Rafmagnsbíllinn VW e-Golf yfirleitt uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2018 06:00 WV e-Golf sést í dönsku umhverfi. WV Svo mikil hefur eftirspurnin verið eftir rafmagnsbílnum e-Golf frá Volkswagen að fyrirtækið á svo til aldrei neinar birgðir af bílnum, fremur er barist um þau eintök sem framleidd eru. Eftirspurnin eftir Volkswagen e-Golf hefur ekki síst verið mikil í öðrum Evrópulöndum en Þýskalandi og hefur sala hans t.d. verið gríðarmikil í Noregi og á Íslandi. Volkswagen e-Golf náði því til að mynda að vera söluhæsta bílgerðin í nóvember á síðasta ári í Noregi. Bíllinn var líka söluhæsti rafmagnsbíll í V-Evrópu í janúar á þessu ári og sló með því við bílum eins og Renault Zoe og Nissan Leaf. Rafmagnsbílar VW þrisvar sinnum eftirsóttari 2017 en 2016 Stjórnarformaður Volkswagen, Herbert Diess, segir að rafmagnsbílar Volkswagen hafi verið þrisvar sinnum eftirsóttari árið 2017 en 2016 og það sé greinilegt að bílakaupendur séu viljugir til að að skipta úr brunabílum yfir í rafmagnsbíla svo fremi sem verðið sé rétt. Þessi þróun ætti að ýta Volkswagen enn hraðar áfram við þróun sinna næstu rafmagnsbíla og á þeim verður enginn hörgull á næstunni, með tilvonandi bílum eins og I.D. Cross og I.D. Buzz. Volkswagen býður líka rafmagnsbílakaupendum sínum upp á ódýrar hleðslustöðvar til heimanota sem kosta aðeins 300 evrur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Svo mikil hefur eftirspurnin verið eftir rafmagnsbílnum e-Golf frá Volkswagen að fyrirtækið á svo til aldrei neinar birgðir af bílnum, fremur er barist um þau eintök sem framleidd eru. Eftirspurnin eftir Volkswagen e-Golf hefur ekki síst verið mikil í öðrum Evrópulöndum en Þýskalandi og hefur sala hans t.d. verið gríðarmikil í Noregi og á Íslandi. Volkswagen e-Golf náði því til að mynda að vera söluhæsta bílgerðin í nóvember á síðasta ári í Noregi. Bíllinn var líka söluhæsti rafmagnsbíll í V-Evrópu í janúar á þessu ári og sló með því við bílum eins og Renault Zoe og Nissan Leaf. Rafmagnsbílar VW þrisvar sinnum eftirsóttari 2017 en 2016 Stjórnarformaður Volkswagen, Herbert Diess, segir að rafmagnsbílar Volkswagen hafi verið þrisvar sinnum eftirsóttari árið 2017 en 2016 og það sé greinilegt að bílakaupendur séu viljugir til að að skipta úr brunabílum yfir í rafmagnsbíla svo fremi sem verðið sé rétt. Þessi þróun ætti að ýta Volkswagen enn hraðar áfram við þróun sinna næstu rafmagnsbíla og á þeim verður enginn hörgull á næstunni, með tilvonandi bílum eins og I.D. Cross og I.D. Buzz. Volkswagen býður líka rafmagnsbílakaupendum sínum upp á ódýrar hleðslustöðvar til heimanota sem kosta aðeins 300 evrur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent