Till fær aðalbardagann í Liverpool og Gunnar Nelson er „meira en klár í slaginn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 10:30 Gunnar Nelson gæti barist í Liverpool en ekki á móti Darren TIll. vísir/getty UFC tilkynnti síðastliðinn föstudag að Darren Till fær aðalbardagann í sinni heimaborg, Liverpool, þegar að UFC mætir þar til leiks með Fight Night-bardagakvöld 27. maí. Till er maðurinn sem Gunnar Nelson hefur verið að kalla eftir því að berjast gegn en Englendingurinn hefur hálfpartinn verið á flótta undan Gunnari og þóttist veikur þegar að UFC vildi að þeir myndu mætast í Lundúnum í mars. Shean Shelby, maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, vildi ólmur fá Englendinginn í búrið á móti Gunnari en Till flaug í staðinn til Brasilíu og naut lífsins í „veikindunum“. Gunnar hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan að staðfest var að Till verður aðalstjarna kvöldsins í Liverpool í lok maí en UFC á enn eftir að gefa út hverjum hann mætir.Darren Till virðist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyVonast eftir Liverpool „Gunnar er meira en klár í slaginn gegn Till í Liverpool ef honum verður boðið að berjast þar,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í viðtali við MMANytt.com. „Við vorum líka klárir í slaginn þegar að UFC hafði samband við okkur í janúar og vildi fá Gunnar í bardaga á móti Till í Lundúnum. Gunnar sagði já en herbúðir Till sögðu hann veikan mörgum vikum fyrir áætlaðan bardaga.“ Haraldur býst ekki heldur við því að Till berjist við Gunnar í Liverpool, en hann deilir frétt MMANytt á Facebook-síðu íslenskra áhugamanna um MMA og segir: „Vonumst til að vera í Liverpool en það eru litlar líkur á að það verði gegn Till. Nokkuð ljóst að hann hefur takmarkaðan áhuga á að mæta Gunna þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.“ Leon Edwards, 26 ára gamall breskur bardagakappi, hefur verið á fínum skriði að undanförnu en hann vill einnig berjast við Till í Liverpool. Haraldur sér líka góðan bardaga í kortunum ef hann mætir Gunnari. „Ég tel að bardagi milli Gunnars og Leon yrði flottur en það er bara mín persónulega skoðun. Ég hef aldrei rætt um hann við Gunnar,“ segir Haraldur Nelson. MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars 30. janúar 2018 19:15 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
UFC tilkynnti síðastliðinn föstudag að Darren Till fær aðalbardagann í sinni heimaborg, Liverpool, þegar að UFC mætir þar til leiks með Fight Night-bardagakvöld 27. maí. Till er maðurinn sem Gunnar Nelson hefur verið að kalla eftir því að berjast gegn en Englendingurinn hefur hálfpartinn verið á flótta undan Gunnari og þóttist veikur þegar að UFC vildi að þeir myndu mætast í Lundúnum í mars. Shean Shelby, maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, vildi ólmur fá Englendinginn í búrið á móti Gunnari en Till flaug í staðinn til Brasilíu og naut lífsins í „veikindunum“. Gunnar hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan að staðfest var að Till verður aðalstjarna kvöldsins í Liverpool í lok maí en UFC á enn eftir að gefa út hverjum hann mætir.Darren Till virðist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyVonast eftir Liverpool „Gunnar er meira en klár í slaginn gegn Till í Liverpool ef honum verður boðið að berjast þar,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í viðtali við MMANytt.com. „Við vorum líka klárir í slaginn þegar að UFC hafði samband við okkur í janúar og vildi fá Gunnar í bardaga á móti Till í Lundúnum. Gunnar sagði já en herbúðir Till sögðu hann veikan mörgum vikum fyrir áætlaðan bardaga.“ Haraldur býst ekki heldur við því að Till berjist við Gunnar í Liverpool, en hann deilir frétt MMANytt á Facebook-síðu íslenskra áhugamanna um MMA og segir: „Vonumst til að vera í Liverpool en það eru litlar líkur á að það verði gegn Till. Nokkuð ljóst að hann hefur takmarkaðan áhuga á að mæta Gunna þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.“ Leon Edwards, 26 ára gamall breskur bardagakappi, hefur verið á fínum skriði að undanförnu en hann vill einnig berjast við Till í Liverpool. Haraldur sér líka góðan bardaga í kortunum ef hann mætir Gunnari. „Ég tel að bardagi milli Gunnars og Leon yrði flottur en það er bara mín persónulega skoðun. Ég hef aldrei rætt um hann við Gunnar,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars 30. janúar 2018 19:15 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30
Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars 30. janúar 2018 19:15
Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45
Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti