Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 11:34 Illugi Gunnarsson var menntamálaráðherra þegar málið kom upp árið 2015. Vísir/Anton Brink Umboðsmaður Alþingis telur að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi brotið lög þegar sextán ára pilti var vísað úr menntaskóla fyrir þremur árum. Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. Skólaráð menntaskólans þar sem pilturinn hafði verið við nám í þrjár vikur ákvað einróma að víkja piltinum úr skólanum, í það minnsta út vorönnina. Lögmaður piltsins kærði þá ákvörðun til ráðuneytisins sem kvað upp úrskurð sem staðfesti brottvikninguna.Viðurkenndi brot sín Í framhaldinu leituðu foreldrar piltsins til Umboðsmanns Alþingis sem komst loks að niðurstöðu í málinu í desember 2017, tæpum þremur árum síðar. Pilturinn viðurkenndi að hafa borið matarhníf á sér í skólanum. Þá hefði myndin af stúlkunni ekki verið nektarmynd heldur hefði hún verið á nærbuxum. Ekki hefði sést í andlit hennar og hann skammaðist sín fyrir verknaðinn. Í áliti umboðsmanns kemur fram að í ljósi þess að pilturinn var ólögráða, réttar hans til skólagöngu til átján ára aldurs, hlutverks og markmiða menntunar auk úrræða til að takast á við hegðunarvanda hafi ákvörðun skólayfirvalda að vísa honum úr skólanum ekki verið í samræmi við meðalhófsreglur stjórnsýslulaga og laga um framhaldsskóla. Úrskurður ráðuneytisins sem staðfesti brottvikninguna hefði því ekki verið í samræmi við lög.Leita leiða til að rétta hlut piltsins Jafnframt var talið að þær leiðbeiningar sem piltinum voru veittar af hálfu ráðuneytisins um að bíða með að sækja um skólavist á ný á meðan málið væri til meðferðar hjá ráðuneytinu hefðu ekki verið í samræmi við lög. Þá taldi umboðsmaður að sá þáttur í meðferð málsins sem laut að því að útvega piltinum skólavist að nýju hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að leita leiða til að rétta hlut piltsins. Þá var mælst til þess að ráðuneytið gerði ráðstafanir til að tryggja að nemendur, yngri en 18 ára, sem vísað væri ótímabundið úr framhaldsskóla, fengju skólavist að nýju og tæki til skoðunar hvort tilefni væri til að móta verklag og áætlun til að fyrirbyggja og bregðast við málum af því tagi sem um ræddi í álitinu og upp kæmu í framhaldsskólum. Loks var því beint til ráðuneytisins að það tæki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.Álit umboðsmanns má lesa í heild hér. Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis telur að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi brotið lög þegar sextán ára pilti var vísað úr menntaskóla fyrir þremur árum. Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. Skólaráð menntaskólans þar sem pilturinn hafði verið við nám í þrjár vikur ákvað einróma að víkja piltinum úr skólanum, í það minnsta út vorönnina. Lögmaður piltsins kærði þá ákvörðun til ráðuneytisins sem kvað upp úrskurð sem staðfesti brottvikninguna.Viðurkenndi brot sín Í framhaldinu leituðu foreldrar piltsins til Umboðsmanns Alþingis sem komst loks að niðurstöðu í málinu í desember 2017, tæpum þremur árum síðar. Pilturinn viðurkenndi að hafa borið matarhníf á sér í skólanum. Þá hefði myndin af stúlkunni ekki verið nektarmynd heldur hefði hún verið á nærbuxum. Ekki hefði sést í andlit hennar og hann skammaðist sín fyrir verknaðinn. Í áliti umboðsmanns kemur fram að í ljósi þess að pilturinn var ólögráða, réttar hans til skólagöngu til átján ára aldurs, hlutverks og markmiða menntunar auk úrræða til að takast á við hegðunarvanda hafi ákvörðun skólayfirvalda að vísa honum úr skólanum ekki verið í samræmi við meðalhófsreglur stjórnsýslulaga og laga um framhaldsskóla. Úrskurður ráðuneytisins sem staðfesti brottvikninguna hefði því ekki verið í samræmi við lög.Leita leiða til að rétta hlut piltsins Jafnframt var talið að þær leiðbeiningar sem piltinum voru veittar af hálfu ráðuneytisins um að bíða með að sækja um skólavist á ný á meðan málið væri til meðferðar hjá ráðuneytinu hefðu ekki verið í samræmi við lög. Þá taldi umboðsmaður að sá þáttur í meðferð málsins sem laut að því að útvega piltinum skólavist að nýju hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að leita leiða til að rétta hlut piltsins. Þá var mælst til þess að ráðuneytið gerði ráðstafanir til að tryggja að nemendur, yngri en 18 ára, sem vísað væri ótímabundið úr framhaldsskóla, fengju skólavist að nýju og tæki til skoðunar hvort tilefni væri til að móta verklag og áætlun til að fyrirbyggja og bregðast við málum af því tagi sem um ræddi í álitinu og upp kæmu í framhaldsskólum. Loks var því beint til ráðuneytisins að það tæki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.Álit umboðsmanns má lesa í heild hér.
Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira