og tæki til skoðunar hvort tilefni væri til að móta verklag og áætlun til að fyrirbyggja og bregðast við málum af því tagi sem um ræddi í álitinu og upp kæmu í framhaldsskólum. Loks var því beint til ráðuneytisins að það tæki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.Álit umboðsmanns má lesa í heild hér.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Sjá meira