Ólafía mætir bestu konu heimslistans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. mars 2018 14:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer af stað á sínu fjórða LPGA móti í dag þegar hún hefur keppni á Kia Classic mótinu sem leikið er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Íþróttamaður ársins 2017 byrjaði árið vel með því að lenda í 26. sæti á Pure Silk mótinu sem haldið var á Bahamaeyjum. Hún náði ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum á LPGA mótaröðinni. Ólafía tók þátt í einu móti á Evrópumótaröðinni í febrúar þar sem hún endaði í 14. sæti. Ólafía er í ráshóp í dag með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður Kóreu. Þær leggja af stað frá fyrsta teig klukkan 13:28 að staðartíma, eða klukkan 20:28 að íslenskum tíma. Beck náði inn á topp 10 á fyrsta móti ársins á Bahamaeyjum og það gerði sú suður-kóreska á HSBC mótinu í Singapore. Það eru því engir aukvisar sem spila með Ólafíu, en þær voru báðar nýliðar árið 2015. Ólafía var einnig á meðal keppenda á þessu móti í fyrra en þá náði hún ekki í gegnum niðurskurðinn. Flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks á mótinu, meðal annars efsti kylfingur heimslistans, hin kínverska Shanshan Feng. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 23:00. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer af stað á sínu fjórða LPGA móti í dag þegar hún hefur keppni á Kia Classic mótinu sem leikið er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Íþróttamaður ársins 2017 byrjaði árið vel með því að lenda í 26. sæti á Pure Silk mótinu sem haldið var á Bahamaeyjum. Hún náði ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum á LPGA mótaröðinni. Ólafía tók þátt í einu móti á Evrópumótaröðinni í febrúar þar sem hún endaði í 14. sæti. Ólafía er í ráshóp í dag með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður Kóreu. Þær leggja af stað frá fyrsta teig klukkan 13:28 að staðartíma, eða klukkan 20:28 að íslenskum tíma. Beck náði inn á topp 10 á fyrsta móti ársins á Bahamaeyjum og það gerði sú suður-kóreska á HSBC mótinu í Singapore. Það eru því engir aukvisar sem spila með Ólafíu, en þær voru báðar nýliðar árið 2015. Ólafía var einnig á meðal keppenda á þessu móti í fyrra en þá náði hún ekki í gegnum niðurskurðinn. Flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks á mótinu, meðal annars efsti kylfingur heimslistans, hin kínverska Shanshan Feng. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira