Segir reynt að koma á sig höggi með villandi fréttaflutningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2018 07:57 Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa farið fram á umtalsverða launalækkun fyrir sjálfan sig og vandar Morgunblaðinu ekki kveðjurnar. VÍSIR/STEFÁN Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að laun séu ekki - og eigi ekki að vera neitt leyndarmál. Honum þyki það því dapurlegt þegar „ákveðnir fréttamiðlar“ reyni „vísvitandi“ að koma höggi á sig og VR með „villandi fréttaflutningi.“ Þó svo að Ragnar nefni þessa ákveðnu fréttamiðla ekki á nafn í Facebook-færslu sinni í gærkvöldi dylst engum að formaðurinn beinir spjótum sínum að Morgunblaðinu. Í frétt þess í gærmorgun sagði að VR hafi greitt 26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki til formanna félagsins árið 2017 en að þessir þættir hafi numið 17 milljónum árið 2016. Að mati Ragnars skýrist þessi hækkun á milli ára af starfslokum Ólafíu B Rafnsdóttur, sem hætti störfum hjá VR í mars í fyrra. Ragnar segist jafnframt hafa gert samning við launanefnd VR þegar hann tók við að laun hans yrðu lækkuð og að bifreiðahlunnindi yrðu tekin út - lækkun sem nam rúmlega 21 prósentustigi á mánuði. „Laun mín fylgja svo kjarasamningsbundnum launahækkunum,“ segir Ragnar í færslunni og rekur því næst laun og launakjör sín fyrir síðasta ár. Mánaðargreiðslur VR til Ragnars frá 1. maí námu 1.132.632 krónur og þá fékk hann mánaðarlega greiddar 28.738 krónur fyrir akstur. „Ég er afar sáttur við þau launakjör sem ég hef sem formaður VR og hef fullan skilning á því ef félagsmenn telji launin of há en launakjör margra félagsmanna okkar eru til háborinnar skammar og mun ég leggja allt mitt undir við að bæta kjör og lífsgæði þeirra sem og allra félagsmanna VR. Það eina sem ég get sagt er að ég lofa öllum félagsmönnum VR að ég mun vinna fyrir hverri einustu krónu sem félagsmenn borga mér í laun,“ segir Ragnar. Hann vonast til að færsla sín „svari og upplýsi það sem rétt er en það er dapurlegt þegar ákveðnir fréttamiðlar vísvitandi reyna að koma á mig og félagið höggi með villandi fréttaflutningi,“ segir Ragnar í færslunni sem sjá má hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að laun séu ekki - og eigi ekki að vera neitt leyndarmál. Honum þyki það því dapurlegt þegar „ákveðnir fréttamiðlar“ reyni „vísvitandi“ að koma höggi á sig og VR með „villandi fréttaflutningi.“ Þó svo að Ragnar nefni þessa ákveðnu fréttamiðla ekki á nafn í Facebook-færslu sinni í gærkvöldi dylst engum að formaðurinn beinir spjótum sínum að Morgunblaðinu. Í frétt þess í gærmorgun sagði að VR hafi greitt 26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki til formanna félagsins árið 2017 en að þessir þættir hafi numið 17 milljónum árið 2016. Að mati Ragnars skýrist þessi hækkun á milli ára af starfslokum Ólafíu B Rafnsdóttur, sem hætti störfum hjá VR í mars í fyrra. Ragnar segist jafnframt hafa gert samning við launanefnd VR þegar hann tók við að laun hans yrðu lækkuð og að bifreiðahlunnindi yrðu tekin út - lækkun sem nam rúmlega 21 prósentustigi á mánuði. „Laun mín fylgja svo kjarasamningsbundnum launahækkunum,“ segir Ragnar í færslunni og rekur því næst laun og launakjör sín fyrir síðasta ár. Mánaðargreiðslur VR til Ragnars frá 1. maí námu 1.132.632 krónur og þá fékk hann mánaðarlega greiddar 28.738 krónur fyrir akstur. „Ég er afar sáttur við þau launakjör sem ég hef sem formaður VR og hef fullan skilning á því ef félagsmenn telji launin of há en launakjör margra félagsmanna okkar eru til háborinnar skammar og mun ég leggja allt mitt undir við að bæta kjör og lífsgæði þeirra sem og allra félagsmanna VR. Það eina sem ég get sagt er að ég lofa öllum félagsmönnum VR að ég mun vinna fyrir hverri einustu krónu sem félagsmenn borga mér í laun,“ segir Ragnar. Hann vonast til að færsla sín „svari og upplýsi það sem rétt er en það er dapurlegt þegar ákveðnir fréttamiðlar vísvitandi reyna að koma á mig og félagið höggi með villandi fréttaflutningi,“ segir Ragnar í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira