Ólafía mætir bestu konu heimslistans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. mars 2018 14:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer af stað á sínu fjórða LPGA móti í dag þegar hún hefur keppni á Kia Classic mótinu sem leikið er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Íþróttamaður ársins 2017 byrjaði árið vel með því að lenda í 26. sæti á Pure Silk mótinu sem haldið var á Bahamaeyjum. Hún náði ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum á LPGA mótaröðinni. Ólafía tók þátt í einu móti á Evrópumótaröðinni í febrúar þar sem hún endaði í 14. sæti. Ólafía er í ráshóp í dag með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður Kóreu. Þær leggja af stað frá fyrsta teig klukkan 13:28 að staðartíma, eða klukkan 20:28 að íslenskum tíma. Beck náði inn á topp 10 á fyrsta móti ársins á Bahamaeyjum og það gerði sú suður-kóreska á HSBC mótinu í Singapore. Það eru því engir aukvisar sem spila með Ólafíu, en þær voru báðar nýliðar árið 2015. Ólafía var einnig á meðal keppenda á þessu móti í fyrra en þá náði hún ekki í gegnum niðurskurðinn. Flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks á mótinu, meðal annars efsti kylfingur heimslistans, hin kínverska Shanshan Feng. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 23:00. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer af stað á sínu fjórða LPGA móti í dag þegar hún hefur keppni á Kia Classic mótinu sem leikið er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Íþróttamaður ársins 2017 byrjaði árið vel með því að lenda í 26. sæti á Pure Silk mótinu sem haldið var á Bahamaeyjum. Hún náði ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum á LPGA mótaröðinni. Ólafía tók þátt í einu móti á Evrópumótaröðinni í febrúar þar sem hún endaði í 14. sæti. Ólafía er í ráshóp í dag með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður Kóreu. Þær leggja af stað frá fyrsta teig klukkan 13:28 að staðartíma, eða klukkan 20:28 að íslenskum tíma. Beck náði inn á topp 10 á fyrsta móti ársins á Bahamaeyjum og það gerði sú suður-kóreska á HSBC mótinu í Singapore. Það eru því engir aukvisar sem spila með Ólafíu, en þær voru báðar nýliðar árið 2015. Ólafía var einnig á meðal keppenda á þessu móti í fyrra en þá náði hún ekki í gegnum niðurskurðinn. Flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks á mótinu, meðal annars efsti kylfingur heimslistans, hin kínverska Shanshan Feng. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti